Neisti - 20.05.1984, Síða 20

Neisti - 20.05.1984, Síða 20
NÁMUMENN TAKA FORYSTUNA Bólivía: námuverkamenn taka forystuna Á meðan á Malvinaseyjastríðinu stóð var uppreisn að grafa um sig gegn herforingjastjórninni í Bólivíu. Mörg allsherjarverkföll - það fyrsta 28. -29. mars 1982 - voru skipulögð af verka- lýðssambandinu en starfsemi þess var bönnuð. Þessi allsherjarverkföll urðu sífellt öflugri. Fyrsta krafan var að af- létt yrði aðhaldsaðgerðum sem gripið hafði verið til mánuði fyrr en hreyfing- in tók brátt á sig form baráttu gegn einræðinu. í september 1982 neyddust herforingjarnir til að kveða saman þingið sem þeir höfðu rofið með valdi 1980. Þeim var nóg boðið, þegar hafið var allsherjarverkfall í ótakmarkaðan tíma og 100 000 manns fóru í kröfu- göngu um götu La Paz og afhentu Her- nám Siles Zuazo forsetatignina. Siles var kosinn forseti þrisvar á árunum 1978-80 en í hvert sinn hafði herinn rænt hann völdum. Nýja ríkisstjórnin var samsteypu- stjórn þar sem kommúnistaflokkurinn átti aðild ásamt flokki Silesar sem er þjóðernissinnaður borgaraflokkur og nefnist samsteypan Lýðræðiseining al- þýðunar (UDP). Stjóm verkalýðssam- bandsins (COB) var boðin aðild en hún hafnaði því og kaus að bíða átekta með afstöðu sína til ríkisstjómarinnar. Nýja stjórnin naut í upphafi víðtæks stuðnings en hann hvarf eins og dögg fyrir sólu þegar Siles fór að framkvæma aðhaldsaðgerðirnar sem herforingam- ir höfðu runnið á rassinn með. Verk- föll til að knýja fram hærra kaupgjald h'ófust í mars 1983 og mótmæli fóm að heyrast frá húsmæðmm og náms- mönnum. í apríl hófu COB og tinnámuverka- mannasambandið (FSTMB) sem er sterkasti aðili COB pólitíska sókn. Þing COB krafðist þess að verkafólk fengi meirihluta í stjórnum ríkisfyrir- tækja þ.á m. þeim tinnámum sem eru þjóðnýttar, verkalýðseftirlits í einka- fyrirtækjum og helmingsaðildar COB á öllum stigum stjórnsýslunnar. Ekki var látið við það sitja að setja þessar kröfur á blað. 19. aprfl lagði námumannasambandið undir sig bygg- ingu höfuðstöðva ríkisreknu námanna og hóf að raungera kröfuna um sjálfs- 20

x

Neisti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.