Fréttablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2009 Í kvöld kynnast gestir Jazz- hátíðar í Reykjavík trompet- leikaranum Maciej Fortuna og bassaleikaranum Stefan Weeke. Fortuna er einn besti djasstrompetleikari Pólverja en Weeke er þekktur bæði fyrir hæfileika sína í djassin- um og í heimstónlist. Dúóið spilar á Café Rosenberg klukkan níu. Dúóið hefur túrað í nokkurn tíma. Blaðamaður spurði Maciej For- tuna hvaða staður stæði upp úr af ferðalaginu. „Okkur finnst hver staður hafa sína eigin strauma eða skap. Hvert sem við komum eru áhorfendur yndislegir, þeirra vegna er ekki hægt að velja.“ Þeir félagar eru spenntir fyrir komunni til Íslands. „Hvor um sig hefur verið ástfanginn af Íslandi í áraraðir. Ég get ekki útskýrt af hverju. Ísland í mínum huga er staður fullur af dulúð og fegurð. Svolítið eins og heimur útaf fyrir sig, innan heimsins.“ Hann segir þá félaga lengi hafa dreymt um að spila á Jazzhátíð. „Margir frábærir tónlistarmenn hafa spilað á há- tíðinni, auk þess er Reykjavík ein- stakur staður, og við vonumst til að tónlistin verði einnig einstök.“ Að lokinni hátíðinni og dvölinni á Íslandi halda þeir Weeke til heima- bæja sinna að kynna nýja plötu. „Við tókum hana upp utan hljóðversins, á stöðum sem eru okkur kærir. Það er mikið hjarta í henni.“ Fyrir tónlist sína hefur Fortuna verið margverðlaunaður í ýmsum flokkum og er hann vægast sagt eftirsóttur. Hann er þéttbókaður með hinum og þessum listamönn- um fram í maí 2010. Stefan Weeke hefur túrað um Evrópu, Asíu, Suður-Ameríku og Afríku í nafni Goethe-stofnunar- innar. Þá hefur hann unnið sem tónlistarstjóri þýsku stjörnunnar Gitte Haenning, en hann spilaði og samdi djass-prógramm henn- ar. Þá spilar hann með stórstjörn- um eins og Herb Ellis, Bucky Pizz- arelli, David Liebman, Carla Bley, Charlie Mariano, Joe Lovano, Till Brönner og Phillip Catherine. - kbs Reykjavík er einstök Finna strauma og skap hvers staðar. Stefan Weeke og Maciej Fortuna spila á Rósenberg í kvöld. MYND/ÚREINKASAFNI „Þetta í rauninni í fyrsta sinn sem ég spila einleikstónleika þó að stutt- ir séu,“ segir Sunna Gunnlaugsdótt- ir píanisti en hún kemur fram á tón- leikum sem bera yfirskriftina Píanó einsamalt! í Norræna húsinu ásamt Agnari Má Magnússyni, Davíð Þór Jónssyni og Eyþóri Gunnarssyni á sunnudaginn klukkan fjögur. Á tón- leikunum munu píanistarnir leika djasseinleik. „Ég hugsa að ég velji tvö lög eftir mig og eitt íslenskt. Ég held að það séu áætlaðar tíu mínútur á mann,“ segir Sunna og Agnar Már tekur við: „Ég er eiginlega ekki búinn að ákveða hvað ég ætla að flytja. Þetta verða hugleiðingar í kringum lög sem ég hef spilað,“ upplýsir Agnar sem verður 35 ára sama dag. „Þá ætla ég að drífa mig heim í kaffiboð þegar ég er búinn.“ - mmf Píanóið einsamalt í Vatnsmýri Agnar Már mun líklega spila hug- leiðingar í kringum áður spiluð lög. Sunna segir að tónleikarnir séu í raun þeir fyrstu sem hún leikur einleik á. Dimma - þar sem jazzinn er heitastur! w w w . d i m m a . i s Agnar Már Magnússon - Láð Fimm stjörnu þjóðlegur píanójazz! Árni Heiðar Karlsson - Mæri Útgáfutónleikar 28. ágúst kl. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.