Fréttablaðið - 27.08.2009, Page 28

Fréttablaðið - 27.08.2009, Page 28
 27. ÁGÚST 2009 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● gallabuxur Levi’s 511.04.55 Stærðir: 28-36 Þvottar: 6 litir í boði Snið: Slim fit, frekar lág íseta, þröngar niður. Herrasnið Levi’s 501.06.05 Stærðir: 28-36 (3 litir koma upp í st. 42) Þvottar: 7 litir í boði Snið: Beint snið, há íseta, unisex. Herrasnið Levi’s 10529.00.02 Stærðir: 26-34 Þvottar: 5 litir í boði Snið: Bootcut, frekar há íseta, beinar frá hné að kálfa, víðar yfir skóinn. Dömusnið Levi’s 603.00.39 Stærðir: 25-32 Þvottar: 3 litir í boði Snið: Slimfit lág íseta, þröngar niður. Dömusnið KYNNING „Línan frá Levi‘s í haust er mjög dökk. Þetta rifna og þetta „vintage-look“ er að sjálfsögðu líka mjög heitt þessa dagana og verður áfram,“ segir Lilja Bjarna- dóttir sem rekur Levi‘s- verslanirnar á Íslandi. „Hjá okkur eru til nokkur rifin snið, til dæmis 603, 501 og fleiri. Það munu bætast fleiri snið við þessa rifnu línu og þær verða þá ljósari. Það er auðvitað allt í tísku en þetta er svona það heit- asta frá Levi‘s.“ Það sem Levi‘s hefur verið þekkt fyrir í gegnum árin er hið fræga 501-snið frá 1873. „Þó svo að það sé sagt að 501-sniðið sé alltaf eins þá hefur því verið breytt 33 sinnum á þessu tíma- bili. Er 501 alltaf breytt í takt við tíðarandann en er að sjálfsögðu klassískt snið og höfðar til allra aldurshópa. Svo erum við með 603 fyrir konur sem er aðalsnið- ið í kvenlínunni hjá Levi‘s. Það er lágt snið í mittið en samt eru þær þægilegar. Þær eru mjög þröngar niður og flottar við stígvél. Þær fást með mörgum mismunandi áferðum hjá okkur. Síðan erum við með 10529 sem eru aðeins hærri í mittið í svokölluðu „boot- cut“ sniði, þær eru beinar niður en aðeins víðari yfir skóinn. Það er snið sem hentar mjög mörgum konum og kemur í ýmsum stærð- um, allt frá 26 upp í 36. Er 603 mest selda kvensniðið hjá Levi‘s í Skandinavíu og hefur selst gríðar- lega vel á Íslandi.“ Karlarnir velja bein þröng snið. „Í karlalínunni hefur 511 verið mjög vinsælt sem og 504 sem er beint snið; 511 er til í mörgum litum, sérstaklega í dökkum tónum, svörtu og gráu. Það er frekar lágt snið í mittið, er með lága rassvasa og þröngt niður. Svo eru smám saman að koma aftur „boot-cut“ og út- víðar buxur, það gerist rólega bara. Þannig að það er þröngt og svart og svo rifið og ljóst í anda kreppunnar í vetur.“ Svart snýr aftur hjá Levi‘s Lilja Bjarnadóttir og Levi‘s kynna nýja haust- og vetrarlínu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hið vinsæla „501“-snið Levi´s gallabuxna varð afar vinsælt á Ís- landi í kringum 1990 en þá voru heilu bekkirnir í grunnskólum allir klæddir í slíkar buxur og þá karl- mannssniðið − hvort sem um stelp- ur eða stráka var að ræða. Galla- buxurnar „501“ má rekja allt aftur til ársins 1890 en sniðið hefur þó breyst nokkrum sinnum síðan þá, sérstaklega á árum síðari heims- styrjaldar. Einhverra hluta vegna náði kvenmanns-snið buxnanna ekki sömu vinsældum hér á landi og karlmannssniðið sem er fremur beint. Enginn veit af hverju núm- erið 501 var valið en í byrjun galla- buxnaiðnaðar Levi´s voru einnig framleiddar buxur sem var gefið númerið 201. - jma Grunnskóla- bekkir í 501 Árið 1997 fann Levi Strauss & Co par af 501-gallabuxum frá árinu 1890 og keypti þær fyrir tuttugu og fimm þús- und dollara. ● HVÍTAR GALLABUXUR Á HEIT- ARI ÁRSTÍÐUM Hvítar gallabuxur voru áberandi á tískudrósum 7. áratugarins en svartur eyeliner, hvítar gallabuxur og rúllu- kragabolur var eitt af því sem hver kona varð að eiga á þeim tíma. Hvítar gallabuxur eru allt- af vinsælar á vorin og voru afar vinsælar í kring- um 1992. Angelina Jolie er ein af þeim sem klæðist reglulega hvítum gallabuxum en hún og eiginmaðurinn Brad Pitt eru þekkt „galla- buxnahjón“ í Holly- wood. Hvítar galla- buxur fengust fyrst á Íslandi í kring- um 1967 og voru þá meðal annars seldar í versluninni Geysi. - jma ● UMDEILDAR BRÆKUR Gallabuxur sem sitja lágt, stundum kallaðar mjaðmabuxur, urðu afar vinsælar í kringum árið 2000 þrátt fyrir að hafa verið á markaði allt frá árinu 1960. Reglan með buxur af þessu tagi er að þær eiga ekki að ná hærra en um 8 sentimetrum neðan við nafla. Gallabuxurnar ollu talsverðum usla þegar þær urðu vinsælar enda glittir gjarnan í nærföt þeirra sem buxunum klæðast við setu og mátti gjarnan sjá g-strengi gægjast upp fyrir gallabuxurnar. Þannig eru nokkrir skólar í Bandaríkjunum sem banna nem- endum að klæðast lágum galla- buxum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.