Fréttablaðið - 27.08.2009, Side 20
20 27. ágúst 2009 FIMMTUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is
og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Efnahagslíf heimsins hefur löngum markazt af miklum
sveiflum. Í Bandaríkjunum gat
framleiðsla á mann rokið upp um
10% eitt árið og hrapað um 5-10%
önnur ár. Fjármálakreppur skullu
á með 20 ára millibili eða þar um
bil allar götur frá 1790 til 1929,
þegar heimskreppan hélt innreið
sína. Landsframleiðsla Banda-
ríkjanna skrapp saman um þriðj-
ung 1929-33, og atvinnuleysi náði
til fjórðungs mannaflans 1933.
Evrópu reiddi engu betur af.
Sveiflujöfnun
Heimskreppan 1929-39 kallaði
á tvíþætt viðbrögð. Í fyrsta lagi
hófu stjórnvöld smám saman að
beita skipulegum aðgerðum í rík-
isfjármálum og peningamálum
til að jafna hagsveiflur og halda
aftur af atvinnuleysi, fyrst í Sví-
þjóð eftir 1930 og síðan í Banda-
ríkjunum eftir 1960. Þetta bar
tilætlaðan árangur. Hagsveiflur
eftir heimsstyrjöldina síðari voru
miklum mun mildari en þær höfðu
verið fram að stríði. Niðursveifl-
urnar eftir stríð voru lægðir frek-
ar en kreppur og ollu tiltölulega
litlu tjóni. Það stafar einkum af
því, að ólíkt heimskreppunni var
lægðunum eftir stríð mætt með
markvissum gagnráðstöfunum í
peningamálum og ríkisfjármálum.
Fyrir kreppu voru umsvif ríkisins
sáralítil vestra. Eftir stríð jukust
ríkisumsvifin með hækkun tekju-
skatts, atvinnuleysisbótum og
annarri félagsaðstoð, svo að létt-
ari skattbyrði og aukin félagshjálp
milduðu sjálfkrafa áhrif skakka-
falla á fólk og fyrirtæki.
Fjármálaeftirlit
Meiri stöðugleiki í efnahagslífinu
eftir stríð á sér að auki aðra skýr-
ingu. Bandaríkjaþing lögfesti
1933 innistæðutryggingar og fjár-
málaeftirlit til að draga úr líkum
annars bankahruns. Roosevelt
forseti og þingið skildu, að tryggð-
ir bankar eru hættulegir, þar eð
innistæðutryggingin hvetur þá til
að taka of mikla áhættu í þeirri
lögvörðu von og vissu, að ríkið
komi þeim til bjargar, ef í nauð-
ir skyldi reka. Með nýjum lögum
(kenndum við þingmennina Glass
og Steagall) var reistur traustur
eldveggur milli viðskiptabanka-
starfsemi og fjárfestingarbanka-
starfsemi til að firra venjulega
viðskiptavini hættunni á að þurfa
að axla tap vegna óskylds fjár-
festingarbankabrasks. Bankar
eru í aðstöðu til að varpa þungum
byrðum á saklausa vegfarendur
eins og mikill fjöldi innlendra og
erlendra viðskiptavina íslenzkra
banka hefur nú fengið að reyna
á eigin skinni. Þess vegna verða
innistæðutryggingar að haldast í
hendur við strangt fjármálaeftir-
lit til að halda bönkum í skefjum.
Þetta tókst vel eftir stríð. Fyrsta
fjármálakreppan í Bandaríkjunum
eftir heimskreppuna skall á 1987,
þegar verðmæti hlutabréfa á Wall
Street lækkaði um fjárhæð, sem
nam fjórðungi landsframleiðsl-
unnar, en samt ekki nema 2% af
þjóðarauðnum. Seðlabanki Banda-
ríkjanna veitti þá nýju fé inn í
hagkerfið, sem komst fljótlega á
réttan kjöl.
Sagan sýnir, að öflugt fjármála-
eftirlit ásamt innistæðutrygg-
ingum og markviss sveiflujöfn-
un hafa dugað til að koma í veg
fyrir nýja heimskreppu. Hag-
fræðingar hafa þó sumir lagzt
gegn fjármála eftirliti og sveiflu-
jöfnun meðal annars með þeim
rökum, að slíkum afskiptum fylgi
hætta á auknum umsvifum ríkis-
ins á kostnað einkaframtaks. Þessi
rök gegn sveiflujöfnun náðu ekki
eyrum flestra þeirra, sem stýra
fjármálum og peningamálum, en
rökin gegn fjármálaeftirliti sann-
færðu Bandaríkjaþing um, að rétt
væri að rífa niður eldvegginn milli
viðskiptabanka og fjárfestingar-
banka 1999 (með lögum kenndum
við þingmennina Gramm, Leach
og Bliley). Hefði skilvirk sveiflu-
jöfnun lotið í lægra haldi á vett-
vangi stjórnmálanna líkt og öflugt
fjármálaeftirlit þurfti að víkja,
hefði kreppan nú getað snúizt upp í
nýja heimskreppu, en svo fór ekki.
Bólusetning
Nú ætla ég einmitt ekki að skipta
um umræðuefni. Evrópa og þá
einnig Ísland máttu þola síendur-
teknar farsóttir að minnsta kosti
frá Svarta dauða 1347-51 og síend-
urteknum bólusóttarfaröldrum
fram að Spænsku veikinni 1918-20
og berklafaraldrinum, sem náði
hámarki hér heima á fjórða ára-
tug síðustu aldar. Norður-Amer-
íka mátti með líku lagi þola tíða
faraldra skæðra smitsjúkdóma
frá öndverðu fram að Spænsku
veikinni, síðustu farsóttinni, sem
herjaði á Bandaríkin, Kanada og
Evrópu, þar til alnæmisveiran
skaut sér niður um 1980. Frá 1920
hafa Evrópa og Norður-Ameríka
verið laus undan oki langdrægra
farsótta, ef eyðniveiran ein er
undanskilin. Svo er fyrir að þakka
skilvirkri bólusetningu og öðrum
ónæmisaðgerðum læknisfræð-
innar. Bólusetning gegn skæðum
sjúkdómum er skylda í sumum
löndum, en ekki í öðrum. Skyldu-
bólusetning hefur dregið mjög úr
útbreiðslu sumra smitsjúkdóma og
upprætt aðra. Samt er enn til fólk,
sem berst gegn skyldubólusetn-
ingu og ber fyrir sig siðferðissjón-
armið, stjórnmál, trú, vísindi og
öryggi. Þetta fólk stuðlar ekki að
bættri lýðheilsu. Baráttan heldur
áfram.
Lækningar og saga
Í DAG | Hagmeinafræði
ÞORVALDUR GYLFASON
T
æp fjörutíu ár eru liðin frá fyrsta alþjóðlega stórmót-
inu í kvennaknattspyrnu. Það var árið 1971 í Mexíkó,
þar sem haldin var óopinber heimsmeistarakeppni
sterkustu landsliða þess tíma að viðstöddum tugum
þúsunda áhorfenda. Þótt umgjörð mótsins hafi verið
hin glæsilegasta, hefur knattspyrnuhreyfingin á liðnum árum
kerfisbundið reynt að strika það út úr sögunni. Ástæðan er
sú að á þessu fyrsta stórmóti, var kvennaknattspyrna öðrum
þræði kynnt sem furðufyrirbæri til að skopast að. Keppt var
með bleikum mörkum, leikmönnum var skipað að farða sig fyrir
keppni og fjölmiðlar gerðu sér mat úr því að búningsklefar
stúlknanna minntu helst á hárgreiðslu- og snyrtistofur.
Knattspyrna kvenna var raunar algjört jaðarfyrirbæri fram
undir lok sjöunda áratugarins. Öðru hvoru birtust myndir í dag-
blöðum af knattspyrnukonum ásamt skoplegum athugasemdum.
Var þeim yfirleitt fundinn staður innan um skringifregnir af
síamstvíburum eða börnum sem alist höfðu upp meðal úlfa.
Upphaf nútímakvennaknattspyrnu á Íslandi má rekja til árs-
ins 1968 eða þar um bil. Handknattleikskonur nokkurra félaga
voru þá farnar að spreyta sig í fótbolta á utanhússæfingum á
sumrin. Vitað er að stúlkur úr Fram og KR léku formlegan
leik á KR-vellinum sumarið 1968 og tveimur árum síðar var
efnt til sýningarleiks í kvennafótbolta á Laugardalsvelli fyrir
karlalandsleik gegn Noregi. Var það að frumkvæði Alberts
Guðmundssonar formanns KSÍ.
Óhætt er að segja að fyrstu ár kvennaknattspyrnunnar hafi
verið mikil þrautaganga. Undirtektir stjórna knattspyrnu-
félaganna voru blendnar og í sumum tilvikum var þessari nýju
grein mætt með fullum fjandskap. Var þá litið svo á að um
óþarfa samkeppni væri að ræða um vallarpláss og fjármuni.
Þannig var algengt langt fram eftir níunda áratugnum að félög
bönnuðu kvennaflokkum að hefja æfingar á grasi jafn snemma
og körlunum. Sömu sögu er að segja um umfjöllun fjölmiðla,
sem sinntu lengi vel fjórðu deild karla betur en stórleikjum
kvennanna.
Í þessu samhengi er athyglisvert að bera saman stöðu fótbolta
og handbolta kvenna. Kvennahandbolti hefur alla tíð notið mun
meira jafnræðis gagnvart karlaíþróttinni. Þannig hreifst þjóðin
með þegar íslensku stúlkurnar urðu Norðurlandameistarar í
handknattleik 1964 og Sigríður Sigurðardóttir fékk fullt hús í
kjöri Íþróttamanns ársins. Bestu handknattleikskonur landsins
máttu snemma heita þjóðkunnir íþróttamenn.
Þennan mun má best skýra með því að bæði kynin hófu að
iðka handknattleik um svipað leyti, en þegar kemur að knatt-
spyrnunni má segja að konurnar hafi ruðst inn á svið sem áður
var helgað körlum. Fordómarnir í garð kvennaknattspyrnunn-
ar eru því varnarviðbrögð hins ríkjandi valds, á sama hátt
og konur hafa fengið að reyna á svo mörgum öðrum sviðum
samfélagsins. Í ljósi þessarar forsögu er það enn stórkostlegra
afrek hvernig kvennalandsliðinu hefur á liðnum dögum tekist
að sameina þjóðina fyrir framan sjónvarpstækin.
Mikið afrek kvennalandsliðsins í knattspyrnu:
Fram í sviðsljósið
STEFÁN PÁLSSON SKRIFAR
UMRÆÐAN
Sóley Tómasdóttir skrifar um
frístundaheimili
Haustið er komið og grunn-skólabörn sest á skólabekk.
Rútínan færist yfir – hjá flest-
um. Enn glíma frístundaheimilin
við mönnunar- og húsnæðisvanda
sem gerir það að verkum að nokk-
ur fjöldi barna er á biðlista. Þrátt fyrir að staðan
á vinnumarkaði hafi gerbreyst frá síðasta ári og
heilmikil vinna hafi átt sér stað hjá starfsfólki svið-
anna til að fyrirbyggja vandann.
Frá aldamótum hefur metnaðarfullt starfsfólk
íþrótta- og tómstundasviðs unnið kraftaverk á sviði
frítímaþjónustu fyrir börn í 1.-4. bekk. Frístunda-
heimilin hafa vaxið og dafnað, innra starf verður
stöðugt faglegra og viðfangsefnin fjölbreyttari.
Ánægja foreldra og barna hefur aukist jafnt og þétt
og samstarf frístundaheimila og skóla fer batnandi.
Framfarirnar eru fyrst og fremst starfsfólki
sviðsins að þakka. Umfjöllun um starfið er lítil sem
engin á hinum pólitíska vettvangi, þó reglulega sé
fylgst með tölum um starfsmannafjölda og biðlista.
Pólitískri eftirfylgni með þessu unga en efnilega
verkefni borgarinnar hefur verið mjög ábótavant.
Þrátt fyrir að umsóknir hafi borist fyrir ríflega
2.800 börn, sem er 700 umsóknum fleira en fjárhags-
áætlun gerir ráð fyrir, enn vanti 70 starfsmenn til
að hægt sé að taka á móti öllum börnum og húsnæði
hamli inntöku í nokkrum skólum, er frumkvæði af
hálfu meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks ekkert og fundir hafa ekki verið haldnir nema
að beiðni minnihlutans. Skýrsla starfsfólks með til-
lögum að úrbótum, sem skilað var til borgarstjóra
í byrjun júní hefur enn ekki verið kynnt, né heldur
hefur verið tekin formleg ákvörðun um að tekið
verði á móti öllum þeim sem sótt hafa um.
Afskiptaleysi meirihlutans getur haft alvarlegar
afleiðingar fyrir hag og heilsu fjögurra árganga
skólabarna í borginni. Borgarfulltrúar Vinstri
grænna munu hér eftir sem hingað til standa með
rekstri frístundaheimilanna, þannig að öll börn geti
notið þess góða starfs sem þau hafa upp á að bjóða.
Höfundur er borgarfulltrúi.
Hagur barnanna er í húfi
SÓLEY
TÓMASDÓTTIR
Að mæta eða drekka
Miklar umræður hafa spunnist um
hvort Sigmundur Ernir Rúnarsson hafi
verið allsgáður í þrumandi eldræðu
sem hann hélt á Alþingi fyrir viku.
Sigmundur Ernir neitaði því í fyrstu
að hafa bragðað áfengi áður en hann
sté í pontu. Í gær játaði hann þó að
hafa fengið sér vín með kvöldmatnum
en áréttaði að hann hefði ekki kennt
áhrifa af borðvíninu. Sigmund-
ur taldi þó ástæðu til að
biðjast velvirðingar. „Eftir
á að hyggja voru það engu
að síður mistök af minni
hálfu að mæta í þingið
eftir að hafa bragðað
áfengi,“ skrifaði
hann á vefsíðu sína
í gær. Snýr þing-
maðurinn þessu
ekki á hvolf? Voru mistökin ekki þau
að hann bragðaði áfengi áður en hann
mætti á þing frekar en hitt? Kannski
bitamunur en ekki fjár. Og þó.
En hvað um hina?
Á vef Alþingis er hægt að horfa á
ræðu Sigmundar Ernis umrætt kvöld.
Athygli vekur að nær allan tímann
sem Sigmundur Ernir var í pontu mátti
hann sitja undir frammíköllum utan
úr sal sem minntu lítt á siðaða
og málefnalega umræðu.
Þingmennirnir sem höfðu
sig hvað mest í frammi hafa
ekki verið sakaðir um að hafa
verið ölvaðir. Hvaða afsökun
hafa þeir þá?
Bræður í höttum
Fáir íslenskir karlar nú
til dags eru svo vörpulegir að þeir
komist upp með að ganga með hatt.
Sigmundur Ernir er í þeim hópi. Það er
Reynir Traustason, ritstjóri DV, líka. Nú
eiga þeir hins vegar fleira sameigin-
legt: báðir hafa þeir til dæmis komist í
hann krappan á þessu ári eftir að hafa
gerst sekir um ósannsögli. Sigmundur
Ernir sagði fyrst ósatt um hvort
hann hefði bragðað áfengi kvöldið
umrædda. Reynir reyndi í byrjun árs
að skrökva upp á blaðamann sem
ljóstraði upp um að Reynir kæfði
frétt vegna utanaðkomandi þrýst-
ings. Þingmaðurinn nýtur því
kannski ákveðinnar samúðar hjá
ritstjóranum, sem veit hvernig
er að vera í hans sporum. Að
þessu leyti eru þeir undir
sama hatti.
bergsteinn@frettabladid.is
Opið virka daga kl. 8:00 til 17:00
www.velaland.is
VESTURLANDSVEGUR
VAGNHÖFÐI
VÉLALAND
HÚSGAGNA-
HÖLLIN
TANGARHÖFÐI
BÍlDSHÖFÐI
H
Ö
FÐ
A
B
A
K
K
I
REYKJAVÍK
Vélaland - VAGNHÖFÐA 21
Sími 577-4500
Vélaland sérhæfir sig í tímareimum.
Komdu í Vélaland og fáðu ráðgjöf um skiptingu
á tímareim. Vélaland skiptir fljótt og vel um
tímareimina fyrir þig, á föstu verði.
Fáðu ráðgjöf um tímareimaskipti
Er tímareimin komin á tíma?
Fast verð hjá Vélalandi
Skoðaðu fast verð hjá Vélalandi. Hringdu
núna í síma 577-4500 og pantaðu tíma.
Verðdæmi um tímareimaskipti:
Nissan Patrol 2,8 dísil Árgerð 1992-2000
Heildarverð, varahlutur og vinna: 50.805 kr.
Toyota Land Cruiser 90 3,0TD Árgerð 1997-2002
Heildarverð, varahlutur og vinna: 40.780 kr.
Toyota Corolla 1,6 bensín Árgerð 1997-2001
Heildarverð, varahlutur og vinna: 38.870 kr.
VW Golf 1,6AEE bensín Árgerð 1997-2006
Heildarverð, varahlutur og vinna: 46.774 kr.
Ford Focus 1,6 bensín Árgerð 1998-2005
Heildarverð, varahlutur og vinna: 38.948 kr.
Sjáðu hvar við erum. Hringdu núna í síma
577-4500 og pantaðu tíma.