Fréttablaðið - 27.08.2009, Síða 56

Fréttablaðið - 27.08.2009, Síða 56
40 27. ágúst 2009 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Katrín Ómarsdóttir fékk fyrsta tækifærið sitt í byrjunarliði íslenska kvennalandsliðsins á árinu þegar íslenska liðið spilaði við Frakka á mánudaginn. Katrín hefur hingað til verið í því hlutverki að koma sterk inn af bekknum og skemmta stelpunum utan vallar með alls konar trúðslátum. Katrín segir stelpurnar hafa þurft smá tíma til að komast yfir Frakkaleikinn. „Við þurfum að fara í gegnum þetta eins og öll önnur lið. Auðvitað vildum við vinna Frakkana en við verðum tilbúnar á móti Noregi. Liðsheildin er ekkert verri því við erum allar stundir saman og gerum þetta allt saman. Við ætlum bara að horfa á næsta leik og við gefumst ekkert upp,“ segir Katrín. „Ég var mjög ánægð með að hafa fengið tækifærið í byrjun- arliðinu en það var mjög svekkjandi að þetta skyldi hafa farið svona. Ég náði ekki að sýna hvað ég gat, ég reyndi að biðja um boltann en ég held að ég hafi ekki fengið að snerta boltann mikið,“ segir Katrín og bætir við: „Það er minn styrkleiki að hafa boltann og reyna að finna Margréti en hún fékk boltann allt of lítið líka. Ég vona að ég fái annað tækifæri og að við gerum betur í næsta leik,“ segir Katrín. Katrín hefur verið tilnefnd að mörgum öðrum leikmönnum liðsins sem aðal trúðurinn í íslenska liðinu enda er oft von á öllu þegar hún er í stuði. Katrín sjálf brosti þegar hún var spurð að því hvernig væri að bera þennan titil. „Það er bara fínt að verða álitin vera trúðurinn í liðinu. Ég er brosmild, finnst gaman að hlæja og gera gys. Það fylgir þessu þó svolítil pressa því ég þarf alltaf að vera brosandi. Þetta er bara gaman,“ segir Katrín hlæjandi. Hún segir stelp- urnar ætli sér að vinna Norðmenn í dag. „Við þurfum að sýna þjóðinni að við getum gert betur og ég held að það vilji allir gera það. Stuðningurinn á vellinum var geðveikur og maður vill sýna þeim að við viljum gera vel bæði fyrir okkur og þau,“ sagði Katrín að lokum. KATRÍN ÓMARSDÓTTIR: TEKUR ÞVÍ BARA VEL AÐ VERA KÖLLUÐ TRÚÐURINN Í KVENNALANDSLIÐINU Finn fyrir pressu að þurfa alltaf að vera brosandi > Allar klárar í slaginn Allir leikmenn íslenska landsliðsins gátu tekið þátt í æfingu liðsins í Lahti í Finnlandi í gær. Þar mætir Ísland liði Norðmanna í dag en leikurinn hefst klukkan 17.00. Í fyrradag gat Guðrún Sóley Gunnarsdóttir ekki æft með liðinu vegna höfuðhöggs sem hún hlaut í leiknum gegn Frökkum á mánudag- inn en hún hefur nú náð sér af því. Æfing liðsins gekk vel í gær og var ekki að sjá annað en að liðið væri vel í stakk búið fyrir átök dagsins. FÓTBOLTI Stelpurnar okkar eru komnar á fullt flug eftir vonbrigð- in á mánudaginn á móti Frökkum og framundan er gríðarlega mik- ilvægur leikur á móti Norðmönn- um í Lahti í kvöld. Bæði lið töp- uðu fyrsta leik sínum á mótinu, því áður en íslenska liðið tapaði 1-3 fyrir Frökkum töpuðu norsku stelpurnar 0-4 fyrir Þýskalandi. Íslenska liðið verður að vinna Norðmenn ætli liðið að eiga raun- hæfa möguleika á að komast áfram í átta liða úrslitin. Þóra Björg Helgadóttir, mark- vörður íslenska landsliðsins, leik- ur með Kolbotn í Noregi og þekkir því vel til liðsins. „Ég þekki ekki allar en ég hef spilað við allar nema tvær. Þær eru með hörkulið en virðast eiga í vandræðum með að vinna saman. Það er eitthvað sem getur alltaf smollið því þetta slæma gengi þeirra í ár er ekki vegna þess að þær séu ekki með mannskap. Það er eitthvað sem er ekki að virka hjá þeim og við vonum að það haldi áfram þannig,“ segir Þóra en hún hefur í raun bara áhyggjur af einum samherja sínum hjá Kolbotn. „Það eru fjórar í hópn- um sem eru með mér í Kolbotn en aðeins ein þeirra er í byrjunarlið- inu hjá okkur. Það er framherjinn hjá þeim, Isabell Herlovsen, sem er mjög góð,“ segir Þóra. Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins spilaði í mörg ár í Noregi og þekkir því einnig vel til liðsins. „Ég hef spilað með fimm leikmönnum í liðinu en tvær þeirra voru að koma inn í Kolbotn- liðið þegar ég var að fara,“ segir Katrín og hún telur að norska liðið sé sterkara en það sem lá fyrir íslensku stelpunum í ársbyrjun. „Við spiluðum við þær á Algarve, áttum þá mjög góðan leik og unnum 3-1. Það er smá breyting á norska hópnum og þær hafa meðal ann- ars fengið inn framherja sem er að spila með Þóru í Kolbotn. Hún er töluvert betri en sá framherji sem var að spila á móti okkur og eykur möguleika þeirra í sóknarleik,“ segir Katrín. Katrín er samt bjartsýn fyrir leikinn í kvöld. „Þegar ég horfi á okkar hóp og þeirra hóp þá finnst mér við eiga fulla möguleika í þetta lið. Þeirra styrkleiki er að sækja hratt og beita löngum bolt- um. Markmaðurinn er mjög fljót- ur að koma spilinu í gang og við verðum alltaf að vera vakandi. Við þurfum líka að loka betur þessu svæði á milli miðju og varnar held- ur en við gerðum á móti Frökkum,“ segir Katrín. Þóra var ekkert að gefa norsku landsliðsstelpunum neitt upp þó að þær hafi rætt saman um Evrópu- keppnina á meðan þær voru allar hjá Kolbotn. „Við töluðum vissu- lega saman um keppnina en við pössuðum okkur á því að fara ekki út í smáatriði. Reyndar misstu þær það út úr sér að þær væru búnar að skipta yfir í 4-4-2 og ég lak því náttúrulega beint í Sigga Ragga. Við sáum það líka í gær en það var ágætt að geta undirbúið sig undir það því þær hafa alltaf spilað 4-3- 3. Þær eru því algjörlega búnar að skipta um stíl núna. Við vitum það að þær eiga eftir að vera mikið í löngum boltum en veikleikarn- ir þeirra eru bakverðirnir og við munum láta reyna á það,“ segir Þóra. Mikilvægi leiksins er augljóst, draumurinn um átta liða úrslit- in deyr nánast hjá báðum liðum með tapi þó að allt geti þó gerst í fótbolta. „Þetta er hreinn úrslitaleikur þar sem við þurfum að taka þrjú stig. Það er reyndar allt hægt á móti Þýskalandi en við viljum klára þessi þrjú stig og þá getum við farið með mun betri stöðu inn í Þýskalandsleikinn. Mér finnst að við eigum ekki að tapa fyrir þeim eins og norska liðið hefur verið að spila. Ef að það var svekkelsi að tapa fyrir Frökkum þá verða það gríðarleg vonbrigði að tapa fyrir Norðmönnum,“ segir Þóra. Hreinn úrslitaleikur fyrir okkur Íslenska kvennalandsliðið spilar annan leik sinn á EM í kvöld þegar liðið mætir Norðmönnum. Þóra Björg Helgadóttir og Katrín Jónsdóttir þekkja norska landsliðið betur heldur en aðrir leikmenn íslenska liðsins. UNGUR AÐDÁANDI Katrín Jónsdóttir og Sigurður Ragnar Eyjólfsson sinna ungum stuðningsmanni á æfingu liðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/OSSI AHOLA EM Í FINNLANDI ÓSKAR ÓFEIGUR JÓNSSON skrifar frá Tampere ooj@frettabladid.is FÓTBOLTI Ásta B. Gunnlaugsdóttir var ein af þeim ellefu knatt- spyrnukonum sem fyrst spil- uðu fyrir Íslands hönd fyrir 28 árum. Ásta lék alls 26 landsleiki, skoraði í þeim 8 mörk og var lengi markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi. Ásta er mætt með góðum hópi út til Finnlands til að styðja kvennalandsliðið og allur hópur- inn ber skemmtilegar skotthúf- ur sem sjást hér á myndinni til hliðar. „Það kom aldrei annað til greina en að koma út og styðja liðið. Auðvitað hefði verið rosa- lega gaman ef Greta hefði verið hérna en það breytir ekki því að ég hefði alltaf farið. Mér finnst ég eiga svo mikinn hlut í þessu,“ segir Ásta en dóttir hennar, Greta Mjöll Samúelsdóttir, var í lands- liðinu en datt út þegar hún varð fyrir því að slíta krossbönd. Ásta þurfti meðal annars að sætta sig við það að kvennalands- liðið væri lagt niður í fimm ár en hún var einnig í liðinu þegar það var aftur sett í gang árið 1992. „Ef þessar stelpur vissu hvernig þetta var einu sinni,“ segir Ásta og lýsir því hvernig stelpurnar þurftu að berjast fyrir ýmsu sem þykir sjálfsagt í dag. „Þegar maður horfir á þessar stelpur og lítur til baka og veit að maður var einn af þessum sem byrjuðu. Það var alltaf talað um að við værum hallærislegar í laginu og að við værum stráka- stelpur. Við erum búin að stíga öll þessi skref og þessar stelpur tóku síðan við. Þær eru að standa sig frábærlega og ég er rosalega ánægð með þær,“ segir Ásta. „Fyrir mér eru þetta „við stelp- urnar“. Það eru ellefu sem eru inni á vellinum og x margar á bekknum en við hinar eigum allar hlut í þessu. Ég lagði mitt af mörkum og þetta eru stelpurnar mínar,“ segir Ásta. - óój Ásta B. Gunnlaugsdóttir var í fyrsta kvennalandsliðinu 1981 og er mætt á EM í Finnlandi: Stolt að vera ein af þessum sem byrjuðu ÁSTA Í GÓÐUM HÓPI Hér eru samankomnar þrjár af þeim átta sem bera hinar skemmtilegu íslensku heimagerðu skotthúfur á EM í Finnlandi. Frá vinstri: Sigríður Sophusdóttir, Arnar Laufdal (sonur Sigríðar), Ásta B. Gunnlaugsdóttir og Greta Bjarnadóttir (mamma Ástu). FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR.Ó FÓTBOLTI Sara Björk Gunnarsdótt- ir á góðar minningar úr síðasta leik á móti Noregi því hún skoraði tvö mörk í fyrsta sigri Íslands á Noregi sem fram fór á Algarve í mars. Leikurinn fór 3-1. „Þetta voru tvö skallamörk sem er ekki slæmt. Þetta var örugg- lega einn af bestu landsleikjunum mínum, ég skoraði tvö mörk og stóð mig bara vel. Vonandi end- urspeglar það næsta leik líka,“ segir Sara Björk. „Ég var ekki ánægð með mig sjálfa í Frakka- leiknum og við vorum allar mjög óánægðar með ósigurinn. Við erum hættar að hugsa um þann leik og ætlum að einbeita okkur að Noregsleiknum.“ - óój Sara Björk Gunnarsdóttir: Setti tvö í síð- asta Noregsleik SARA BJÖRK Í leiknum gegn Frökkum á mánudaginn. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Finnar tryggðu sér í gær efsta sætið í A-riðli með 2-1 sigri á Hollendingum á Ólympíuleik- vangnum í Helsinki. Laura Öster- berg Kalmari skoraði bæði mörk Finna í leiknum en sigurmarkið kom í síðari hálfleik. Þar með hafa Finnar tryggt sér efsta sætið í A-riðli en þeir unnu Dani, 1-0, í fyrsta leik sínum í riðlinum. Fyrr í gær unnu Danir sigur á Úkraínu, 2-1, og vegna sigurs Finna er Úkraína úr leik. Það ræðst á laugardaginn hvort það verður Danmörk eða Holland sem nær öðru sæti riðilsins en það er ekki útilokað að bæði lið fylgi Finnum áfram í fjórðungs- úrslit keppninnar. Það var Maiken Pape sem skoraði sigurmark Dana gegn Úkraínu í gær á 87. mínútu leiksins eftir að Camilla Sand Andersen kom þeim yfir snemma í síðari hálfleik. - esá Keppni í A-riðli á EM 2009: Finnar tryggðu sér efsta sætið HEIMAMENN Á SIGURBRAUT Finnar fagna öðru marka sinna í gær. NORDIC PHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.