Fréttablaðið - 27.08.2009, Side 58

Fréttablaðið - 27.08.2009, Side 58
42 27. ágúst 2009 FIMMTUDAGUR KR-völlur, áhorf.: 1.270 KR ÍBV TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 25–15 (9–5) Varin skot Hansen 4 – Albert 6 Horn 13–10 Aukaspyrnur fengnar 11–12 Rangstöður 0–1 GRINDAV. 4–5–1 Albert Sævarsson 6 Pétur Runólfsson 7 Eiður Aron Sigurbj. 6 Andri Ólafsson 7 Þórarinn Valdimarss. 6 C. Clements 5 Tony Mawejje 5 (74. Gauti Þorvarðar. -) Yngvi Borgþórsson 6 Augustine Nsumba 6 (82. Bjarni R. Einarss. -) Viðar Örn Kjartanss. 5 (74. Eyþór H. Birgiss. -) *Maður leiksins KR 4–4–2 Andre Hansen 7 Skúli Jón Friðgeirss. 4 Mark Rutgers 6 Guðm. Reynir Gunn. 7 Gunnar Örn Jónss. 6 (78. Gunnar Krist. -) Bjarni Guðjónsson 7 Baldur Sigurðsson 7 Óskar Örn Hauksson 6 (86. Ingólfur Sig. -) *Björgólfur Takef. 8 Guðm. Benediktss. 6 (71. Atli Jóhannsson -) 1-0 Björgólfur Takefusa (68.) 2-0 Eiður Sigurbjörnss., sjálfsm. (76.) 3-0 Ingólfur Sigurðsson (92.) 3-0 Einar Örn Daníelsson (7) EM karla - B-deild: Svartfjallaland - Ísland: 102-58 Stig Íslands: Logi Gunnarsson 12, Sigurður Þor- steinss. 10 (9 frák.), Helgi Magnúss. 10, Magnús Gunnarss. 8, Jón Arnór Stefánss. 8, Hörður Vil- hjálmss. 5, Pavel Ermolinskij 3, Jóhann Ólafss. 2. EM kvenna - B-deild: Ísland - Írland 77-68 Stig Íslands: Birna Valgarðsdóttir 21(11 fráköst), Helena Sverrisdóttir 14 (10 stoðs., 7 frák.), Signý Hermannsdóttir 12, María Ben Erlingsdóttir 12 (7 frák.), Sigrún Ámundad. 8, Kristrún Sigurjónsd. 6, Hildur Sigurðard. 3, Hafrún Hálfdánard. 1. Meistaradeild Evrópu: Olympiakos - Sheriff Tiraspol 1-0 Olympiakos vann samanlagt, 3-0. APOEL Nikosia - FC Kaupmannahöfn 3-1 APOEL vann samanlagt, 3-2. Arsenal - Celtic Glasgow 3-1 1-0 Eduardo, víti (28.), 2-0 Emmanuel Eboue (53.), 3-0 Andrei Arshavin (74.) 3-1 Massimo Donati (92.). Arsenal vann samanlagt, 5-1. Stuttgart - Timisoara 0-0 Stuttgart vann samanlagt, 2-0. Fiorentina - Sporting Lissabon 1-1 Sporting Lissabon komst áfram á fleiri útivallar- mörkum. Dregið verður í riðlakeppnina á morgun. Pepsi-deild karla STAÐAN FH 18 14 1 3 49-20 43 KR 18 11 3 4 41-25 36 Fylkir 18 10 3 5 32-21 33 Fram 18 8 4 6 33-26 28 Breiðablik 18 7 4 7 30-30 25 Keflavík 18 6 7 5 26-31 25 Stjarnan 18 7 3 8 37-30 24 Valur 18 7 2 9 20-32 23 Grindavík 17 6 3 8 30-33 21 ÍBV 17 6 2 9 19-29 20 Fjölnir 18 3 4 11 22-38 13 Þróttur 18 3 2 13 20-44 11 ÚRSLIT Laugardalsvöllur, áhorf.: 618. Fram Grindavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 14–10 (8–7) Varin skot Hannes 4 – Óskar 4 Horn 10–2 Aukaspyrnur fengnar 12–4 Rangstöður 1–1 GRINDAV. 4–5–1 Óskar Pétursson 5 Ray Jónsson 5 Zoran Stamenic 6 Óli Stefán Flóventss. 6 Jósef Kr. Jósefsson 6 Ben Ryan Long 5 (76. Óli B. Bjarnason -) Orri Freyr Hjaltalín 6 Þórarinn Kristjánss. 4 (84. Páll Guðm. -) Jóhann Helgason 6 Scott Ramsay 7 Gilles Mbang Ondo 6 *Maður leiksins FRAM 4–5–1 Hannes Þór Halld. 5 Daði Guðmundsson 5 Auðun Helgason 7 (90. Hlynur Atli M. -) Kristján Hauksson 7 Sam Tillen 6 Heiðar Geir Júlíuss. 4 (60. Paul McShane 5) Ingvar Þór Ólason 4 (71. Joe Tillen -) *Almarr Ormarss. 8 Halldór H. Jónsson 5 Jón Guðni Fjóluson 7 Hjálmar Þórarinsson 7 1-0 Almarr Ormarsson (13.) 1-1 Orri Freyr Hjaltalín (20.) 1-2 Jóhann Helgason (37.) 1-3 Gilles Ondo, víti (51.) 2-3 Almarr Ormarsson (77.) 3-3 Auðun Helgason (79.) 4-3 Hjálmar Þórarinsson (92.) 4-3 Valgeir Valgeirsson (6) FÓTBOLTI Íslenska kvennalandsliðið fékk flottan stuðning úr stúkunni í leik sínum á móti Frakklandi á mánudaginn. Meðal áhorfenda voru hljómsveitarmeðlimir í Hjaltalín sem hafa þegar haldið eina af þrennum tónleikum sínum í tengslum við Evrópumótið. Sig- ríður Thorlacius, söngkona sveit- arinnar, er ekki vön því að mæta á fótboltaleiki en skemmti sér og öðrum vel meðan á leiknum stóð. „Við skelltum okkur á leikinn í gær sem var mjög skemmtilegt. Við höfum ekki rosalega mikla reynslu af fótbolta fyrir þetta. Við Rebekka vorum einmitt að tala um það að við hefðum aldrei trúað því að við myndum mæta í landsliðsbol á fótboltaleik með fána og málaðar í framan. Við gerðum það samt og það var ógeðslega gaman,“ segir Sigríður. Sigríður segir íslensku stuðn- ingsmennina hafa tekið vel á móti þeim í stúkunni. „Við reyndum að halda uppi stemmningunni ásamt öðrum og það var mjög auðvelt með þessu fólki því það var svo skemmtilegt,“ segir Sigríður. Hjaltalín hélt flotta tónleika í Tampere á sunnudagskvöld- ið og voru þeir Íslendingar sem fóru á þá mjög ánægðir og lofuðu frammistöðu bandsins. „Það tókst mjög vel og kannski vonum fram- ar. Við vissum ekki neitt og það lá alltaf fyrir að við yrðum sein. Við mættum korteri fyrir tónleikana og hlupum upp á svið með skítugt hárið og svona. Það voru einhverj- ir Íslendingar í salnum og eitthvað af þessum mökum leikmanna sem við hittum fyrir leikinn í gær. Annars var vel mætt af Finnum líka. Þetta heppnaðist mjög vel,“ segir Sigríður. Hjaltalín hélt aðra tónleika í Lahti í vikunni og endar síðan með því að spila í Helsinki á föstudaginn. Íslenska kvennalandsliðið mátti þola sárt tap í leiknum gegn Frökkum og margir leikmenn voru grátandi í leikslok. „Það var mjög leiðinlegt að sjá hvað þær voru niðurbrotnar og ég fann mjög til með þeim. Þetta verður bara enn þá skemmtilegra næst og við verð- um bara að vera með meiri læti,“ segir Sigríður sem ætlar að mæta ásamt félögum sínum í Hjaltalín á leikinn á móti Noregi í kvöld. „Við hættum ekki að styðja þær núna og sérstaklega ekki þar sem að það er svo gaman á leikjunum. Við verð- um kannski bara svona lukkudýr fyrir íslenska kvennalandsliðið,“ segir Sigríður að lokum. - ooj Sigríður Thorlacius, söngkona Hjaltalín, skemmti sér konunglega á leiknum gegn Frökkum: Verð með enn meiri læti á leiknum í kvöld GÓÐUR STUÐNINGUR Áhorfendur létu vel í sér heyra í Tampere. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR.Ó FÓTBOLTI Fram vann ótrúlegan 4- 3 sigur á Grindavík á Laugardals- velli í gær eftir að hafa verið 3- 1 undir þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Fram var mikið gagnrýnt á síð- ustu leiktíð fyrir hve leiðinlegan fótbolta liðið spilaði en nú er öldin önnur og mikið skorað í leikjum liðsins. „Ég velti skemmtanagildinu ekki mikið fyrir mér. Ég þjálfa Fram og þegar ég næ úrslitum er ég ánægður. Þetta er þannig íþrótt að þegar vel gengur fær maður prik í kladdann en þegar illa gengur fær maður spark í rass- inn,“ sagði glaðbeittur Þorvaldur Örlygsson eftir leikinn. Fram hóf leikinn mun betur en eftir að Grindavík skoraði sitt fyrsta mark voru gestirnir betri þar til Fram hóf sinn frábæra endasprett. „Við vorum miklu betra liðið í tuttugu mínútur og spiluðum vel. Við hefðum samt getað klárað færin betur í stöðunni 1-0. Svo eins og gengur og gerist þá gera menn mistök og það er meira áber- andi þegar markmenn gera mis- tök. Svo fáum annað mark á okkur rétt fyrir hlé sem er að sama skapi klaufalegt, það að lítill stubbur geti skallað boltann inn.“ Grindavík komst síðan í 3-1 í upphafi síðari hálfleiks þegar liðið fékk víti. „Þetta víti var erfitt að fá framan í sig, sérstak- lega í ljósi þess sem Ingvar segir mér, að þetta hafi ekki verið víti,“ sagði Þorvaldur. „Það var pirr- andi og því var ennþá sterkara fyrir strákana að koma til baka. Þá hefði verið hægt að pirra sig við dómarann en við gerðum það ekki. Við skorum svo þegar það eru fimmtán mínútur eftir en það má alveg skora á síðustu mínútun- um eins og þeim fyrstu, við fáum jafn mikið fyrir það. Menn tala mikið um karakter en það þarf einnig kunnáttu og getu.“ - gmi Þrjú mörk Fram á síðasta stundarfjórðungnum tryggði liðinu þrjú dýrmæt sig gegn Grindavík í gær: Enn og aftur sigrar Fram á lokasprettinum HEIÐAR GEIR JÚLÍUSSON Var í sigurliði Fram í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Margir veðja sjálfsagt á að leiks KR og ÍBV verði fyrst og fremst minnst sem leiksins þegar Ingólfur Sigurðsson skoraði í sínum fyrsta meistaraflokksleik á ferlinum. Hann innsiglaði 3-0 sigur KR með marki í uppbótar- tíma eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 86. mínútu. Ingólfur er ekki nema sextán ára gamall og hefur verið orðaður við mörg stór- lið Evrópu. En hann er ánægður hjá KR. „Þetta var frábært og í raun ólýsanlegt. Ég ætlaði ekki að trúa því að ég skoraði. Ég hef beðið svo lengi eftir tækifærinu og svo kom það loksins,“ sagði Ingólfur eftir leik en hann hefur margoft þurft að sitja á varamannabekk KR í sumar. Logi Ólafsson, þjálfari KR, sagði að hann vildi bíða eftir rétta tíma- punktinum fyrir Ingólf. „Við vild- um ekki láta hann spila nema að aðstæður væru réttar fyrir hann. Það var gaman að sjá hann svo spila í dag. Hann var mikið með boltann og skoraði. Ég held að þetta verði sögulegt mark þegar fram líða stundir enda góður og afar efnilegur leikmaður.“ Leikurinn var annars hin besta skemmtun og mikið fjör á báðum endum vallarins. Þó svo að ekkert mark hafi verið skorað í fyrri hálf- leik mátti oft litlu muna. Sami hátt- ur var á í síðari hálfleik og hefðu í raun bæði lið getað skorað fyrsta markið. En það féll í hlut KR. „Við vorum ánægðir með seinni hálfleikinn,“ sagði Logi. „Hugar- farið var ekki í lagi í fyrri hálfleik enda er aldrei gott það sem menn kasta hendinni til af kæruleysi. Þegar hugarfarið batnaði þá gerði leikur liðsins það líka. Við tókum okkur saman í andlitinu og spiluð- um eins og menn. Þegar það gerð- ist komu mörkin með.“ Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var þrátt fyrir allt nokkuð sáttur við framlag sinna manna. „Vissulega töpuðum við leiknum en mér fannst við eiga ekki minna í honum en lið KR. Það var sorg- legt að við vorum ekki búnir að skora þegar þeir loksins ná að skora sitt fyrsta mark. Við vild- um sækja þrjú stig hingað í dag og tókum ákveðna áhættu í því að spila í sama stíl og við höfum gert undanfarið. Við töpuðum á því í dag en vinnum vonandi næst.“ ÍBV er enn í fallhættu en Heim- ir segist ekki hafa áhyggjur. „Ekki á meðan liðið spilar svona – þá munu skilin stiga sér. Ég er vissu- lega svekktur þar sem við töpuðum en ég get ekki gagnrýnt strákana mína – ég er stoltur af þeim.“ eirikur@frettabladid.is Ingólfur fékk draumabyrjun Óhætt er að segja að hinn sextán ára Ingólfur Sigurðsson hafi hafið feril sinn í meistaraflokki með stæl. Hann skoraði aðeins fáeinum mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður í liði KR sem vann í gær 3-0 sigur á spræku liði ÍBV. KOM KR Á BRAGÐIÐ Björgólfur Takefusa skoraði fyrsta mark KR í leiknum. Hér er Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV, honum til varnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KÖRFUBOLTI Birna Valgarðsdóttir átti sannkallaðan stórleik þegar Ísland vann góðan sigur á Írlandi, 77-68, í B-deild EM kvenna í körfubolta á Ásvöllum í gær. Þetta var fyrsti sigur Íslands í keppninni í haust og sannarlega kærkominn. Liðið leikur sinn lokaleik í riðlinum gegn Svart- fjallalandi um helgina. Ísland hafði forystuna allan leikinn og sagði Henning Henn- ingsson landsliðsþjálfari að liðið hefði loksins náð að sýna sitt rétta andlit. „Þær spiluðu eins og ég vissi að þær gætu gert. Við náðum að halda haus allan tímann og var það mikilvægt því þessi lið eru ofsalega fljót að refsa fyrir öll mistök,“ sagði Henning. „Marg- ir leikmenn léku vel í kvöld. Hel- ena [Sverrisdóttir] var ekki heil heilsu en spilaði engu að síður mjög vel. Birna var að skila stór- um tölum en náði þar að auki að halda stigahæsta leikmanni Íra í örfáum stigum í leiknum. Hún átti stjörnuleik.“ Karlaliðið mætti Svartfelling- um sínum riðli í B-deild EM karla og tapaði stórt ytra, 102-58. - esá Ísland í B-deild EM í körfu: Birna frábær í góðum sigri BIRNA VALGARÐSDÓTTIR Átti stórleik með íslenska liðinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.