Fréttablaðið - 27.08.2009, Síða 46

Fréttablaðið - 27.08.2009, Síða 46
30 27. ágúst 2009 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Alexandra Chernyshova stendur í ströngu sem fyrr. Um helgina frumsýnir hún tvo óperuþætti í leikhúsinu á Akureyri og verða tvær sýningar nyrðra og hefjast báðar kl. 15 á laugardag og sunnudag. Alexandra er sem kunnugt er listrænn stjórnandi og aðaldriffjöður Óperu Skagafjarðar þar sem hún starfar sem kennari. Þessi mennt- aða söngkona hefur þar drifið upp tónlistarstarf og á Ópera Skagafjarðar nú tvær stórar uppfærsl- ur að baki: La Traviata og Rigoletto. Verkin sem verða sýnd á Akureyri eru Síminn eftir Menotti, sem hún flytur ásamt Michael Jóni Clark og Biðin eftir Mikael Tariverdiev frá 1986 og er þetta frumflutningur hennar hér á landi. Leikstjóri er Aðalsteinn Bergdal, en undirleik annast Daniel Þorsteinsson. Sýningar á óperuþáttunum verða í Iðnó í Reykjavík 4. og 5. september og í Miðgarði í Skagafirði, stórendurbættum, þann 19. sept- ember. Óperur á Akureyri kl. 20. Þorvaldur Þorsteinsson heldur fyrir- lestur í kvöld í Listasafni Reykjavík- ur þar sem hann hugleiðir sönnunar- gildi blekkingarinnar út frá verki Erró, Trafalgar 1805. Undanfarandi er leiðsögn Sirru Sigurðardóttur um sýninguna Erró - mannlýsingar. > Ekki missa af Sýningum artFart í kvöld: í Iðnó kl. 20 Hold me till you break, spunasýning um ástina; Stúdentaleikhúsið sýnir Eðli- leika í Batteríinu kl. 20; kl. 21 á sama stað er Lady´s Choice Sigríðar Soffíu Níelsdóttur og kl. 22 Cobra Kai – Kata-dori: !!SEAGAL!! Miðasala á Ástardrykkinn, óperu- sýningu haustsins hjá Íslensku óperunni, hefst í dag kl. 14. Ein- ungis átta sýningar verða á þess- ari kunnu gamanóperu en frum- sýning er í októberlok. Mikil ásókn var í miða á sýningar Óperunnar í fyrrahaust og má því búast við að miðarnir seljist hratt. Ástardrykkurinn er þekkt- ur meðal áhugamanna um óperur og hefur verið sýndur hér í áður, síðast á vegum Óperunnar vet- urinn 1997/98 og fyrst á vegum félags óperusöngvara í Tjarnar- bíói 1967/8, en frá þeim sýningum spratt Íslenska óperan. Miðaverð á Ástardrykkinn er óbreytt frá því í fyrra, 5.400 kr. á almennar sýningar. Vert er síðan að minna á að 25 ára og yngri fá sem fyrr 50% afslátt af miða- verði. Ástardrykkurinn var á efnisskrá Óperunnar síðla vetr- ar en sýningunni var frestað þá af efnahagsástæðum. Ástardrykkurinn er þekkt- asta gamanópera Donizetti og gerði hann frægan um alla Evr- ópu. Hún var frumsýnd 1832 og er eitt af þekktustu verkum hans, en eftir hann liggja 75 óperuverk samin á aðeins 12 árum. Í verkinu segir frá strák sem vill ná sér í stelpu og þegar allt bregst leitar hann á náðir kuklara nokkurs sem bruggar honum svo- kallaðan ástardrykk með ýmsum afleiðingum. Að lokum fer þó allt vel, eins og svo oft í óperum, og hin sanna ást sigrar að lokum. Einvalalið ungra íslenskra söngvara syngur aðalhlutverk- in í sýningunni. Með hlutverk unga mannsins, Nemorino, fer Garðar Thór Cortes, með hlut- verk ungu stúlkunnar, Adinu, fer Dísella Lárusdóttir, kuklarann Dulcamara syngur Bjarni Thor Kristinsson og í hlutverki keppi- nautarins Belcore er Ágúst Ólafs- son. Með hlutverk vinkonunnar Gianettu fer Hallveig Rúnars- dóttir. Þá syngja þau Þóra Ein- arsdóttir og Gissur Páll Gissur- arson einnig hlutverk Adinu og Nemorino á sýningatímabilinu. Sama listræna stjórn og stóð að hinni vel heppnuðu uppfærslu á Cosí fan tutte Mozarts í Óperu- stúdíói Íslensku óperunnar vorið 2008 stendur að uppfærslunni á Ástardrykknum; þau Ágústa Skúladóttir leikstjóri, Guðrún Öyahals leikmyndahönnuður, Katrín Þorvaldsdóttir búninga- hönnuður og Páll Ragnarsson ljósahönnuður. Hljómsveitarstjóri er líkt og þá Daníel Bjarnason. Þá tekur kór og hljómsveit Íslensku óperunnar ennfremur þátt í sýn- ingunni. Sýningardagsetningar og frekari upplýsingar má finna á www.opera.is. Ekki er afráðið frekar hvaða verkefni önnur verða á sviði Óperunnar í vetur en samningur hennar við menntamálaráðuneyt- ið rennur út í árslok og hefur ekki verið gengið frá nýjum samningi við sjálfseignarstofnunina við Ingólfsstræti. pbb@frettabladid.is Drykkur byrlaður SÖNGLIST Garðar Thór Cortes og Disella Lárusdóttir fara með stóru hlutverkin í Ástar- drykknum MYND ÍSLENSKA ÓPERAN/KRISTJÁN MAACK Djammvika, fjölskyldusýning, ferð til Akureyrar, alþjóðleg samstarfsverkefni og stórsýning með Sinfóníunni eru helstu verkefni Íslenska dansflokksins á sýning- arárinu sem nú er að hefjast. ÍD frumsýnir í september Fjölskyldusýningu, brot úr fimm aðgengilegum verkum. Frítt verður inn á sýninguna fyrir börn yngri en 12 ára. Katrín Hall, listrænn stjórnandi flokksins, segir þetta kjörið tækifæri fyrir fjölskylduna að koma saman og upp- lifa töframátt dansins. Í lok október heldur flokkurinn norður um heiðar og sýnir í samvinnu við LA þrjú vinsæl verk: róm- antíska dúettinn Svaninn, Skekkju og Kvart sem ÍD sýndi í Frakklandi og Ítalíu fyrr á árinu þar sem það fékk frábæra dóma. Í nóvember verður svo boðið upp á ferska dans- veislu á Djammviku með fjórum verkum í vinnslu eftir þau Kristján Ingimarsson, Tony Verzich, Peter Anderson og Steinunni Ketils ásamt Brian Gerke. Eftir áramót sýnir ÍD verkið Endalaus eftir Alan Lucien Oyen, ungan norskan höfund sem nú er að semja fyrir Norsku óperuna og dansflokkinn þar. Alan er þekktur fyrir fallegar og tilfinningarík- ar sýningar sem innihalda bæði ljóðrænan dans og talað orð sem hann skrifar sjálfur. Katrín segir það mikinn feng að fá Alan til liðs við ÍD en hann mun semja Endalaus í samvinnu við dansarana. Sýningarári ÍD lýkur svo með dansviðburði á Listahátíð: ÍD, Sinfónían og Listahátíð sameina krafta sína í nýju verki við Fordlandiu, tónlist eftir Jóhann Jóhannsson sem sprottin er af sögu frá nýlendutímanum og borginni Iquitos, Fordismanum og gúmmíhruninu í Suður-Ameríku. Sýningin verð- ur sjónræn veisla en Katrín sagði ekki hægt að greina frá hvaða danshöfundur kæmi að verkinu þó samningar við hann væru á lokastigi. Íslenski dansflokkurinn er án efa sú íslenska sviðslistastofnun sem hefur ferðast og sýnt víðast á síðustu árum en dansflokkurinn er mjög virkur í alþjóðlegu samstarfi. Nú tekur hann upp samstarf við pólska dansflokkinn Silesian Dance Theatre sem er talinn fremsti nútímadansflokkur Póllands. Stórverkefnið Keðja, sem er samstarfsverkefni átta þjóða og nýtur stuðnings Evrópusambandsins og norræna sjóða, verður fyrirferðarmikið í starf- semi flokksins á árinu en því verkefni lýkur einmitt með afar fjölbreyttum dansviðburði hér í Reykjavík í október 2010, með þátttöku fjölmargra innlendra sem erlendra aðila. pbb@frettabladid.is Nýtt ár hafið hjá ÍD LISTDANS Úr Svaninum eftir Láru Stefánsdóttur. MYND ÍD/GOLLI TÓNLIST Alexandra Chernyshova, listrænn stjórn- andi og óperusöngkona. MYND ÓPERA SKAGAFJARÐAR/JÓN HILMARSSON 2008 Stefnumót við fortíðina Skáldsagan RÁN er komin í kilju. Meistaralega skrifuð bók um hugrekki og glataðar hugsjónir. „Þessi er bara góð í gegn ... alveg frábær ...“ Gerður Kristný, Mannamál

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.