Fréttablaðið - 27.08.2009, Síða 62
46 27. ágúst 2009 FIMMTUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
MORGUNMATURINN
LÁRÉTT 2. stynja, 6. kringum, 8. vefn-
aðarvara, 9. fley, 11. tónlistarmaður,
12. tíðindi, 14. mjóróma, 16. átt, 17.
hljóma, 18. tæfa, 20. 49, 21. truflun.
LÓÐRÉTT 1. sælgæti, 3. borðaði,
4. sök, 5. í viðbót, 7. naggrís, 10.
skammstöfun, 13. kvk nafn, 15. stein-
tegund, 16. arinn, 19. bókstafur.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. mása, 6. um, 8. tau, 9. far,
11. kk, 12. fregn, 14. skræk, 16. sv, 17.
óma, 18. tík, 20. il, 21. ónáð.
LÓÐRÉTT: 1. buff, 3. át, 4. saknæmi,
5. auk, 7. marsvín, 10. rek, 13. gró,
15. kalk, 16. stó, 19. ká.
„Ég fæ mér nú bara alltaf
Cheerios með Fjörmjólk, en um
helgar er stundum farið í bakarí
og keypt gott brauð og sæta-
brauð.“
Nana Alfredsdóttir söng- og leikkona.
Ey steinn Guðni Guðnason kvik-
myndagerðarmaður ætlar endur-
gera mynd Friðriks Þórs Friðriks-
sonar, Hringinn, sem kom út árið
1985. Sú mynd var heldur óvenju-
leg því hún var tekin upp í bíl sem
ók hringinn í kringum landið án
þess að nokkrir leikarar kæmu við
sögu.
Eysteinn, sem á að baki nám
við Kvikmyndaskóla Íslands, fékk
hugmyndina að endurgerðinni
fyrir tveimur árum og það verð-
ur núna eftir helgi sem hún verð-
ur að veruleika. „Hún heillaði mig
áður en ég sá hana,“ segir hann
um mynd Friðriks Þórs, sem er 70
mínútna löng. „Þarna gat maður
séð landið í heild sinni fyrir 25
árum. Það verður gaman að gefa
komandi kynslóð möguleikann á að
sjá núverandi ástand.“
Nýja myndin, sem heitir Hring-
urinn 2, verður frábrugðin þeirri
fyrri því tvær myndavélar verða
notaðar til að mynda hringinn.
Annarri verður beint fram veginn
en hinni aftur á bak og verður tek-
inn upp einn rammi á tíu mínútna
fresti. Fyrrnefnda vélin verður á
þaki nýs rafmangsbíls sem fyrir-
tækið 2012 útvegar. Sá bíll mun
vera langdrægasti rafmagnsbíll-
inn sem hefur komið á markað hér-
lendis og kemst hann auðveldlega
frá Reykjavík til Akureyrar á einni
hleðslu. „Ég hugsaði með mér að
það væri best að fara á rafmagns-
bíl, vera umhverfisvænn og gera
eitthvað nýtt. Ég hafði samband
við 2012 og þeir tóku vel í þetta,“
segir Eysteinn. Hin myndavélin
verður á þaki svartrar eyðslufrek-
ari Porche-bifreiðar sem Eysteinn
ætlar að aka á eftir rafmagnsbíln-
um. „Þetta eru tákn um gamla og
nýja tímann,“ segir hann um bíl-
ana tvo. „Rafmagnsbíllinn verður
með einkanúmerið 2012 en hinn
verður með einkanúmerið 2007.“
Hringferðin á að taka þrjá daga,
enda er ekki langt síðan Ómar
Ragnarsson og Einar Vilhjálms-
son fóru hringveginn á metanbíl á
jafnlöngum tíma. „Við hugsuðum
með okkur að við yrðum líka að ná
þessu á þremur dögum. Þess vegna
heitir myndin Hringurinn 2. Bæði
er þetta önnur myndin og þetta er
í annað sinn sem það verður farið á
íslenskri orku hringinn í kringum
landið.“
Auk þess að taka upp myndina
ætla forsvarsmenn 2012 að stoppa
víða á leiðinni og skrifa undir sam-
starfssamninga við sveitarstjóra
í nokkrum bæjarfélögum um upp-
setningu á tíu þúsund hleðslustöðv-
um fyrir rafmagnsbíla úti um allt
land.
Eysteinn stefnir á að frumsýna
Hringinn 2 á næsta ári þegar 25 ár
verða liðin síðan eldri útgáfan kom
út. Hann segist ekki hafa haft sam-
band við Friðrik Þór út af mynd-
inni. „Það væri gaman að vita hvað
hann segði við þessu. Ég held að
hann hafi bara gaman af þessu.“
freyr@frettabladid.is
EYSTEINN GUÐNI GUÐNASON: MYNDAR FYRIR KOMANDI KYNSLÓÐ
Endurgerir Hring Friðriks
Þórs með íslenskri orku
ENDURGERIR SÖGUFRÆGA MYND Eysteinn Guðnason ætlar að gera nýja útgáfu af
myndinni Hringnum sem Friðrik Þór Friðriksson frumsýndi árið 1985. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8.
1 Stapi.
2 Einstakar ostakökur.
3 Mike Simpson.
Sjónvarpsáhorfendur
fengu í gær að sjá
þegar Hilmir Snær
Guðnason í hlutverki
blaðamanns heillaði
Ilmi Kristjánsdóttur
upp úr skónum í
sjónvarpsþáttunum
Ástríði. Þessi ágæti karakter á sér
víst fyrirmynd í raunveruleikanum,
allavega hvað klæðaburð varðar.
Fatastíllinn ku vera fenginn beint
frá fréttastjóra DV, Þórarni Baldri
Þórarinssyni, sem þekktur er
fyrir að skilja svartan leðurjakkann
aldrei við sig. Ýmsu öðru í persónu
Hilmis Snæs þykir svipa til Þórarins,
svo sem fjöldi barna, en þar mun
þó um tilviljun að ræða.
Fréttablaðið greindi frá því í gær að
Baltasar Kormákur væri
kominn með nýjan
umboðsmann, Mike
Simpson að nafni.
Sá ku víst hafa fleiri
Íslandstengingar en
Baltasar því Simpson
reyndi í félagi við
Jón Ólafsson að
kaupa afþreyingar-
fyrirtækið Senu á
sínum tíma, Simpson hefur einnig
Latabæ á sínum snærum og ætti
því að vera öllum hnútum kunnug-
ur, enda hefur hann víst heimsótt
landið æði oft að undanförnu.
Stórsöngvarinn Björgvin Hall-
dórsson mun hafa hugsað
útgefendum sínum í Senu þegjandi
þörfina á dögunum þegar upplag
nýju plötu hans, Sígrænna söngva,
kláraðist. Aðeins voru pöntuð
2.500 eintök í fyrstu atrennu sem
verður að teljast undarleg ákvörð-
un miðað við vinsældir Björgvins.
Ekki leið á löngu þar til
nýtt upplag barst en
á meðan platan var
ófáanleg skaust Geir
Ólafs í efsta sæti sölu-
lista Hagkaupa
og það mun
Björgvin ekki
hafa verið
sáttur við.
- fgg, hdm
FRÉTTIR AF FÓLKI
„Ég rakst á frétt á netinu um Alex-
öndru Líf og hún snerti mig mjög
mikið. Þetta er fjölskylda sem
hefur þurft að þola ansi mikið og
þarf á stuðningi að halda,“ segir
Björgvin Páll Gústavsson, mark-
vörður íslenska landsliðsins í
handbolta og ein af silfurhetjun-
um. Hann og Logi Geirsson hafa
ákveðið að gefa Alexöndru Líf
áritaða Silver-landsliðstreyju með
áritunum frá öllum leikmönnum
handboltalandsliðsins. Þá hafa þeir
keypt tíu miða á styrktartónleika
Alexöndru.
Saga Alexöndru og foreldra
hennar snerti flesta sem hana
lásu í fjölmiðlum fyrir skemmstu.
Alexandra greindist með hvítblæði
aðeins fimm ára gömul árið 2005.
Þegar Alexandra var í miðri bar-
áttunni við krabbameinið dundi
annað áfall yfir fjölskylduna þegar
bróðir Alexöndru, Kristófer Birg-
ir, drukknaði aðeins þriggja ára
gamall. Alexandra hafði
rétt sigrast á hvítblæðinu
þegar í ljós kom að hún
væri með svokallað MDS-
krabbamein sem krefst
beinmergsskipta og verð-
ur Alexandra því að liggja á
sjúkrahúsi allan sólarhring-
inn. Foreldrarnir skiptast á
að vera með henni en þeir eiga
einnig þrjú önnur börn, Ronju,
Kristjönu og Benjamín.
Björgvin segir að hann vonist
til að sem flestir sjái sér fært að
leggja sitt af mörkum. Þeir sem
vilja styðja við bakið
á fjölskyldunni er bent
á styrktarreikninginn
0537-14-403800,
kt. 160663 -
2949. Styrktar-
tónleikarn-
ir verða þann
14. september í
Háskólabíói. - fgg
Logi Geirs og Bjöggi láta gott af sér leiða
GEFA TREYJU Silfurhetjurnar Logi
Geirsson og Björgvin Páll ætla að gefa
Alexöndru Líf, níu ára stelpu sem berst
við MDS-krabbamein, áritaða Silver-
treyju auk þess sem þeir hafa keypt tíu
miða á styrktartónleika hennar.
„Við vissum að bæði Stefán Karl Stefánsson og
Laddi væru hörkusöngvarar og að Stefán Hallur
gæti alveg haldið lagi. En Unnur Birna kom okkur
alveg skemmtilega á óvart,“ segir Þorsteinn Gunnar
Bjarnason, leikstjóri kvikmyndarinnar Jóhannes.
Leikarahópnum var nýlega smalað í hljóðver til
að taka upp titillag myndarinnar. Lagið er eftir
Vidda í Greifunum sem sér jafnframt um alla tón-
list myndarinnar. Þorsteinn veit ekki til þess að
þetta hafi verið gert áður, að leikarar syngi titillag-
ið sjálfir. „Ég fékk bara þessa hugmynd og það leist
öllum svo vel á hana, svona hefur stemningin líka
bara verið á tökustað, allir hafa bara verið í góðum
fíling og tilbúnir að gera nánast allt.“
Það vekur kannski helst athygli að Unnur Birna
Vilhjálmsdóttir, fyrrum alheimsfegurðardrottning
og kynnir í Bandinu hans Bubba, skuli þarna þreyta
frumraun sína fyrir framan hljóðnemann. Þorsteinn
segir að hún hafi staðið sig eins og hetja. „Hún vissi
sjálf ekkert hvort hún gæti sungið, ég sagði henni að
það væri hægt bjarga nánast öllu í hljóðveri. En svo
söng hún bara eins og engill,“ segir Þorsteinn sem
lýsir laginu sem svona „feelgood“-slagara. Sem sé
í anda myndarinnar. Á ýmsu hefur samt gengið við
gerð kvikmyndarinnar og Fréttablaðið greindi frá
því þegar slagsmálasenur fóru aðeins úr böndunum
við Kaldársel í Hafnarfirði með þeim afleiðingum
að Laddi sjálfur var allur blár og marinn en Stefán
Hallur fékk skurð á hausinn eftir að nafni hans
mölvaði blómapott á höfði hans.
- fgg
Unnur Birna gerist söngkona
STÓÐ SIG EINS OG HETJA Unnur Birna ásamt Sigrúnu Gylfa-
dóttur en Unnur Birna sýndi og sannaði að hún fær í flestan
sjó, líka söng.