Fréttablaðið - 27.08.2009, Side 18
18 27. ágúst 2009 FIMMTUDAGUR
FRÉTTASKÝRING: Icesave-málið
Gangi áform stjórnarflokk-
anna eftir verður Icesave-
málið tekið til atkvæða-
greiðslu á Alþingi í dag og
samþykkt. Þó að málið verði
frá sem þingmál mun það
ekki hverfa. Það snýst, jú,
um meðferð skulda sem
kunna að hanga yfir ís-
lenskri þjóð næstu tuttugu
ár eða svo.
Þó að Steingrímur J. Sigfússon
fjármálaráðherra hafi eflaust
alla tíð gert sér fulla grein fyrir
að Icesave-málið yrði erfitt bjóst
hann varla við að það myndi ógna
tilveru ríkisstjórnarinnar. En
þannig var það. Andstaða Ögmund-
ar Jónassonar, heilbrigðisráðherra
og pólitísks fóstbróður Steingríms,
við málið var einörð. Ögmund-
ur taldi – öfugt við Steingrím –
samninginn lélegan og vildi setja
ítarlega fyrirvara við ríkisábyrgð
á lántöku vegna skuldanna við
Breta og Hollendinga. Steingrímur
og fylgismenn hans töldu ýtrustu
kröfur Ögmundar fela í sér höfnun
á samningnum og óttuðust að þar
með færu samskipti Íslands við
umheiminn í loft upp og þjóðin þar
með búin að mála sig endanlega út
í horn. Fór á endanum svo að sjón-
armið voru sættuð með ítarlegri
ákvæðum í fyrirvörum. Ögmund-
ur sló af upphaflegum kröfum og
er hermt að þar hafi ráðið nokkru
að hann áttaði sig á að ríkisstjórn-
in myndi springa ef hann greiddi
atkvæði gegn málinu.
Því var haldið fram að Sam-
fylkingin hefði þrýst á Ögmund í
málinu og að ótti um dauða stjórn-
arinnar væri gamaldags hræðslu-
áróður úr þeirri átt. Vel má vera
að einhverjir Samfylkingarmenn
hafi haldið þessum sjónarmið-
um á lofti en málið var engu að
síður innanhússverkefni Vinstri
grænna. Formaður flokksins bar
ábyrgð á Icesave-samningnum
og frumvarpið um ríkisábyrgð
var hans. Ekki var því nóg með
að ríkisstjórnarsamstarfið væri
undir heldur var pólitískt líf Stein-
gríms sjálfs það einnig.
Svavar fékk að heyra það
Icesave-samningarnir við Breta
og Hollendinga voru undirritaðir
í byrjun júní. Þá hafði samninga-
nefnd undir forystu Svavars Gests-
sonar sendiherra unnið að málinu
í rúma þrjá mánuði. Svavar var
sérlegur trúnaðarmaður Stein-
gríms fjármálaráðherra í nefnd-
inni en þeir störfuðu náið saman í
Alþýðubandalaginu á sínum tíma.
Auk Svavars var Indriði H. Þor-
láksson, þá settur ráðuneytisstjóri
í fjármálaráðuneytinu, Steingrími
sérstaklega handgenginn. Indriði
varð síðar aðstoðarmaður Stein-
gríms. Aðrir nefndarmenn voru
embættismenn úr forsætis- og
viðskiptaráðuneytunum og Seðla-
bankanum.
Gagnrýnendur samningsins
hafa ekki einasta beint sjónum
að efni hans; þeir hafa líka harm-
að aðkomu Svavars (og svosem
nefndarinnar allrar) að málinu.
Hafa þeir furðað sig á að honum
en ekki einhverjum öðrum – og þá
helst ótilteknum sérfræðingum í
lausn milliríkjadeilna – hafi verið
falið að leita lausnar á þessu risa-
vaxna, viðkvæma og erfiða máli.
Þekkingar- og kunnáttuleysi eru
einkunnirnar sem Svavar fékk úr
þeirri átt og einnig var hann sagð-
ur búa yfir ónógri enskukunnáttu
til að ráða við verkefnið.
Steingrímur hefur alla tíð
varið Svavar af hörku, líkt og
samninginn sjálfan.
Með og á móti
Icesave-vandamálið er tilkomið
vegna innlánsreikninga Lands-
bankans í Bretlandi og Hollandi.
Stofnað var til þeirra fyrir fáum
árum og söfnuðust nokkuð á annað
þúsund milljarða íslenskra króna
inn á reikningana samanlagt. Með
setningu neyðarlaganna í byrjun
október á síðasta ári og við yfir-
töku ríkisins á Landsbankanum í
framhaldinu varð ljóst að bresk-
ir og hollenskir sparifjáreigendur
voru á köldum klaka.
Yfirvöld beggja ríkja slógu
skjaldborg um borgara sína og
settu strax fram kröfur á hendur
íslenskum stjórnvöldum um lausn
mála. Horft var til innlánstrygg-
ingakerfis Evrópusambandsins en
samkvæmt því áttu Íslendingar
að tryggja innstæður að fjárhæð
rúmlega 20 þúsund evrur.
Deilt var um hvort innlánstrygg-
ingakerfið næði til jafn afdrifa-
ríkra atburða og falls heils banka-
kerfis en með nokkrum sanni má
segja að slíkar aðstæður hafi varla
verið mönnum ofarlega í huga
þegar tryggingakerfinu var komið
á fót. Miðaðist það heldur við þrot
eins banka – ekki hruns efnahags
heillar þjóðar.
Á móti þessu komu þau sjónar-
mið að íslensku neyðarlögin stæð-
ust ekki skoðun en með þeim var
innlendum og erlendum sparifjár-
eigendum mismunað.
Að þessu og mörgu öðru metnu
varð það úr að semja bæri við
Breta og Hollendinga um lausn.
Drög að samningum lágu fyrir
í október en tafir urðu á lokafrá-
gangi. Ný ríkisstjórn Samfylk-
ingarinnar og Vinstri grænna,
sem tók við völdum í febrúarbyrj-
un, fékk málið svo til úrvinnslu.
Hennar er samningurinn.
Við borgum ekki
Frumvarpi um ríkisábyrgð lána
vegna Icesave var dreift í þinginu
í lok júní. Sjálft frumvarpið var
stutt; aðeins ellefu línur í tveim-
ur lagagreinum. Athugasemdir og
fylgiskjöl þöktu hins vegar tugi
blaðsíðna.
Frá fyrsta degi var málið harð-
lega gagnrýnt af lærðum og
leikum.
Sérfræðingar í lögum, hagfræði
og viðskiptum létu í ljós megna
óánægju og studdu mál sitt rökum.
Áhugafólk um þjóðarhag lét ekki
sitt eftir liggja.
Steingrími J. Sigfússyni tókst
ekki að lægja óánægjuöldurnar
þegar hann mælti fyrir frumvarp-
inu 2. júlí. Þvert á móti. Stjórnar-
andstaðan virtist leggjast gjör-
völl gegn málinu. Í umræðum utan
þings fór lítið fyrir fræðimönnum
sem fylgdu ráðherranum að máli.
Gagnrýnin var margháttuð og
náði allt frá tæknilegum smáat-
riðum til þeirrar einföldu afstöðu
að við ættum ekki að borga. Hvað
kemur það íslenskri þjóð við þó
einkafyrirtæki geti ekki staðið við
skuldbindingar sínar í útlöndum?
Ekkert benti til að breið sam-
staða myndi nást um málið eins
og Steingrímur og flestir stjórn-
arliðar óskuðu sér. Skipti þá ekki
máli að bent var á að samningur-
inn væri í raun byggður á október-
samningi fyrri stjórnar.
Fjárlaganefndin lofuð
Fjárlaganefnd Alþingis fékk málið
til aðalmeðferðar 6. júlí en aðrar
nefndir þingsins komu einnig að
því. Svo undarlega háttar til að
fjárlaganefndin er sú nefnd þings-
ins sem býr að hvað skemmstri
þingreynslu. Enginn nefndar-
manna hefur setið lengur á þingi
en í tvö ár. Meirihluti nefndarinn-
ar; sex af fimm, var fyrst kjörinn
á þing í aprílmánuði síðastliðnum.
Siv Friðleifsdóttir ein hefur meiri
þingreynslu en samanlögð fjár-
laganefnd.
En gæði eru ekki sama og magn
og er það samdóma álit þeirra sem
gleggst þekkja til að fjárlaganefnd,
undir forystu Guðbjarts Hannes-
sonar, hafi staðið sig feiknarlega
vel í þessu erfiða máli í þær rúm-
lega sjö vikur sem hún hafði það
til meðferðar.
Málið er enda orðið allt annað en
það var. Tillit hefur verið tekið til
fjölmargra sjónarmiða og andstæð-
ar fylkingar sæst á niðurstöðu.
Framsóknarmenn eru reyndar
eftir sem áður á móti og telja fyr-
irvarana langt í frá ásættanlega.
Frumvarpið er nú í ellefu grein-
um á þremur blaðsíðum og í því er
reynt að tryggja í bak og fyrir að
byrðar íslensku þjóðarinnar vegna
þessarar viðskipta Landsbankans
í Bretlandi og Hollandi verði eins
litlar og mögulegt er.
Atkvæðagreiðsla í dag
Icesave hefur reynt á þing og þjóð.
Stór orð hafa fallið í umræðunni
og alvarlegar ásakanir gengið á
báða bóga. Ríkisstjórnin var sökuð
um að leyna gögnum, fræðimenn
sagðir ganga erinda viðsemjenda
okkar, stjórnarandstæðingar lágu
undir ámæli um að skilja ekki
vandann og Ögmundur var sagður
sprengja stjórnina ef hann greiddi
atkvæði á móti.
Þingfundur hefst hálfellefu í
dag. Reiknað er með að Icesave-
frumvarpið verði orðið að lögum
áður en degi tekur að halla.
Reykjavík - London - Amsterdam
RÝNT Í SKJÖL Björgólfur Guðmundsson bankaráðsformaður og Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri á aðalfundi Landsbankans í apríl á
síðasta ári. Pund og evrur hlóðust inn á reikninga bankans í Bretlandi og Hollandi. „Tær snilld,“ sagði Sigurjón. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
FRÉTTASKÝRING
BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON
bjorn@frettabladid.is
„Ég hef fylgst með málinu alveg
frá upphafi og í raun má segja að
það hafi verið upphaf þess að ég
fór að skipta mér af stjórnmálum.“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
„Síðan geta menn komið með
aðrar hugmyndir eins þær að við
fáum að borga með íslenskum
krónum og þá hlýtur maður að
spyrja líka út frá líkingu hv. þm.
Sigmundar Davíðs Gunnlaugsson-
ar: Af hverju fáum við þá ekki bara
að borga þetta með matadorpen-
ingum?“
Árni Páll Árnason
„Nöfn þeirra sem vilja selja landið
og miðin munu verða meitluð í
stein á meðan eitthvað dregur
lífsanda í þessu landi. Þennan
samning verður að fella.“
Valgeir Skagfjörð
„Samfylkingin er í frúnni í Ham-
borg í dag og það er hálfnöturlegt
að sjá ekki meiri ábyrgð af hennar
hálfu í þessu stóra og mikla máli.“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
„Við skulum semja upp á nýtt og
við skulum gera það saman. Við
skulum gera það sem þjóð. Við
skulum ekki gera það sem stjórn
eða stjórnarandstaða. Við skulum
koma fram og ganga út úr þessum
sal sem einn maður og við skulum
vera full þjóðarstolts fyrir hönd
þjóðarinnar og sýna það að við
getum komið okkur upp úr þeim
skotgröfum sem þessi umræða
hefur því miður verið í.“
Birkir Jón Jónsson
„Það var ekki fyrr en ljóst var orðið
að mikill meirihluti fjárlaganefndar
myndi samþykkja fyrirvara við
ríkisábyrgðina á Icesave-samn-
ingunum að ég gat sætt mig við
niðurstöðuna.“
Lilja Mósesdóttir
„Í umræðunni í gær kom fram
hjá stjórnarliðum að þingmenn
Framsóknarflokksins væru svartsýnir.
Já, frú forseti. Við framsóknarmenn
erum talin svartsýn fram úr hófi. Við
bendum á sannleikann í þessu máli.
Við tölum íslensku í þessu máli, við
drögum fram staðreyndirnar.“
Vigdís Hauksdóttir
„Skrattinn er á veggnum. Það
þarf ekki að mála hann á hann
eða ímynda sér hann. Skrattinn
er á veggnum og hann er ofinn
úr vanhæfni, spillingu, siðrofi og
órjúfanlegum tengslum viðskipta-
heims og þingheims. Skrattinn er
á veggnum og hann er óttinn við
framtíðina, hann er óvissan og
þrælslundin. Skrattinn er á veggn-
um og hann nærist á hræðslu-
áróðri, vanþekkingu og ósætti.“
Birgitta Jónsdóttir
„Icesave-deilan fjallar einnig um
samfélagsgerð sem virðir lög og
rétt og byggir á trausti, nauð-
synlegu, gamaldags og geðslegu
trausti.“
Sigmundur Ernir Rúnarsson
„Ég held að við fáum aldrei niður-
stöðu í þessi mál, ég held að þjóð-
in verði með siðferðilega timbur-
menn í 300 ár ef okkur tekst ekki
að leiða hið sanna og rétta í ljós
hvað hér gerðist í bankahruninu,
að finna peninga sem skotið var
undan, færa þá heim til að verja
stöðu íslenska velferðarkerfisins,
launamannsins, öryrkjans og
borga innstæðueigandanum í
Hollandi og í Bretlandi sem við
viljum svo gjarnan greiða. Það er
þetta sem við eigum að gera. Við
eigum að fara út í heim og segja
við þessar þjóðir: Íslendingar vilja
standa við sínar skuldbindingar en
ekki meira, ekki meira.“
Ögmundur Jónasson
ÚR ICESAVE-
UMRÆÐUNNI
Starfsmöguleikar:
Innkaupastjóri
Útlitsráðgjafi
Stílisti
Verslunarstjóri
1. Önn 2. Önn
Fatastíll
Fatasamsetning
Textill
UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533-5101
Erna, stílisti
Ég hef unnið við förðun á
Stöð 2 í 6 ár, þar á meðal
við förðun keppenda í Idol
og annarra sjónvarpsþátta
hjá 365. Einnig vinn ég við
auglýsingar, mynbönd og myndatökur. Það er
óhætt að segja að námið hefur hjálpað mér
mikið í starfi mínu í förðun og stíliseringu.
Skjöldur Mio,
tískuráðgjafi
Ég taldi mig vita flest
allt um tísku og útlit
áður en ég fór í skólann.
En annað kom á daginn.
Ég hef lært heilmikið um fatasamsetningu,
textil, litafræði, líkamsbyggingu og flest allt um
útlit. Námið nýtist mér frábærlega í því sem ég
er að gera.
Ú T L I S T - O G F Ö R Ð U N A R S K Ó L I
w w w . u t l i t . i s
VILTU VERÐA STÍLISTI?
The Academy of Colour and Style er skóli sem kennir útlitsráðgjöf. Námið byggir á
helstu atriðum útlitshönnunar og er meðal annars tekið fyrir litgreining, fatastíll og
textill. Eftir nám fá nemendur diplóma í útlitsráðgjöf (fashion consultant).
Starfsmöguleikar eftir nám eru margir og spennandi og geta nýst á ýmsum sviðum og
atvinnugreinum.
Hver önn tekur þrjá mánuði og fylgja öll kennslugögn með náminu.
Kennsla fer fram í Tækniskólanum einu sinni í viku frá 18-22.
Litgreining
Förðun út frá litgreiningu
Litasamsetning