Fréttablaðið - 27.08.2009, Síða 12
12 27. ágúst 2009 FIMMTUDAGUR
SPÁNN, AP Hinn árlegi tómataslag-
ur fór fram í smábænum Bunol
á Spáni í gær. Talið er að um 40
þúsund manns hafi tekið þátt í
atinu, sem felst í því að byrgja
sig upp af tómötum og kasta í
náungann.
Afraksturinn var sá að götur
bæjarins fylltust af tómatmauki,
sem fólk skemmti sér hið besta
við að atast í.
Sextíu og fjögur ár er síðan
íbúar bæjarins tóku fyrst upp á
þessu, en atið á sér rætur í því
að krakkar fóru að leika sér að
kasta mat hvert í annað.
Slagurinn sjálfur stóð yfir í um
klukkustund, en vinsældir hans
aukast ár frá ári. - gb
GÓÐGERÐAMÁL Söfnunarþátturinn
„Á allra vörum“, á vegum Krabba-
meinsfélagsins, verður á Skjá einum
næstkomandi föstudagskvöld klukk-
an 21.00. Í fyrrasumar söfnuðust
ríflega 50 milljónir sem voru notað-
ar til að kaupa ný tæki til að greina
brjóstakrabbamein betur.
„Á allra vörum hefur verið að
selja varagloss í allt sumar til þess
að safna fyrir hvíldarheimilum
handa krabbameinssjúkum börnum
og fjölskyldum þeirra,“ segir Gróa
Ásgeirsdóttir, forsvarskona verkefn-
isins. Glossin voru seld í verslunum
víðs vegar um landið og í flugvélum
Iceland Express.
Allir sem koma að þættinum á
föstudaginn gefa vinnu sína, að
sögn Gróu og mikið af landsþekkt-
um einstaklingum kemur fram.
Þáttastjórnendur verða Jóhanna
Vilhjálmsdóttir, Svanhildur Hólm
Valsdóttir og Guðrún Þórðardótt-
ir. Mannakorn flytur nokkur lög og
stöllurnar úr „Fúlar á móti“ verða
með atriði. Auk þessa kynnumst við
því hvernig fjölskyldur, sem kljást
við þennan illvíga sjúkdóm læra að
lifa við og takast á við krabbamein.
Gróa segir að engar vonir séu
bundnar við einhverja ákveðna
söfnunarfjárhæð. Nú, eins og í
fyrra, sé rennt blint í sjóinn. Hægt
er að leggja sitt af mörkum með því
að hringja í áheitanúmerin eða með
því að leggja inn á reikningsnúmer
0101-26-55555. Kennitalan er
510608-1350. - vsp
Söfnunarþátturinn „Á allra vörum“ verður sýndur á föstudaginn:
Söfnun fyrir krabbameinssjúk börn
Á ALLRA VÖRUM Krabbameinsfélagið
hefur verið að selja varagloss frá Dior í
sumar. Hvert varalitagloss kostar 2.500
krónur og rennur ágóðinn til Styrktar-
félags krabbameinssjúkra barna.
HEILBRIGÐISMÁL Tæplega sjö
hundruð tilfelli svínaflensu hafa
verið tilkynnt hér á landi frá
lokum júnímánaðar.
Hröð aukning hefur orðið á
síðustu vikum og segir á heima-
síðu landlæknisembættisins að
búast megi við að fjöldinn haldi
áfram að aukast mikið.
Langflestir hinna smituðu eru
á aldrinum 15 til 24 ára.
Á tímabilinu frá 29. júní til 23.
ágúst bárust tilkynningar um
684 manns með inflúensulík ein-
kenni eða staðfesta inflúensu.
Konur voru 379 talsins og karlar
305.
- þeb
Svínaflensutilfellum fjölgar:
700 greindir á
átta vikum
REYKJAVÍK Um síðustu áramót fengu
sveitarfélög heimild til að hækka
útsvar um 0,25 prósent. Hefði
Reykjavíkurborg nýtt sér þetta
hefðu tekjur borgarinnar aukist
um 670 milljónir.
Þetta eru 88 prósent þeirra 760
milljóna, sem nefndar hafa verið
sem forsenda þess að borgin geti
veitt svokallaða lífskjaratrygg-
ingu, 186.000 krónur í lágmarks-
framfærslu til þeirra sem engar
tekjur hafa.
Eins og áður hefur verið greint
frá í blaðinu hefur nefnd um sál-
félagsleg viðbrögð við kreppunni
mælt með að fólki verði tryggð
þessi lágmarksupphæð, í stað
þeirra 115.567 sem það getur
fengið nú.
Formaður velferðarráðs borg-
arinnar, Jórunn Frímannsdóttir,
hefur metið það svo að til að geta
staðið undir þessu þá þyrfti að
hækka útsvar um 1,5 prósent.
Þorleifur Gunnlaugsson, borgar-
fulltrúi VG, bendir á að nær væri
að miða við 0,28 prósenta hækkun;
hún myndi duga. Fjármálaskrif-
stofa Reykjavíkur staðfestir þetta
við blaðið.
„Við sáum fram á aukna þörf
fyrir fjárhagsaðstoð og að borg-
in þyrfti því á meiri peningum að
halda. Flest sveitarfélögin nýttu
sér þessa heimild en meirihlutinn
í borginni ákvað, eins og Seltjarn-
arnes og Garðabær, að hækka ekki
útsvarið,“ segir Þorleifur Gunn-
laugsson, borgarfulltrúi VG.
Hann hafi mælst til þess í vel-
ferðarráði og borgarstjórn að
tekjulægsta fólkið fengi að lág-
marki sömu hækkun og samið var
um í almennum kjarasamningum,
20.300 krónur á mánuði.
Hámarksfjárhagsaðstoð til
tekjulítilla hækkaði hins vegar
um 16.238 krónur, en útsvar var
óbreytt: 13,03 prósent.
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Lúð-
vík Geirsson, hefur sagt 186.000
krónur vera „bara það sem fólk
þarf til að lifa af“ og heilbrigðis-
ráðherra hefur lýst yfir ánægju
með skýrslu fyrrgreindrar
nefndar.
Í henni kom meðal annars fram
að Finnar telja sig hafa gert mistök
í efnahagskreppu þeirra á tíunda
áratugnum, með því að draga úr
framlögum til velferðarmála.
klemens@frettabladid.is
Gátu sótt tekj-
ur til lífskjara-
tryggingar
Meirihlutinn í Reykjavík hefði getað nýtt sér heim-
ild til að hækka útsvar um 0,25 prósent. Þannig
hefðu náðst 88 prósent af lífskjaratryggingu, sem á
að tryggja 186.000 krónur í lágmarksframfærslu.
BEÐIÐ EFTIR BRAUÐINU Sókn í fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélögum hefur tvöfaldast,
samkvæmt því sem bæjarstjóri Hafnarfjarðar hefur sagt. Minnihlutinn vildi nýta
heimild til að hækka útsvar um 0,25 prósent um áramótin, en meirihlutinn féllst ekki
á það. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ÞORLEIFUR
GUNNLAUGSSON
JÓRUNN
FRÍMANNSDÓTTIR
Gangagerð að klárast
Búið er að sprengja 4.387 metra
af Bolungarvíkurgöngum, eða um
85 prósent af heildarlengd þeirra. Í
síðustu viku voru 38 metrar sprengd-
ir Hnífsdalsmegin og 43 metrar
Bolungarvíkurmegin.
Heimsmeistari fær styrk
Jón Örn Ingileifsson fær 100 þúsund
króna styrk frá Grímsnes- og
Grafningshreppi til að taka þátt í
torfærukeppni í Nordic Cup 2009.
Jón er ríkjandi heimsmeistari í þessari
keppnisgrein.
LANDSBYGGÐIN
Framkvæmdastjóri ráðinn
Hörður Högnason hjúkrunarfræðingur
hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri
hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun
Vestfjarða.
Lágmarksframfærsla til einstakl-
inga var hækkuð í janúar um
16,35 prósent, úr 99.329 krónum
á mánuði í 115.567.
Þetta er hækkun um 16.238
krónur á mánuði.
Framfærsla til hjóna eða fólks
í skráðri sambúð hækkaði úr
158.926 krónum og í 184.907.
FJÁRHAGSAÐSTOÐIN
Á FLOTI Í TÓMATSULLI Ekki er annað
að sjá en fólk skemmti sér vel.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Allt á floti í tómötum:
Tugir þúsunda sulla á Spáni
FÍLL Á SAFNI Á þjóðminjasafninu í Rio
de Janeiro verður þessi eftirlíking af
Afríkufíl til sýnis á næstunni.
NORDICPHOTOS/AFP
Söng- og gítarnámskeið
haustið 2009
Gítarnámskeið fyrir byrjendur
Fyrir alla aldurshópa / 50 mín. á viku í 12 vikur
Langar þig að læra á gítar? Viltu vera stjarnan í
partýinu eða geta spilað lag fyrir ástina þína?
Langar þig kannski bara að koma þér af stað
og stofna í kjölfarið rokkhljómsveit?
Einhvers staðar verða menn að byrja og þetta
námskeið er kjörinn byrjunarreitur. Kennt er í
4-6 manna hópum þar sem raðað er niður eftir
stöðu hvers og eins. Markmið námskeiðsins er
að nemendur læri undirstöðuatriði gítarleiks,
kunni öll helstu gítargripin og þar með öll
helstu undirstöðuatriði gítarleiks.
Gítarnámskeið fyrir lengra komna
Fyrir alla aldurshópa / 30 mín á viku í 12 vikur - Einkatímar
Við bjóðum lengra komnum gítarleikurum upp á
einkakennslu þar sem farið er nánar í tækniatriði,
hljómfræði og kenndar upphafslínur og þekkt sóló úr
lögum flytjenda á borð við Metallica, Led Zeppelin,
Nirvana o.fl. Uppbygging gítarsólóa og notkun skala er
kennd í bland við skemmtileg gítar-"trix". Farið verður í
mismunandi “karakter”-tegundir gítara og
gítarmagnara og notkun þeirra í hljóðverum.
Þeir sem hafa verið áður hjá okkur
fá kennslu við hæfi miðað
við framfarir.
Söngur og framkoma
14 ára og eldri / 1 klst. á viku í 10 vikur.
Tímarnir byggjast á aðferð sem Kristin Linklater setur fram í
bókinni “Freeing the Natural Voice”. Aðferðin byggist meðal
annars á að geta notað röddina án óþarfa spennu og kvíða,
styrkja röddina og stækka með tækni sem styðst við öndun
og líkamsliðkun. Einnig eru gefin ráð um hvernig best er að
velja sér lög við hæfi og lögð áhersla á textameðferð.
Tvennir tónleikar verða yfir önnina og í lokin fær nemandinn
að velja sér eitt lag til að taka upp í hljóðveri.
Kennarar: Margrét Eir, Erna Hrönn
og Heiða Ólafsdóttir
Söngur og framkoma - framhald
14 ára og eldri / 1 klst. á viku í 10 vikur.
Skilyrði eru að nemandi hafi lokið ”Söngur og framkoma”
eða sambærilegu námskeiði. Þetta námskeið er framhald af
"Söngur og framkoma" og haldið er áfram þar sem frá var
horfið af fyrri námskeiðum. Tvennir tónleikar verða haldnir,
upptökur á einu lagi, og 2 einkatímar
hjá Margréti Eir.
Kennarar: Margrét Eir, Erna Hrönn
og Heiða Ólafsdóttir
Söngur og framkoma fyrir börn
Fyrir börn 6 - 12 ára / 1 klst. á viku í 10 vikur.
Á þessu námskeiði verður aðaláhersla lögð á söng og
tjáningu. Krakkarnir munu vinna íslenska tónlist þar sem
hreyfileikir, tjáning, túlkun og framsetning texta verða
megin viðfangsefnin. Markmiðið er að í lok námskeiðs
geti hver og einn staðið á sviði og flutt sitt lag ásamt
því að syngja í hóp með öðrum.
Tónleikar í lokin sem verða teknir upp.
Kennarar: Margrét Eir, Erna Hrönn
og Heiða Ólafsdóttir
Söngleikjanámskeið
Unglingar 13 - 15 ára / 1.5 klst. á viku í 10 vikur.
Áhersla lögð á söng, leiklist og dans.
Valinn verður söngleikur og atriði úr honum flutt
á tónleikum í lok annar. Einnig verður kynnt fyrir
nemendum hvað felst í því að taka þátt í söngleik,
þar með talið búningar, sviðsmynd, förðun o.fl.
Kennarar: Margrét Eir og Heiða Ólafsdóttir
Tónvinnsluskólinn er aðili
að frístundakortakerfi
Reykjavíkurborgar
Erna Hrönn - Heiða - Margrét Eir
Sponsored Digidesign School
Hægt er að sæ
kja um
þátttöku á sló
ðinni
www.tonvinns
luskoli.is
eða í síma 53
49090