Fréttablaðið - 27.08.2009, Síða 30
27. ÁGÚST 2009 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● gallabuxur
G-Star
Corvet skinny
Stærðir: 24–33
Þvottar: þrír litir í boði
Snið: Slim fit, frekar lág
íseta, þröngar niður.
Dömusnið
Diesel
Hush DS 772
Stærðir: 24-34
Þvottar: ljósblár
Snið: Regular fit,
milli há íseta, beinar
niður.
Dömusnið
Diesel
Livy 8WD
stærðir: 24-32
Þvottur: Ljósblár
Snið: Slim fit, milli
há íseta, þröngar
niður.
Dömusnið
Dr. Denim
Mouser
Stærðir: 24-33
Þvottar: tveir litir
í boði
Snið: Slim fit, há íseta,
þröngar niður.
Dömusnið
KYNNING
Klóraðir og bláir þvottar,
svartar og vaxsvartar galla-
buxur eru vinsælar í dag,
segir Inga Rósa Harðardóttir
hjá NTC.
„Núna eru að koma mikið rokk-
aðar, götóttar og tættar galla-
buxur,“ segir Inga Rósa Harðar-
dóttir, rekstrarstjóri dömu-
deildar NTC. „Niðurþröngar eru
enn þá mjög vinsælar.“
Inga segir hermannatísku
vera vinsæla í vetur ásamt hinni
rokkuðu. „Við erum líka búin að
ná það mikilli breidd í verði að
við erum komin með allan aldur
í gallabuxurnar okkar,“ segir
Inga og bætir við að gott sé að
fá gallabuxurnar inn aftur en
að hennar sögn hafa þær verið
of lengi í dvala.
Hvernig eru þvottarnir á galla-
buxum í dag? „Það eru klóraðir
þvottar, gráar, svartar gallabuxur
og vaxsvartar halda áfram,“ upp-
lýsir Inga sem segir að ljósbláar
gallabuxur hafi líka verið mjög
vinsælar. „Eiginlega eru allir
bláir þvottar inni núna. Það er
næstum allt í tísku og því er gott
að fá gallabuxur aftur inn.“
Hjá dömudeild NTC má
finna nokkur gallabuxnamerki,
meðal annars Diesel, G-Star,
Dr. Denim, Hua, Sisters point og
Miss sixties. „Við erum með Dr.
Denim sem er að koma sterkt inn
hjá okkur á milliverði. Þær geta
líka verið háar upp og fóru að
stimpla sig inn fyrir eldri konur
í vor. Við erum með merkið Hua
sem er í ódýrari kantinum og
Sisters point sem eru meira með
gallaleggings en eru að koma
með gallabuxur núna.“
Inga segir að nú með haust-
inu sé stærsta vertíð íslensku
þjóðarinnar í fatainnkaupum að
hefjast. „Nú er hægt að fara að
kaupa föt sem virka allan ársins
hring. Við hjá NTC erum snögg-
ar að fara út og ná í það nýjasta,
bæði í París og London þannig
að við erum alltaf að fá eitthvað
nýtt inn.“
Snöggar að fara út og
ná í nýjustu línurnar
Inga Rósa (fremst) segir
rokkaðar, götóttar og tættar
gallabuxur vinsælar í dag.
„Við erum líka búin að ná það mikilli
breidd í verði að við erum komin með
allan aldur í gallabuxurnar okkar,“
segir Inga. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Búin að fá nóg af gömlu gallabux-
unum? Hvað ef þær nýttust ein-
hverjum öðrum, til dæmis í húsið
þeirra? National Geographic
Kids setti heimsmet í fatasöfnun
til endur vinnslu þegar tíma ritið
styrkti verkefnið From Blue to
Green um rúmar 30 þúsund galla-
buxur. Buxunum er breytt í nátt-
úrulega bómullar einangrun í hús á
stöðum þar sem fellibyljir, flóð og
ofsaveður hafa lagt byggð í eyði.
Buxurnar verða nýttar í yfir
sextíu ný heimili og halda því fólki
hlýju að nýju. Einn níu ára strákur
safnaði 1.600 buxum til styrktar
verkefninu, sem honum þótti gáfu-
legra en ef þær færu allar á haug-
ana. From Blue to Green hefur
verið starfrækt frá 2006 og skilaði
verkefnið til að mynda 30 nýjum
heimilum árið 2007 eftir eyðilegg-
ingu fellibyljarins Katrínar.
Endurunnar í einangrun húsa
Erek Hansen, níu ára
drengur sem tók þátt
í fatasöfnun National
Geographic, er hér með
buxur sem leikarinn Ben
Stiller gaf í söfnunina.