Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.08.2009, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 27.08.2009, Qupperneq 48
32 27. ágúst 2009 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is > MEGAN KATTARKONA Þær sögur ganga fjöllum hærra í Hollywood að Megan Fox muni leika Kattarkonuna í næstu Bat- man-mynd sem kemur út árið 2011. Hún mun þar með feta í fót- spor Michelle Pfeiffer og Halle Berry sem hafa báðar klæðst þrönga, svarta latexbúningnum. INGLORIOUS BASTERDS Eli Roth og Brad Pitt í stríðsmyndinni Inglorious Basterds sem er nýkomin í kvikmyndahús hérlendis. Stríðsmynd Quentins Tar- antino, Inglorious Basterds, hefur hlotið mjög góðar viðtökur og er af mörgum talin hans besta mynd í langan tíma. Einkennis- merki hans, löng samtöl og blóðug ofbeldisatriði, eru að sjálfsögðu á sínum stað. Inglorious Basterds, sem er nýkomin í bíó hérlendis, gerist í Frakklandi í síðari heimsstyrjöld- inni eftir að Þjóðverjar hafa ráðist inn í landið. Hópur hermanna sem kallar sig Inglorious Basterds er sendur þangað frá Bandaríkjunum til að drepa nasista og taka höfuð- leður þeirra sem minjagripi. Yfir- maður þeirra er Aldo Raine (Brad Pitt) sem kallar ekki allt ömmu sína. Inn í söguna fléttast frönsk gyðingastúlka, eigandi kvik- myndahúss í París sem þýsk- ir hermenn vilja nota til að frumsýna nýjustu áróðurs- mynd sína. Inglorious Basterds var frumsýnd á kvik- myndahátíðinni í Cannes í vor og fékk góð viðbrögð gagnrýnenda. Tarantino var alltaf ákveðinn í að frumsýna mynd- ina á hátíðinni, enda á hann góðar minn- ingar þaðan frá ár inu 1994 þegar hann vann Gullpálm- ann fyrir Pulp Fict- ion. Fram- leiðsla Basterds hófst aðeins fjórum mánuð- um eftir að hann lauk við handrit myndarinnar í júlí í fyrra og útkoman leit síðan dagsins ljós í Cannes, rétt eins og og leikstjór- inn hafði vonast eftir. Tarantino er þekktur fyrir að blása nýju lífi í feril leikara í mynd- um sínum. Besta dæmið um það er John Travolta í Pulp Fiction, auk þess sem Pam Grier fékk nýtt líf í Jackie Brown, rétt eins og David Carradine í Kill Bill 2, þó svo að það hafi reyndar ekki varað lengi. Í Inglorious Basterds fer austur- ríski leikarinn Christophe Waltz á kostum sem gyðingaveiðarinn Hans Landa. Hann var kjörinn besti leikarinn á Cannes-hátíðinni og margir hafa spáð honum Ósk- arstilnefningu á næsta ári. Waltz ber Tarantino vel söguna og segir hann fagmann fram í fingurgóma. „Quentin er hvorki afkastamikill né stórkostlegur handritshöfund- ur en hann er snillingur í að semja fyrir leikara. Hann skapaði þessa gríðarstóru veröld og bauð mér að taka þátt. Eftir að hafa unnið sem leikari í nokkur ár áttarðu þig á því að það eru mjög litlar líkur á því að þér verði boðið eitthvað í líkingu við þetta,“ segir Waltz. Þýska leikkonan Diane Kruger, sem lék Helen í myndinni Troy, flaug sér- staklega til Berlínar þar sem tökur á myndinni stóðu yfir til að sannfæra Taranti- no um að hún væri rétta manneskjan í hlutverk njósnarans Bridge Von Hammesmark. „Ég er með miklu meira sjálfstraust eftir að hafa leikið í þessari mynd. Hvort sem hún fær góðar eða slæm- ar viðtökur þá vakti hann eitthvað upp í mér sem ég vissi ekki að ég ætti til,“ segir hún. freyr@frettabladid.is Safna höfuð- leðrum nasista Teiknimyndin Up frá framleiðend- unum Disney og Pixar verður frum- sýnd hérlendis á morgun bæði með íslensku og ensku tali. Up var opn- unarmynd Cannes-hátíðarinnar í vor og fékk þar fínar viðtökur. Viðbrögð- in vestanhafs létu heldur ekki á sér standa því hún komst strax í efsta sætið yfir vinsælustu myndirnar. Up fjallar um Carl Fredericksen sem er einmana gamall fýlupúki sem hefur lítið að gera. Dag einn ákveður hann að láta verða af göml- um draumi sem hann og nýlátin kona hans áttu, með því að ferðast um Suður-Ameríku. Hann bindur þúsundir blaðra við húsið sitt og ætlar sér að fljúga heimilinu alla leið. Það líður þó ekki á löngu þar til Carl uppgötvar að hann er ekki einn í húsinu því ungur skáti að nafni Russell hefur stolist með. Pixar-fyrirtækið hefur undanfar- in ár verið fremst í flokki í teikni- myndagerð. Síðan Óskarsakademían byrjaði að veita verðlaun fyrir bestu teiknimyndina hafa allar sex Pix- ars-myndirnar sem hafa verið fram- leiddar á þeim tíma verið tilnefndar. Fjórar þeirra hafa hreppt verðlaun- in, eða Finding Nemo, The Incredi- bles, Ratatouille og Wall-E. Á meðal fleiri mynda Pixar eru Cars og Toy Story-myndirnar. Up hefur fengið frábæra dóma, þar á meðal 8,7 af 10 í einkunn á síð- unni Imdb.com og 97% á Rottentom- atoes.com. Gamall fýlupúki á ferðalagi UP Teiknimyndin Up fjallar um einmana fýlupúkann Carl Fredericksen. Væntanleg mynd Martins Scorsese, Shutter Island verður ekki frum- sýnd í Bandaríkjunum í október á þessu ári eins og áður var fyrir- hugað heldur verður færð fram í febrúar. Sem þýðir bara eitt, hún mun ekki keppa um næstu Óskars- verðlaun. Fréttin hefur farið eins og eldur í sinu um netheim kvik- myndanördanna, en myndin var talin afar líkleg til vinnings. Haft er eftir talsmanni Para- mount á heimasíðu Empire að þessi ákvörðun hafi verið tekin til að gefa framleiðendum svigrúm í breyttu efnahagslegu ástandi heimsins, þar sem myndin hafi farið í framleiðslu við mjög erfiðar aðstæður. Hann sagðist þó fullviss um að seinkun- in geri veg myndarinnar meiri. Í kjölfarið hófust umræður um þessa undarlegu ákvörðun. Ein- hverjir telja ástæðuna þá að Leon- ardo DiCaprio, sem fer með aðal- hlutverk, sé bundinn í öðru á þeim tíma sem myndin hefði annars verið kynnt. Aðrir segja vandann liggja hjá markaðsdeild Paramount sem eigi ekki fyrir því að blása mynd- ina upp á svokölluðum keppnistím- um. Hver sem ástæðan er munum við þurfa að bíða. Óskarinn ekki til Scorsese DICAPRIO OG SCORSESE Voru tilnefndir til Óskarsverðlauna fyrir Aviator og Scor- sese fékk þau fyrir The Departed. TARANTINO Inglorious Basterds er af mörgum talin besta mynd hans í langan tíma. GARÐAR THÓR CORTES DÍSELLA LÁRUSDÓTTIR BJARNI THOR KRISTINSSON ÁGÚST ÓLAFSSON HALLVEIG RÚNARSDÓTTIR GISSUR PÁLL GISSURARSON ÞÓRA EINARSDÓTTIR KÓR OG HLJÓMSVEIT ÍSLENSKU ÓPERUNNAR LÝSING PÁLL RAGNARSSON BÚNINGAR: KATRÍN ÞORVALDSDÓTTIR LEIKMYND: GUÐRÚN ÖYAHALS HLJÓMSVEITARSTJÓRN: DANÍEL BJARNASON LEIKSTJÓRN: ÁGÚSTA SKÚLADÓTTIR Miðasala hefst í dag WWW.OPERA.IS MIÐASALA 511 4200 F A B R I K A N Frumsýning 25. október 2009
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.