Fréttablaðið - 27.08.2009, Side 24

Fréttablaðið - 27.08.2009, Side 24
24 27. ágúst 2009 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Bergþóra Hlíðkvist Skúladóttir skrifar um efnanotkun Efnaframleiðsla í heim-inum hefur 400-fald- ast síðan 1930 og fer enn vaxandi. Afleiðingin er sú að allt í kringum okkur má finna margvísleg efni og efna- sambönd sem geta borist í jarð- veg, vatn og jafnvel safnast fyrir í mönnum og dýrum. Efni geta haft hættulega eiginleika, verið ertandi, ætandi og jafnvel eitruð og sýnt hefur verið fram á tengsl ýmissa efna við ákveðna sjúkdóma. Ríflega 100.000 efni og efnasambönd eru á markaði í dag og meirihluti þeirra hefur ekki þurft að fara í gegnum áhættumat. Til að bæta úr þessu hefur ný reglugerð, sem kallast REACH verið innleidd á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Hún tók gildi á Íslandi þann 6. júní 2008. REACH er markvisst eftirlits- kerfi fyrir efni og efnavörur. Meg- inmarkmiðið er að vernda heilsu manna og umhverfi, liðka fyrir samkeppni í efnaiðnaði og efla þróun nýrra efna innan EES. Tak- markið er metnaðarfullt: Að hafa eftirlit með nýjum efnum og sann- reyna öryggi efna sem eru nú þegar á markaði. Reglugerðin umbyltir efnavörumarkaði innan EES því við innleiðingu hennar fluttist ábyrgð á áhættumati efna frá yfirvöld- um yfir á framleiðendur þeirra og innflytjendur. REACH nær til allra efna, með ákveðnum undantekningum þó, sem framleidd eru eða flutt inn á EES í meira magni en sem nemur einu tonni á ári. REACH nær bæði til efna í iðnaðarferlum og efna sem eru í kringum okkur frá degi til dags eins og t.d. í málningu, hús- gögnum og raftækjum. Við áhættumat á efnum er mikið lagt upp úr samnýtingu upplýsinga til þess að koma í veg fyrir óþarfa endurtekningar á tilraunum og þá sérstak- lega dýratilraunum. Því eru myndaðir upplýsinga- hópar (SIEF) um hvert efni þar sem upplýsing- um er miðlað og kostnaði dreift. Það er stórt og viðamikið verkefni að ná utan um öll efni á markaði innan EES. Fyrsta skrefið var svokölluð for- skráning efna sem lauk 1. desem- ber 2008. Fyrirtæki sem ekki for- skráðu skráningarskyld efni mega ekki hafa efni sín á markaði fyrr en fullnaðarskráningu er lokið og skráningargjald greitt. Næsta skref er þátttaka í upplýsingahóp- um og er mikilvægt að fyrirtæki hefji þá vinnu sem allra fyrst til þess að lenda ekki í tímaþröng með skráningu. Öllum nýjum reglum þarf að fylgja eftir og kanna hvort eftir þeim sé farið. Fyrsta samræmda eftirlitsverkefni REACH undir stjórn Efnastofnunar Evrópu verð- ur unnið á þessu ári. Eftirlitsaðilar í hverju landi fyrir sig munu kanna forskráningu og skráningu efna hjá fyrirtækjum og hvort öryggisblöð fylgi þeim efnum þar sem þess er krafist. Eftirlit með REACH hér á landi er í umsjón Umhverfisstofnun- ar, sem fer einnig með framkvæmd þess, ásamt heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga. Markmið REACH er að vernda heilsu okkar og umhverfi. Forsenda þess að það takist er að skráning efna gangi vel. Því er mikilvægt að framleiðendur og innflytjendur skrái efni sín og efnavörur. Það er í hag fyrirtækja, sem ábyrgra þátt- takenda í samfélagi okkar allra, að sýna fram á að vörur þeirra upp- fylli öryggiskröfur. Frekari upplýsingar um REACH má finna á umhverfisstofnun.is. Höfundur er sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. BERGÞÓRA HLÍÐ- KVIST SKÚLADÓTTIR Ábyrg efnanotkun Stórslys í uppsiglingu á Suðurnesjum UMRÆÐAN Alda Sigmundsdóttir skrifar um Hitaveitu Suðurnesja Það er athyglisvert að á þeim tímum sem þjóðin þarf hvað mest á því að halda að glata ekki eigum sínum og auðlind- um skuli standa fyrir dyrum í fullri alvöru að selja kanad- ísku einkafyrirtæki hlut í HS Orku – fyrirtæki sem sér um að veita grunnþjónustu til íbúa á Reykjanesi. Helstu rök þeirra sem vilja selja eru að auðlindirnar séu ekki framseldar til einkaaðila, heldur aðeins eignaréttur í framleiðslufyrirtækinu. Samt sem áður eignast hinn nýi eigandi afnot af auðlind- inni til næstu 65 ára, framlengjanlegt til 65 ára í framhaldi af því. Af þessu tilefni tel ég mig knúna til að vekja athygli á viðbrögðum erlendra aðila við blogg- færslu sem ég skrifaði á ensku um þetta efni á vefsíðu minni www.icelandweatherreport.com. Umrædd bloggfærsla, sem birtist s.l. fimmtu- dag, hefur þegar þetta er skrifað fengið u.þ.b. 50 athugasemdir og flestar eru þær á einn veg – alvarleg viðvörunarorð til okkar Íslendinga um að láta ekki einkavæða þá mikilvægu grunn- þjónustu sem orkuvinnslan er. Þetta fólk talar af eigin reynslu og skilaboðin eru skýr. Alls staðar þar sem þetta hefur verið gert hefur orðið hnign- un og arður fyrirtækjanna ekki farið í að bæta þjónustu eða uppbyggingu, heldur til að greiða sem mestan arð til eigendanna. Aðaleinkennið er hækkun gjaldskrár – mun dýrari þjónusta til þess að standa undir arðgreiðslum á meðan viðhald á grunnvirkjunum er vanrækt. Ég vil vitna hér í nokkrar af þeim athugasemd- um sem hafa borist. Lesandi sem kallar sig Kost- er og er búsettur á Íslandi segir: „Ein ástæðan fyrir því að við fluttum til Íslands var vegna orkunnar og jarðhitans. Þegar við bjuggum í Alberta, Kanada, stað sem er mjög hallur undir einkavæðingu, var hitareikningurinn kominn úr öllum böndum, og var oft hærri en afborgan- ir okkar af húsnæðislánum á veturna. Á veturna, og það er kalt í Kanada, hafa margir ekki efni á að halda húsnæði sínu við þokkalegt hitastig, sem veldur margvíslegum vandamálum. Það er þetta sem gerist þegar einkafyrirtæki leitar leiða til að græða á grunnþörfum.“ Þjóðverji einn skrifar: „Reynsla okkar í Þýska- landi er að einkavæðing veitufyrirtækja, sér- staklega orkufyrirtækja, hefur leitt til hærri verðskrár og verri þjónustu. Þar sem hagnaður er aðalmarkmiðið er þeim þáttum sem krefjast útgjalda, svo sem viðhaldi á grunnvirkjum, t.d. rafmagnslínum, almennt ekki sinnt.“ Lesandi sem kallar sig D_Boone tekur undir ofangreint sjónarmið og skrifar: „Þetta kemur fullkomlega heim og saman við það sem hefur gerst í Nýja Sjálandi á síðasta áratug, eftir að rafveitumarkaðurinn var gefinn frjáls. En ekki trúa mér: ‚gúglaðu‘ þetta og þú munt finna dæmi um okur, rafmagnsskort, ónæga fjárfestingu í grunnvirkjum og jafnvel markaðsmisnotkun.“ Annar lesandi, Lee, vekur athygli á því sem gæti gerst á þeim 130 árum sem afnot af auðlind okkar Íslendinga er í annarra höndum: „130 ár ... á þeim tíma mun HS Orka hafa skipt um eigend- ur 17 sinnum, mun hafa verið endurþjóðnýtt 4 sinnum á 12 samdráttartímabilum, endureinka- vædd 5 sinnum, veðsett 3 sinnum í 6 hagvaxtar- bólum, og eignir þess gerðar upptækar tvisvar í 3 styrjöldum.“ Í stuttu máli birtist hér ógnvekjandi framtíðar- sýn, svo ekki sé meira sagt. Ég tel óhætt að fullyrða að það yrði stórslys ef þessi misráðna einkavæðing yrði að veruleika. Jarðorka okkar Íslendinga er dýrmæt auðlind sem með tímanum mun aðeins verða verðmætari – eins og þeir sem sóst hafa eftir að eignast orkufyrirtækin á síð- ustu árum vita vel. Á þessum örlagatímum er allt í húfi – ekki síst að halda eftir þeim náttúruverð- mætum sem við eigum. Við eigum að leita allra leiða til að halda HS Orku undir stjórn hins opin- bera og krefjast þess af okkar stjórnmálamönn- um að þeir beiti sér fyrir því. Að lokum hvet ég alla til að lesa athugasemdirn- ar við umrædda bloggfærslu á slóðinni: http://tin- yurl.com/muy9sp Höfundur er þýðandi og bloggar á www.icelandweatherreport.com. ALDA SIGMUNDSDÓTTIR UMRÆÐAN Magnús Orri Schram skrifar um Hitaveitu Suðurnesja Kanadískt fyrirtæki Magma Energy hefur hug á að eignast 43% hlut til HS Orku. Sorgarsaga málsins nær allt til ársins 2006 þegar ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks veitti heimild fyrir sölu á 16% hlut rík- isins í Hitaveitu Suðurnesja (HS). Þrátt fyrir að auðlindirnar sjálf- ar væru þá í eigu fyrirtækisins, tryggði áðurnefnd ríkisstjórn að 16% hluturinn mætti ekki komast í hendur opinberra aðila. Þar með hófst einkavæðingarferli auðlinda hér á landi. Með breytingu á lögum í júní 2008 var reynt að tryggja að slíkt gæti ekki gerst aftur, þ.e. að auð- lindirnar gætu með einhverjum hætti komist í minni- eða meiri- hlutaeigu einkaaðila. Þá var orku- fyrirtækjum skipt í tvo hluta, ann- ars vegar veitufyrirtæki – sem sér um sölu orkunnar til almennings og hins vegar framleiðslufyrirtæki sem sér um orkuvinnsluna. Auk- inheldur tryggði lagasetning- in að auðlindirnar stæðu fyrir utan þessa skiptingu, og yrðu ætíð í eigu almennings, rétt eins og meirihluti veituhlutans. Hins vegar opnaði lagasetningin á að framleiðslufyrirtækin sem standa í fjárfrekum framkvæmdum og eru í samkeppnisrekstri, gætu verið í eigu einka aðila. Var slíkt í anda EES samningsins enda erf- itt að hindra aðkomu einkaaðila að samkeppnisrekstri. Lögin heimiluðu ennfremur opin- berum aðilum að framselja afnota- rétt af auðlindinni til allt að 65 ára í senn og að handhafi tímabundins afnotaréttar ætti möguleika á við- ræðum um framlengingu þegar helmingur umsamins tíma er liðinn. Eigandi jarðhitaauð- lindanna á Reykjanesi – Reykjanesbær hefur nú gengið frá samningi við HS Orku um þennan afnota- rétt og gengur sá samn- ingur alveg útá ystu nöf – ef hann er ekki beinlínis ólöglegur. Þar er HS Orku tryggð- ur réttur til framlengingar afnotasamnings 65 ár til viðbótar – eða 130 ár alls. Að mínu mati hafa Reyknesingar farið þvert á anda laganna með þessu ákvæði og því réttast að endurskoða samn- inginn. Ég tel hins vegar rangt að ríkið eigi að stíga inn í kaup Magma og hindra þannig söluna. Um er að ræða 12,2 milljarða króna og fram- undan er svo milljarða fjárfesting á svæðinu. Ríkið á ekki þá fjármuni til reiðu og ef þeir væru til reiðu, ætti frekar að nýta þá til fjárfestinga í orkuiðnaði, heldur en til að taka yfir kaup á hlutabréfum. Framundan er erfiður vetur, niðurskurðar á fjár- lögum upp á milljarðatugi og væri nær að fagna þeirri innspýtingu inn í okkar efnahagslíf sem aðkoma Magma er. Við megum ekki gleyma því að ef við ætlum að hindra erlent eignarhald, þá þurfa fyrirtækin að leita eftir erlendu lánsfé til uppbygg- ingar. Við núverandi lánshæfismat og himinháar vaxtagreiðslur væri slíkt óráð. Eignarhald opinberra aðila á auð- lindum okkar er mikið hagsmuna- mál og ber að tryggja. Samningar með einhliða framlengingu til 130 ára og lágmarks afnotagjaldi eru þess vegna vondir samningar. Þess vegna eiga stjórnvöld að skoða hvort áðurnefndir samningar standist nánari skoðun. Það er mér til efs. Það væri ekki gott skref ef stjórn- völd hindruðu kaup erlendra aðila á HS Orku. Stjórnvöld hafa betri not fyrir tólf þúsund milljónir. Skyn- samlega nýtingu auðlinda í þágu almennings á að tryggja með öðrum hætti. Höfundur er alþingismaður. Erlent fjármagn - já takk MAGNÚS ORRI SCHRAM ðHafðu samband við skrifstofu Dale Carnegie í síma 555 7080 og fáðu nánari upplýsingar um Næstu kynslóð 13-15 ára 16-20 ára 21-25 ára www.naestakynslod.is Vilt þú... ...vera einbeittari í námi? ...geta staðið þig vel í vinnu? ...vera jákvæðari? ...eiga auðveldara með að eignast vini? ...vera sáttari við sjálfan þig DALE CARNEGIE FYRIR UNGT FÓLK Kíktu á naestakynslod.is og sjáðu hvað aðrir þátttakendur höfðu að segja um þjálfunina Kynningarfundir verða haldnir: mánudaginn 5.janúar kl.20:00 og miðvikudaginn 7.janúar kl.20:00, Ármúla 11, 3.hæð. Æskilegt að foreldrar mæti með þeim sem fara á námskeið fyrir 13-15 ára. Næstu námskeið hefjast: mánudaginn 12.janúar 13-15 ára, miðvikudaginn 14.janúar 16-20 ára, þriðjudaginn 20.janúar 21-25 ára.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.