Fréttablaðið - 27.08.2009, Qupperneq 48
32 27. ágúst 2009 FIMMTUDAGUR
bio@frettabladid.is
> MEGAN KATTARKONA
Þær sögur ganga fjöllum hærra í
Hollywood að Megan Fox muni
leika Kattarkonuna í næstu Bat-
man-mynd sem kemur út árið
2011. Hún mun þar með feta í fót-
spor Michelle Pfeiffer og Halle
Berry sem hafa báðar klæðst
þrönga, svarta latexbúningnum.
INGLORIOUS BASTERDS Eli Roth og Brad Pitt í stríðsmyndinni Inglorious Basterds
sem er nýkomin í kvikmyndahús hérlendis.
Stríðsmynd Quentins Tar-
antino, Inglorious Basterds,
hefur hlotið mjög góðar
viðtökur og er af mörgum
talin hans besta mynd í
langan tíma. Einkennis-
merki hans, löng samtöl og
blóðug ofbeldisatriði, eru að
sjálfsögðu á sínum stað.
Inglorious Basterds, sem er
nýkomin í bíó hérlendis, gerist í
Frakklandi í síðari heimsstyrjöld-
inni eftir að Þjóðverjar hafa ráðist
inn í landið. Hópur hermanna sem
kallar sig Inglorious Basterds er
sendur þangað frá Bandaríkjunum
til að drepa nasista og taka höfuð-
leður þeirra sem minjagripi. Yfir-
maður þeirra er Aldo Raine (Brad
Pitt) sem kallar ekki allt ömmu
sína. Inn í söguna fléttast frönsk
gyðingastúlka, eigandi kvik-
myndahúss í París sem þýsk-
ir hermenn vilja nota til að
frumsýna nýjustu áróðurs-
mynd sína.
Inglorious Basterds
var frumsýnd á kvik-
myndahátíðinni í Cannes
í vor og fékk góð viðbrögð
gagnrýnenda. Tarantino
var alltaf ákveðinn í
að frumsýna mynd-
ina á hátíðinni,
enda á hann
góðar minn-
ingar þaðan
frá ár inu
1994 þegar
hann vann
Gullpálm-
ann fyrir
Pulp Fict-
ion. Fram-
leiðsla
Basterds
hófst
aðeins
fjórum
mánuð-
um eftir að
hann lauk
við handrit
myndarinnar
í júlí í fyrra
og útkoman leit síðan dagsins ljós
í Cannes, rétt eins og og leikstjór-
inn hafði vonast eftir.
Tarantino er þekktur fyrir að
blása nýju lífi í feril leikara í mynd-
um sínum. Besta dæmið um það er
John Travolta í Pulp Fiction, auk
þess sem Pam Grier fékk nýtt líf
í Jackie Brown, rétt eins og David
Carradine í Kill Bill 2, þó svo að
það hafi reyndar ekki varað lengi.
Í Inglorious Basterds fer austur-
ríski leikarinn Christophe Waltz
á kostum sem gyðingaveiðarinn
Hans Landa. Hann var kjörinn
besti leikarinn á Cannes-hátíðinni
og margir hafa spáð honum Ósk-
arstilnefningu á næsta ári. Waltz
ber Tarantino vel söguna og segir
hann fagmann fram í fingurgóma.
„Quentin er hvorki afkastamikill
né stórkostlegur handritshöfund-
ur en hann er snillingur í að semja
fyrir leikara. Hann skapaði þessa
gríðarstóru veröld og bauð mér
að taka þátt. Eftir að hafa unnið
sem leikari í nokkur ár áttarðu
þig á því að það eru mjög litlar
líkur á því að þér verði boðið
eitthvað í líkingu við þetta,“
segir Waltz.
Þýska leikkonan Diane
Kruger, sem lék Helen í
myndinni Troy, flaug sér-
staklega til Berlínar þar sem
tökur á myndinni stóðu yfir
til að sannfæra Taranti-
no um að hún væri rétta
manneskjan í hlutverk
njósnarans Bridge Von
Hammesmark. „Ég
er með miklu meira
sjálfstraust eftir að
hafa leikið í þessari
mynd. Hvort sem hún
fær góðar eða slæm-
ar viðtökur þá vakti
hann eitthvað upp
í mér sem ég vissi
ekki að ég ætti til,“
segir hún.
freyr@frettabladid.is
Safna höfuð-
leðrum nasista
Teiknimyndin Up frá framleiðend-
unum Disney og Pixar verður frum-
sýnd hérlendis á morgun bæði með
íslensku og ensku tali. Up var opn-
unarmynd Cannes-hátíðarinnar í vor
og fékk þar fínar viðtökur. Viðbrögð-
in vestanhafs létu heldur ekki á sér
standa því hún komst strax í efsta
sætið yfir vinsælustu myndirnar.
Up fjallar um Carl Fredericksen
sem er einmana gamall fýlupúki
sem hefur lítið að gera. Dag einn
ákveður hann að láta verða af göml-
um draumi sem hann og nýlátin
kona hans áttu, með því að ferðast
um Suður-Ameríku. Hann bindur
þúsundir blaðra við húsið sitt og
ætlar sér að fljúga heimilinu alla
leið. Það líður þó ekki á löngu þar til
Carl uppgötvar að hann er ekki einn
í húsinu því ungur skáti að nafni
Russell hefur stolist með.
Pixar-fyrirtækið hefur undanfar-
in ár verið fremst í flokki í teikni-
myndagerð. Síðan Óskarsakademían
byrjaði að veita verðlaun fyrir bestu
teiknimyndina hafa allar sex Pix-
ars-myndirnar sem hafa verið fram-
leiddar á þeim tíma verið tilnefndar.
Fjórar þeirra hafa hreppt verðlaun-
in, eða Finding Nemo, The Incredi-
bles, Ratatouille og Wall-E. Á meðal
fleiri mynda Pixar eru Cars og Toy
Story-myndirnar.
Up hefur fengið frábæra dóma,
þar á meðal 8,7 af 10 í einkunn á síð-
unni Imdb.com og 97% á Rottentom-
atoes.com.
Gamall fýlupúki á ferðalagi
UP Teiknimyndin Up fjallar um einmana fýlupúkann
Carl Fredericksen.
Væntanleg mynd Martins Scorsese,
Shutter Island verður ekki frum-
sýnd í Bandaríkjunum í október á
þessu ári eins og áður var fyrir-
hugað heldur verður færð fram í
febrúar. Sem þýðir bara eitt, hún
mun ekki keppa um næstu Óskars-
verðlaun. Fréttin hefur farið eins
og eldur í sinu um netheim kvik-
myndanördanna, en myndin var
talin afar líkleg til vinnings.
Haft er eftir talsmanni Para-
mount á heimasíðu Empire að þessi
ákvörðun hafi verið tekin til að gefa
framleiðendum svigrúm í breyttu
efnahagslegu ástandi heimsins, þar
sem myndin hafi farið í framleiðslu
við mjög erfiðar aðstæður. Hann
sagðist þó fullviss um að seinkun-
in geri veg myndarinnar meiri.
Í kjölfarið hófust umræður um
þessa undarlegu ákvörðun. Ein-
hverjir telja ástæðuna þá að Leon-
ardo DiCaprio, sem fer með aðal-
hlutverk, sé bundinn í öðru á þeim
tíma sem myndin hefði annars verið
kynnt. Aðrir segja vandann liggja
hjá markaðsdeild Paramount sem
eigi ekki fyrir því að blása mynd-
ina upp á svokölluðum keppnistím-
um. Hver sem ástæðan er munum
við þurfa að bíða.
Óskarinn ekki til Scorsese
DICAPRIO OG SCORSESE Voru tilnefndir
til Óskarsverðlauna fyrir Aviator og Scor-
sese fékk þau fyrir The Departed.
TARANTINO Inglorious
Basterds er af mörgum
talin besta mynd hans í
langan tíma.
GARÐAR THÓR CORTES DÍSELLA LÁRUSDÓTTIR
BJARNI THOR KRISTINSSON
ÁGÚST ÓLAFSSON HALLVEIG RÚNARSDÓTTIR
GISSUR PÁLL GISSURARSON ÞÓRA EINARSDÓTTIR
KÓR OG HLJÓMSVEIT ÍSLENSKU ÓPERUNNAR LÝSING PÁLL RAGNARSSON
BÚNINGAR: KATRÍN ÞORVALDSDÓTTIR LEIKMYND: GUÐRÚN ÖYAHALS
HLJÓMSVEITARSTJÓRN: DANÍEL BJARNASON LEIKSTJÓRN: ÁGÚSTA SKÚLADÓTTIR
Miðasala hefst í dag
WWW.OPERA.IS MIÐASALA 511 4200
F
A
B
R
I
K
A
N
Frumsýning
25. október 2009