Fréttablaðið - 27.08.2009, Síða 16

Fréttablaðið - 27.08.2009, Síða 16
16 27. ágúst 2009 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Nú gengur allt út á kartöflur á mínu heimili,“ segir Valgerður Sverris- dóttir, fyrrverandi ráðherra, á Lómatjörn við Eyjafjörð. Uppskerutíminn er hafinn á Lómatjörn. „Núna er það mitt starf að hluta til að keyra kartöflur til Akureyrar og ég er að koma úr einni slíkri ferð. Ég er svolítið flott á sendibíl sem kallaður var rúgbrauð í gamla daga,“ segir Valgerður sem kveð- ur Lómatjarnarkartöflurnar seldar um land allt. „Nú ræð ég mér bara sjálf og ég er að gera ýmislegt sem ég hef ekki haft tíma til að gera í áratugi og er búin að vera hér í sveitinni minni alveg í sumar. Ég er kannski ekki á kafi á búverkum en keyri stundum kartöflurnar. Ég er mjög nothæf í það,“ segir Valgerður og hlær. Að sögn Valgerðar er nú ákaflega fallegt haustveður í Eyjafirði og gott að vera þar þótt eflaust hafi verið meiri veðurblíða fyrir sunnan þetta sumarið. „Berjatíminn er að byrja og ég er ein- mitt að fara í berjamó núna á eftir,“ segir ráðherrann fyrrverandi og bætir við að nú sé einnig farið að draga að því að endur- heimta fé af fjalli. „Sjálf fer ég ekki í langar göngur en tek einhvern þátt í smalamennsku í fjallinu fyrir ofan bæinn. Hér er nóg að gera.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA: VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Sendist með kartöflur á rúgbrauðinu TÆKNI 36 tonna tæknitrukkur frá fyrirtækinu IBM er nú staddur hér á landi. Trukkurinn er búinn öllum nýjasta tæknibúnaði frá IBM. „Þarna gefst fólki kostur á að skyggnast inn í framtíðina því þarna er frumsýning á mörgum nýjum tæknibúnaði,“ segir Gísli Þorsteinsson upplýsingafulltrúi Nýherja, en trukkurinn er til sýnis hjá Nýherja í Borgartúni. „Í raun eru þarna framtíðarlausnir. Það sem kannski er helst lögð áhersla á eru umhverf- isvænar og orkusparandi lausnir. Þeir leggja mikla áherslu á að kynna slíkar lausnir til sög- unnar og þessi trukkur er gríðarlega afkasta- mikill. Búnaðurinn í honum gæti keyrt allt tölvuumhverfi fyrirtækja og einstaklinga á Akureyrarsvæðinu, tugþúsundir notenda.“ Bún- aðurinn sem er í bílnum er tugmilljóna króna virði. Að sögn Gísla er markmiðið með komu trukks- ins að kynna þessar framtíðar- og hagræðing- arlausnir sem eru framundan. Þar hafa meðal annars verið kynntar fistölvur, sem eru léttar og eru sparneytnari en eldri tölvur. „Áherslan er lögð á hagræðingu og umhverfisvænni lausnir.“ - þeb 36 tonna tæknitrukkur frá IBM staddur hér á landi: Skyggnst inn í framtíðina TRUKKURINN Gísli Þorsteinsson fyrir utan trukkinn stóra, sem er fyrir utan Borgartún 37. Löng hefð er fyrir því að mála málverk af fyrrver- andi bankastjórum Lands- bankans. Málverk eru til af öllum fyrrverandi banka- stjórum bankans fyrir utan Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason. For- maður bankaráðs segir ekki búið að ákveða hvort það verði gert. Landsbankinn á sér langa sögu sem teygir anga sína allt aftur til ársins 1886. Fyrir utan setta bankastjóra hafa 33 gegnt embætti bankastjóra Landsbankans á þessu tímabili að Ásmundi Stefánssyni, núverandi bankastjóra meðtöldum. Hefð er fyrir því að máluð sé mynd af fyrr- verandi bankastjórum Landsbank- ans og prýða málverkin húsakynni bankans í Austurstræti. Margir merkismenn hafa gegnt stöðu bankastjóra Landsbankans. Í þeim hópi má nefna Tryggva Gunn- arsson, Emil Jónsson og Jónas H. Haralz, svo fáeinir séu nefndir. Oftar en ekki eru því virtustu lista- menn þjóðarinnar fengnir til að mála af þeim mynd. Sjálfur Jóhann- es Kjarval málaði myndir af fjórum fyrstu bankastjórunum en meðal annarra listamanna má nefna Eirík Smith og Baltasar Samper. Enn eru þó ómálaðar myndir af tveimur fyrrverandi bankastjór- um Landsbankans, þeim Halldóri Kristjánssyni og Sigurjóni Árna- syni, en þeir létu sem kunnugt er af störfum hjá Landsbankanum í fyrra. Staða þeirra var um margt ólík fyrri starfsbræðrum þeirra að því leyti að þeir skildu við bank- ann í kalda koli og með skuldaklafa sem verður þungur baggi á íslensku þjóðarbúi næstu árin. Fréttablaðinu lék forvitni á að vita hvort Halldóri og Sigurjóni yrði eftir sem áður sýndur sami sómi og fyrri bankastjórum og fengju mál- aða af sér mynd. Haukur Halldórs- son, formaður bankaráðs Lands- bankans, hafði ekki svör á reiðum höndum þegar Fréttablaðið innti hann eftir þessu. „Ég bara veit það ekki,“ segir Haukur. „Frá því að ég tók við sem formaður bankaráðs hafa málverk af Halldóri og Sigurjóni hreinlega ekki komið til tals á fundum banka- ráðs. Ég get því ekki sagt af eða á um það mál.“ Sagan sýnir þó að bankastjórar hafa vissulega fengið málaða af sér mynd þrátt fyrir umdeild starfslok. Þannig hröktust þeir Björgvin Vil- mundarson, Halldór Guðbjarna- son og Sverrir Hermannsson allir úr embætti árið 1998 vegna spill- ingar. Engu að síður eru til málverk af þeim öllum. Það er því spurning hvort kemur á endanum til með að ráða meiru um hvort Halldór og Sigurjón fái málaða af sér mynd, 123 ára gömul hefð eða almenn- ingsálitið. bergsteinn@frettabladid.is Ráðherra spyr sig „Ég spyr mig hvort misvit- ur samkeppnislög eigi að standa þjóðfélaginu fyrir þrifum.“ JÓNI BJARNASYNI SJÁVARÚTVEGS- OG LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA, ER UPPSIGAÐ VIÐ LÖG SEM VALDA SEMENTSVERKSMIÐJUNNI Á AKRA- NESI VANDRÆÐUM. Fréttablaðið 26. ágúst Ísland, best í heimi! „Ég held að íslenskar konur hafi eina bestu genablöndu í heimi hvað varðar styrk og líkamsbyggingu.“ KRAFTAKONAN GEMMA MAGNÚS- SON HORFIR Á BJÖRTU HLIÐARNAR ÞRÁTT FYRIR DAPURT ÁSTAND Í EFNAHAGSLÍFINU. Fréttablaðið 26. ágúst. ■ Af þeim 192 löndum, sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum, eru 28 með yfirvald sem ber tignarheitið konungur, drottning, keisari, fursti, hertogi, páfi, emír eða annað sambærilegt. Þrjú þessara landa eru í Afríku, þrett- án í Asíu, ellefu í Evrópu og eitt á Kyrrahafseyjunni Tonga. Í Evrópu eru kóngar í Noregi, Svíþjóð, Belgíu og á Spáni, drottningar í Bretlandi, Danmörku og Hol- landi, prins í Mónakó og Liecht- enstein, hertogi í Lúxemborg, páfi í Páfagarði, og svo eru tveir prinsar formlega við völd í And- orra, en þeirri tign skipta á milli sín samkvæmt aldagamalli hefð forseti Frakklands og biskupinn af Urgell í Katalóníu á Spáni. FRÓÐLEIKUR KÓNGAR OG ÞVÍUMLÍKT FORTÍÐIN AÐ BAKI Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson ásamt Björgólfi Guðmundssyni, sem stendur í miðið. Að baki þeim hanga málverk af nokkrum fyrrverandi bankastjórum Landsbankans. Ekki hefur verið ákveðið hvort Sigurjón og Halldór hljóta sama sess. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Óvíst með málverk af Halldóri og Sigurjóni í Landsbankanum Smárit Ferðafélags Íslands Handhægar gönguleiða- lýsingar til að hafa með í bakpokanum Fást á skrifstofu FÍ og í næstu bókabúð SKRÁÐU ÞIG INN – DRÍFÐU ÞIG ÚT! www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | Sími: 568 2533 | Fax: 568 2535 | Netfang: fi@fi.is Í nýjasta fræðsluriti FÍ, sem er það fimmtánda í röðinni, er umfjöllunar- efnið fjalllendið milli Snæfellsness og Borgarfjarðar. Ritinu er ætlað að bæta úr skorti á aðgengilegum leiðarlýsingum og kortum, bæði varðandi Vatnaleiðina milli Hnappa- dals og Norðurárdals og eins um önnur áhugaverð göngusvæði á þessum slóðum. „Ég velti því fyrir mér hvernig heimurinn væri í dag ef þrælarnir sem voru hnepptir í þrældóm af grimmum nýlenduherrum hefðu ekki risið upp og krafist frelsis,“ segir Guðjón Heiðar Valgarðsson nemi þegar spurður um nýju fyrir- varana við Icesave. „Manni finnst skrítið að hugsa til baka til tíma þar sem slíkt var eðlilegur hluti af viðskiptaumhverfi samtímans. Viðskiptablöð með fréttum af genginu, viðtöl við helstu sérfræðingana og auglýs- ingar með nýjustu þrælunum. Ætli margir á þeim tíma hafi áttað sig á óréttlætinu? Núna erum við samt orðin svo siðprúð og klár að við myndum aldrei leyfa þess háttar að viðgangast. Við myndum rísa upp og krefjast frelsis,“ segir Guðjón. „Að neyða fólk til að vinna fyrir auðkýfinga? Aldrei. Alla vega ekki án fyrirvara um að við verðum örugglega skilvirkir þrælar. Þvílík uppreisn.“ SJÓNARHÓLL FYRIRVARAR VIÐ ICESAVE Þrældómur með fyrirvara GUÐJÓN HEIÐAR VALGARÐSSON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.