Neisti - 20.05.1984, Síða 19

Neisti - 20.05.1984, Síða 19
blasti nú gjaldþrot og þær snerust gegn stjórninni. Einstakir atvinnurekendur sem urðu fyrir barðinu á frjálshyggju- stefnu einræðisherranna fór að taka af- stöðu gegn þeim. Eftir því sem atvinna minnkaði og h'fs- kjör versnuðu fór fleira og fleira fólk að draga þá ályktun að það hefði engu að tapa - að betra væri að hætta lífinu í baráttu en deyja smám saman í eymd og volæði. I hverju landinu á fætur öðru fór múgurinn út á götumar og kallaði slag- orð eins og: „Se va acabar, la dictatura militar!“ (Hernaðareinræðið verður að taka enda). Árekstur við heimsvaldasinna Það er ljóst að þó heimsvaldasinnar láti sér nú um stundir nægja að hlutast til gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og með þrýstingi frá utanríkisþjónustunni munu þeir ekki hika við að beita her- valdi ef þeir telja slíkt nauðsynlegt til að verja þá hagsmuni sem þeir eiga að gæta. Þau valdarán sem mnnin em undan rifjum CIA undanfarin 15 ár og árás Breta á Malvinaseyjar sanna það. Sömuleiðis innrás Bandaríkjamanna á Grenada og stríðið sem þeir reka í Mið- Ameríku. Með sínum hætti em heims- valdasinnar að sýna íbúum heillar heimsálfu fram á réttmæti orða Fidels Castro frá 26. júh 1980: ,,Hvað hefur reynslan frá Guatemala, E1 Salvador, Chile og Bólivíu kennt okkur? Að það er aðeins ein leið, leið byltingarinnar. Að það er aðeins ein aðferð til, aðferð byltingarsinnaðrar vopnaðrar baráttu. Jafnvel þegar yfirgnæfandi meirihluti al- þýðunnar kýs gegn afturhaldsstjómum og með framsækinni ríkisstjóm eða jafnvel lýðræðislegri kemur valdarán, eins og í Chile og Bóhvíu, Og alþýðan hefur lært sína lexíu og séð að það er aðeins ein leið til frelsunar: leið Kúbu, leið Grenada, leið Nicaragua. Það er ekki til nein önnur lausn.“ Byggt á Intercontinental Press/lnprecor. RIKISSTJORNIR Á UNDANHALDI Brasilía og Perú: ríkisstjórnir á undanhaldi í Perú s jást ýmis merki þess að f jöld- inn sé á ný að taka fmmvkæðið gegn stjóminni. Stjómarflokkurinn fór miklar hrakfarir í bæja- og sveita- stjórnarkosningunum i nóvember. Sameinuða vinstrið (IU) sem er banda- lag flestra verkalýðsflokka í Perú náði meirihluta í höfuðborginni og APRA sem er þjóðemissinnaður stjómarand- stöðuflokkur bætti mikið við sig. Belaúnde forseti neyddist til að reka fjármálaráðherra sinn og láta af þeirri afstöðu sinni að banna rannsókn á mannréttindabrotum í Ayacucho en það hérað hefur verið undir stjóm hersins. Skæruliðahreyfingin í Ayacucho og nágrannahéruðunum og sú staðreynd að hernum hefur ekki tekist að upp- ræta hana er annað skýrt dæmi um þá upplausn sem ríkir í landinu. I Brasilíu hefur ný og öflug verka- lýðshreyfing verið að spretta upp. Undanfarin fimm ár hefur hún verið helsta aflið sem knúið hefur herfor- ingjastjómina til að slaka á einræðinu og endurreisa helstu mannréttindi. Einræðisstjómin í Brasilíu á nú við félagslega kreppu að stríða. Efnahags- undrið sem svo hefur verið nefnt er tekið að fölna. Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn knúði fram aðhaldsaðgerðir sem voru m jög óvinsælar og hleyptu af stað óeirðum atvinnuleysingja í marga daga í apríl 1983 í helstu borgum landsins. í júlí lamaðist helsta inaðarborg Brasilíu, Sao Paulo, algerlega vegna allsherjarverkfalls. Hvað eftir annað hafa stórmarkaðir í Rio de Jáneiro og öðrum stórborgum verið hreinsaðir al- gerlega upp af æstum og félausum múg. Borgaralegir stjómarandstöðuflokk- Hugo Blanco, bændaleiðtogi í Perú og forystumaður Perúdeildar fjórða al- þjóðasambandsins, segir í nýlegu við- tali: „Við erum að hefja mikilvsegt skeið í stéttarbaráttunni núna. Því fyrr sem vinstrihóparnir sameinast og því betur, sem þeim tekst að yfirvinna einangrun- arsinnaðar tilhneigingar, því betri eru möguleikar okkar.“ Að ofan Merki Bylt- ingarsinnaða verkamannaflokksins, sem Blanco veitirforystu. ar í Brasilíu sem fara nú með völd í mörgum helstu fylkjum landsins hafa færst nær stjóminni í þessari kreppu. Figueiredo hershöfðingi hefur boðist til að halda forsetakosningar þar sem eftirmaður hans yrði valinn og yrði það til að liðka til fyrir samstarfi við stjóm- arandstöðuna. Verkamannaflokkur- inn (PT) sem er byggður á verkalýðs- félögunum höfðar nú til sífellt fleiri verkamanna sem valkostur við her- stjóm og aðhaldsaðgerðir. 19

x

Neisti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.