Neisti - 20.05.1984, Side 17

Neisti - 20.05.1984, Side 17
Suður-Ameríka Verkafólk tekur forystu, vinnur bandamenn. Eftir því sem baráttan gegn einræðis- st jómum þessara landa hefur vaxið hef- ur hlutur iðnverkalýðsins og námu- verkamanna orðið meira áberandi. Verkafólk hefur verið knúið til aðgerða vegna kreppunnar og aðhaldsaðgerða og hefur skilið hve brýna nauðsyn ber til að hrifsa til sín helstu mannréttindi úr höndum herforingjanna til að geta betur snúist gegn kaupráni og skerðingu fé- lagslegrar þjónustu. Jafnframt hefur verkafólk með bar- áttuaðferðum sínum vísað á bug til- raunum borgaralegrar stjómarandstöðu til að takmarka baráttuna við að ná aftur lýðræðislegum réttindum. Verkafólk heimtar ekki bara „frelsi" heldur líka „brauð og atvinnu". Verkafólk í Bólivíu hefur t.d. ekki látið við það sitja að komið hefur verið á „lýðræði" held- ur efast um réttmæti þess að ríkisstjóm- in fari eftir heimsvaldasinnuðum fyrir- mælum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Verkafólk hefur fundið mikilvæga bandamenn meðal annarra kúgaðra hópa í þjóðfélaginu. Á sjötta og sjöunda áratugnum sættu bændumir í Bólivíu sig fullkomlega við hemaðareinræði Banzers og Barrientos en nú hafa þeir komið fram sem skipulagðir og ákveðnir bandamenn verkalýðsstéttarinnar. í Chile vom hveitibændur, nautabændur, vörubílstjórar og smákaupmenn helstu stuðningsmenn afturhaldsins fyrir tíu árum. Nú blasir gjaldþrot við þeim og hafa þeir bæst í hóp andstæðinga Pinochets. Námsmenn gegndu sérstak- lega mikilvægu hlutverki í Uruguay en þar heyrist oft slagorðið: „Verkamenn og námsmenn sækjum saman fram“. Endurheimt lýðréttinda og fall her- foringjastjóma setur ný verkefni á dag- skrá hjá verkafólki og bandamönnum þess. Á næstunni má búast við tímabili mikillar stéttabaráttu milli verkalýðs og bænda annars vegar og borgarastétta og heimsvaldasinna hins vegar þar sem reynir á hvor aðilinn er sterkari. Nú hafa myndast möguleikar fyrir nýja hópa byltingarmanna sem náð geta saman við reynda byltingarsinna sem dregið hafa lærdóma af ósigrum tveggja áratuga og þeim sigrum sem unnist hafa síðan 1979. Nú er hægt að færa sér í nyt áunnin lýðréttindi og byggja upp bylt- ingarsinnuð verkalýðssamtök, ná áheym og stuðningi meðal stórra hópa öreigastéttarinnar og bandamanna hennar og marka stefnu í yfirstandandi félagslegum og efnahagslegum baráttu- málum sem miðar að valdatöku verka- lýðs og bænda. Borgaraflokkarnir hafa engar lausnir Ríkjandi stétt og heimsvaldasinnar vita vel að þetta em mál málanna hjá alþýðu manna í löndum Suður- Ameríku. Þess vegna reyna þeir að forða því að múgurinn taki völdin með því að vekja upp gamla, frjálslynda og þjóðernissinnaða flokka. Sumir þeirra hafa enn tiltrú fólksins vegna ofsókna sem þeir hafa sætt af hálfu herforingja- st jómanna eða minninga um félagslegar ráðstafanir sem þeir hafa beitt sér fyrir þegar þeir vom við völd fyrir áratugum. Þannig er t.d. hluti gömlu þjóðlegu byltingarhreyfingarinnar við völd £ Bólivíu en 1952 var hún í forystu fyrir vinsælli byltingu gegn gömlu fámennis- stjóminni. Róttæki flokkurinn sem nú er við völd í Argentínu hafði ekki sigrað í frjálsum kosningum síðan 1928. Þó Kristilegir Demókratar í Chile hafi fagn- að valdaráninu þar árið 1973 em þeir nú í forystu fyrir baráttunni gegn Pinochet. En þessi taktík er áhættusöm fyrir valdhafana sem ekki hafa mikið svig- rúm. Borgaralegir stjómarandstöðu- flokkar hafa lent í miklum erfiðleikum með að hafa taumhald á almennri and- ófshreyfingu þegar hún er einu sinni komin af stað. Ef þeir hika og reyna málamiðlanir við einræðisherrana verða þeir fljótt óvinsælir og missa forystuna til verkalýðsaflanna. Ef þeir komast til valda geta þeir ekki uppfyllt þær vonir sem bundnar hafa verið við þá en það hafa þeir Siles í Bóhvíu og Alfonsín í Argentínu fengið að reyna. Kreppan í undirstöðum efnahagslífsins og þrýst- ingur frá heimsvaldasinnum valda því að þeir geta þetta ekki. Þegar frjálslyndir borgarar reynast ófærir um að sh'ta af sér spennitreyju kapítalismans geta róttæk verkalýðsöfl auðveldlega unnið til sín fylgi þeirra meðal lýðsins. Langvarandi stöðugleiki þar sem borgaralegt lýðræði ríkir er því úti- lokaður í Suður-Ameríku. Slíkt stjóm- arfar mun alla tíð lenda á steðja verka- lýðsstéttarinnar og almennrar and- spymu og undir hamri heimsvaldastefn- unnar sem reynir að ná meiri verðmæt- um frá hálfnýlenduheiminum. Þegar iðnaðarframleiðslan í heims- valdalöndunum minnkaði, féll mjög skyndilega niður eftirspum eftir hráefn- um eins og chileönskum kopar, bóhví- önsku tini og brasilísku jámi. Þetta þýddi verðlækkun á þessum hráefnum. Heimskreppan orsakaði líka minnkandi sölu á vömm eins og argentínsku og uruguayönsku kjöti, brasilísku kaffi o.s.frv. Eftir því sem vemdartollastefna færðist í aukana í heimsvaldalöndunum varð erfiðara að selja iðnframleiðslu frá þessum löndum. Á sama tíma hélst verðlag á olíu, neysluvömm og vélum frá heimsvaldalöndunum hátt. Afleiðingarnar urðu harkaleg greiðsluþrot þessara landa. Argentína og Bólivía hættu að geta greitt erlend lán á réttum gjalddögum. Bankakerfið í Chile hmndi. Brasilía, sem skuldar meir en nokkurt annað land í heiminum eða 90 milljarða dollara komst einungis hjá greiðsluþroti með því að semja upp á nýtt við lánadrottna sína í heimsvalda- löndunum um endurgreiðslur en þeir óttuðust um stöðugleika bankakerfisins. Allt þetta hafði í för með sér versn- andi Hfskjör verkalýðs og bænda. Bank- ar í heimsvaldalöndunum skám niður lán til rómönsku-Ameríku. Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn krafðist aðhaldsað- gerða ef veita ætti meiri lán. Raunlaun og félagsleg þjónusta vom skert enn frekar. Gengisfelhngar helltu meiri oh'u á verðbólgubálið sem var þó ærið fyrir víðast hvar. Vegna harðskeyttrar út- Iánastefnu og minnkandi eftirspumar eftir neysluvömm varð mikið um gjald- þrot hjá litlum og meðalstórum fyrir- tækjum sem framleiddu fyrir innan- landsmarkað en það jók enn atvinnu- leysið. Smábændur lentu í miklum þrengingum vegna lækkandi verðs á afurðum og minni lána til kaupa á út- sæði, áburði og vélum. Að öðm óbreyttu hefðu svona efna- hagsþrengingar í kjölfar ógnarstjómar í mörg ár átt að auka enn frekar á von- leysi fólks. En fleiri þættir spiluðu inm'. í Nicaragua sannaðist 1979 þegar Somoza var steypt af stóli og bændur og öreigar sigmðu þjóðvarðhð hans sem fengið hafði þjálfun í Bandaríkjunum að enginn harðstjóri er ósigrandi hversu grimmilega sem hann beitir valdi sínu. Svipaða sögu er að segja frá íran en sama ár var keisaranum sem CIA hafði komið til valda steypt af stóli í geysilega fjölmennri uppreisn. í E1 Salvador og Guatemala og annars stað- ar þar sem einræðisherrar ríktu með til- styrk Bandaríkjastjómar kom til vopn- aðra fjöldauppreisna og á Grenada var harðstjórinn Gairy gerður landrækur og ríkisstjóm verkalýðs og bænda komið á 'egg- Þessir sigrar komu í kjölfarið á ósigr- um heimsvaldasinna í Indokína og sunn- anverðri Afríku þar sem nýlenduveldi Portúgala liðaðist í sundur. Um þetta leyti fór póitískur orðstír kúbönsku bylt- ingarinnar vaxandi vegna aðstoðar Kúbu við andheimsvaldabaráttu í Afríku og góðrar frammistöðu Fidels Castro sem talsmanns hagsmuna hálfný- lendnanna þegar hann var formaður samtaka óháðra ríkja. Þessi þróun vakti vonir hjá alþýðu manna í Suður-Ameríku á meðan efna- hagskreppan gróf undan félagslegum grundvelli einræðisstjómanna. Við mið- stéttum sem fram til þessa höfðu sætt sig við einræðisstjómimar vegna þess að þær höfðu „stöðugleika" í för með sér 17

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.