Neisti - 20.05.1984, Qupperneq 10
Ríkisf jármál og sósíalismi---
Hvar á að spara?
Burt með bruðlið
Aðskilnað ríkis og kirkju
Engin framlög til Nato
Hvernig má auka tekjurnar?
Hærri skatta á hátekjur
Aukna tolla á lúxusinn
aukin viðurlög við skattsvikum
Eftir Má Guðmundsson
4. maí.
Nú er ríkisstjómin loksins búin
að leggja fram tillögur í þinginu
varðandi gatið svokallaða. Stein-
grímur ætti því að geta hætt að
láta sér leiðast, en hann lýsti því
yfir ekki alls fyrir löngu að hann
væri búinn að fá dauðleið á gat-
inu. En þótt ríkisstjóminni hafi
nú tekist að „loka“ gatinu með því
að ákveða að taka erlend lán, er
ekki þar með sagt að sú kreppa
sem ríkisfjármálin em nú í hafi
verið leyst. Staðreyndin er sú að
árið í ár er annað árið í röð, þar
sem mikill halli verður á ríkis-
sjóði. Þessi þróun er bæði afleið-
ing af samdrætti þjóðarfram-
leiðslu, samdráttaraðgerðum rík-
isstjómarinnar og þeirrar stefnu
hennar að létta sköttum af fyrir-
tækjum og þeim hátekjumönnum
sem em í aðstöðu til að festa fé sitt
með arðbæmm hætti.
En þessi þróun er líka alþjóðleg. Um
allan heim hefur efnahagskreppan skap-
að mikinn halla á ríkissjóði og í mörgum
löndum eru við völd ríkisstjórnir sem
vinna markvisst að því að létta sköttum
af hátekjumönnum á sama tíma og vel-
ferðarþjónusta ríkisins er skorin niður.
í eftirfarandi grein verður fjallað um
ríkisútgjöldin sem slík og afstöðu sósíal-
ista í þeim málum en látð liggja milli
hluta spumingar varðandi það hvers
eðlis ríkið er og hver ræður því.
Ríkisútgjöld
Borgaraleg öfl hafa einkum bent á tvö
vandamál á sviði ríkisfjármála í þróuðu
auðvaldsríkjunum. í fyrsta lagi hefur
verið bent á það, að ríkisútgjöld hafi á
undanfömum ámm og áratugum vaxið í
hlutfalli við þjóðarframleiðslu. Sem
dæmi um þetta má nefna, að heildar-
tekjur hins opinbera, þ.e. bæði ríkis og
sveitarfélaga í löndum Efnahags- og
þróunarstofnunarinnar (OECD) í París,
en öll þróuðu auðvaldsríkin em aðilar
að henni, jókst úr um 29% af þjóðar-
framleiðslu á ámnum upp úr 1960 í um
37% af þjóðarframleiðslu í kringum
1980.í öðm lagi hefur verið nefnt, að á
undanfömum ámm hafa útgjöld ríkisins
víða aukist langt umfram tekjur, sem
hefur birst í vaxandi hallarekstri þess.
A síðasta ársfundi Seðlabankans
sagði Jóhannes Nordal seðlabankastjóri
m.a. um þetta vandamál:
„Fyrra vandamálið (þ.e. tilhneiging
til aukins halla - innskot MG), sem kalla
mætti sjálfheldu velferðarríkisins, er
orðið eitt meginviðfangsefnið í efna-
hagsstjóm flestra lýðræðisríkja, og ætti
nú að vera flestum kunnugt. Það felst
annars vegar í því, að ríkisvaldið og
aðrir opinberir aðilar hafa tekið á sig
vaxandi skuldbindingar til hagsbóta
fyrir almenning og til þess að verja ein-
staklinga, landshluta og jafnvel fyrir-
tæki fyrir áföllum. Með ókeypis þjón-
ustu, styrkjum og lánafyrirgreiðslu
leggjast þannig síauknar kröfur á ríkis-
sjóð, sem mönnum finnast þeir eiga rétt
1) Heimild: OECD: Economic Outlook, desember 1983
til að gera og bera litla ábyrgð á að
greiða. Jafnframt em menn ekki að
sama skapi fúsir til þess að sætta sig við
síhækkandi skattbyrði til þess að standa
undir auknum útgjöldum ríkisins, auk
þess sem mörg dæmi sýna, að of þungar
skattklyfjar geta oft á tíðum haft nei-
kvæð áhrif á framleiðslustarfsemina og
þannig aukið á vandann í stað þess að
leysa hann. Afleiðingin hefur því verið
tilhneiging til hallarekstrar, sem fjár-
magnaður hefur verið með sívaxandi
lántökum.“
í þessum tilvitnuðu orðum koma fram
þær meginhugmyndir sem borgaraleg
öfl hafa um þetta ,,vandamál“, sem sé
að útþensla ríkisins þrengi að einka-
geiranum og draga úr framleiðslu hans,
og að ekki sé hægt að skattleggja til að
standa undir vaxandi velferðarútgjöld-
um. Sams konar hugmyndir hafa komið
fram erlendis, t.d. meðal stuðnings-
manna Reagans í Bandaríkjunum og
Thatchers í Bretlandi.
Þegar vaxandi umsvif ríkisins eru
skoðuð og áhrif þeirra á efnahagsh'fið,
sérstaklega gróða einkafyrirtækjanna,
verður að hafa í huga að ríkisútgjöld eru
ákaflega mismunandi. Það eru aðeins
samneysla og opinberar fjárfestingar
sem koma til endanlegrar ráðstöfunar
hjá ríkinu (sjá landabréf), en tilfærslur
renna aðeins í gegnum ríkið og er ráð-
stafað af einkafyrirtækjum eða einstakl-
ingum. í rauninni eru það tilfærslumar
sem hafa aukist mest. Frá 1961 til 1981
jókst samneysla í OECD ríkjunum úr
tæpum 16% af þjóðarframleiðslu í tæp-
lega 18%. Á sama tíma jukust tilfærslur
úr tæpum 11% af þjóðarframleiðslu í
10