Fréttablaðið - 27.08.2009, Síða 37

Fréttablaðið - 27.08.2009, Síða 37
FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2009 7gallabuxur ● fréttablaðið ● Boss HB 104 Orange label Stærðir: 31-40 Þvottar: dökk bláar, fleirri þvottar væntanlegir Snið: Regular fit, milli há íseta, beint snið. Herrasnið Boss Black label Michigan. Stærðir: 31–42. Þvottar: grár, svartur. Snið: milli há íseta, lausar um læri þrengjast niður. Herrasnið Hugo 708 Stretch Stærðir: 30-36 Þvottur: þrír litir í boði Snið: Slim fit, lág íseta, þröngar niður. Herrasnið Boss HB 83 Orange label. Stærðir: 31–40. Þvottar: dökk bláar, fleirri þvottar væntanlegir Snið: Loose fit, há íseta, lausar um læri beinar niður. Herrasnið KYNNING Jafnan er talað um árið 1987 sem gullaldarár snjóþveginna galla- buxna en þá í september auglýsti Karnabær svohljóðandi: „Litað denim snjóþvegið og litað með leðri“ í Morgunblaðinu. Bæði var hægt að kaupa snjó- þvegnar gallabuxur í tískuvöru- verslunum en einnig voru aðilar sem tóku að sér að snjóþvo fyrir fólk gamlar venjulegar gallabuxur og kostaði það þá minna. Sumir gerð- ust svo djarfir að leggja buxurnar í klór sjálfir heima hjá sér. - jma Snjóvegnar galla- buxur árið 1987 Helsta stjarna 9. áratugsins, Samantha Fox, í snjóþvegnum alklæðnaði árið 1987. ● HÁTÍSKA VARÐ HIPPA- TÍSKA Margir tengja útvíðar gallabuxur við hippatískuna en sannleikurinn er sá að útvíðu gallabuxurnar voru í fyrstu há- tíska sem hipparnir tóku svo upp á sína arma og gerðu að hálfgerðum einkennisbuxum hippatískunnar. Fyrstu útvíðu gallabuxurnar sáust í kringum 1964 í Evrópu og Norður-Amer- íku. Fyrrum hjónakornin Sonny og Cher eru oft talin ein þeirra sem gerðu útvíðu buxurnar vin- sælar en þau klæddu sig gjarnan í stíl í útvíðar galla- buxur. ● SJALDGÆFAR BUXUR Á INT- ER NETINU Snið sem hætt var að fram- leiða, sjaldgæfar útgáfur sem eru orðnar safngripir og gallabuxur sem aldrei voru flutt- ar til landsins er hægt að finna á uppboðsvefj- um eins og ebay. Í augnablikinu má nefna sem dæmi að uppboð á svörtum Andy Warhol factory x black skull Levi´s gallabuxum stendur nú yfir og eru áætlað verð á þær um 1.500 dollarar en aðeins voru framleidd um 250 stykki af buxunum. Einnig má á uppboðsvefnum finna gallabuxur sem eru úr fataskáp rappsöngkonunnar Lil´s Kim og eru hannaðar af Ivy Supersonic. Lágmarksboð er 7.500 dollarar. - jma Vinnufatabúðin er á sjötugs- aldri og þar má finna bæði sígildan klæðnað og nýj- ustu tísku. Búðin hefur selt Wrangler og Lee gallabuxur í fjörutíu ár. Viðskiptavinir eru á aldrinum frá fimmtán upp í hundrað ára og langflestir eru þeir karlkyns. „Í byrjun voru þetta bara Lee Rangers buxur og Texas í Wrangler, þessar venjulegu, beinar niður og búnar að vera til síðan átján hundruð og eitt- hvað.“ segir Þorgeir Daníelsson, eigandi vinnufatabúðarinnar. „Þær eru svona fastur punktur í þessum tveim merkjum. Þetta eru buxur sem eru orðnar sígild- ar í dag og hafa alltaf verið sí- gildar. Síðan fóru að koma inn nýjar týpur eins og Brooklyn frá Wrangler og svona,“ segir Þorgeir. Þorgeir sýnir blaðamanni nokkrar tegundir, meðal ann- ars Lee Denver sem er búið að bleikja og vinna. „Þessar væru fínar á Flórída, mættur niður á strönd,“ segir hann. Sjálfur gengur Þorgeir í Wrangler Al- aska sem eru nokkuð stællegar og tískulegar, þær kosta 20.000 krónur. En sígildu Lee og Wrang- ler buxurnar eru á bilinu 11.000 til 12.000 krónur. „Menn sem hafa verið í þessu í gegnum tíðina koma alltaf aftur,“ segir Þorgeir. „Þetta er eins og þú sért að fara að ná þér í mjólk- ina þína. Þá eru þeir með þetta merki og stærðina sína, svo lengi sem þeir hafa ekki bætt á sig eða minnkað. Menn geta alltaf geng- ið að þessu.“ Þó að þungamiðjan í hópi við- skiptavina Vinnufatabúðarinn- ar sé frá þrjátíu upp í sextíu ára segir Þorgeir að unglingar komi líka til sín. „Þeir finna svo margt hjá mér, þó það sé ekki flutt inn sem hátíska þá geta þeir nýtt sér það sem tískuvöru. Það er svo margt sem ég er með sem fellur inn í, nema helmingi ódýr- ara,“ segir Þorgeir og bætir við að fólk sem er meira inni í hlut- unum kunni að koma inn í búð- ina, fari yfir það sem er í boði og finni það sem það vill. „Það er svo stór þáttur í þessu hjá okkur að fólk leitar í það sígilda,“ segir Þorgeir að lokum. Klassíkin ræður ríkjum Þorgeir Daníelsson segir viðskiptavini Vinnufatabúðarinnar vera á öllum aldri, frá fimmtán og upp í hundrað ára. FRÉTTABLAÐIÐVALLI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.