Neisti - 20.05.1984, Page 36

Neisti - 20.05.1984, Page 36
Verkafólk andæfir kjaraskerðingum Eftir Árna Sverrisson Pólska skrifræðið hefur velt afleið- ingum sóunar og óstjómar í efna- hagslífinu alfarið yfir á verkafólk á undanföraum árum. Afleiðingar óstjómarinnar koma m.a. fram í því, að þjóðartekjur á mann hafa lækkað um 28% frá 1978 til 1983. í lokársins 1983 dró enn úr framleiðslu, bæði í iðnaði og landbúnaði, og lífskjörum verkamanna hefur hrakað gríðarlega. 30. janúar s.l. var matvöruverð enn hækkað. Brauð og hveiti hækkuðu um 25% kjötvörur um 25-85% og mjólk og mjólkurvörur um 10-35%, svo dæmi séu nefnd. Á sama tíma fjölgar þeim, sem hafa ekki efni á hinum mánaðarlega skammti sem þeim er úthlutað: einu pundi af smjöri, 2 1/2 kílói af sykri. Ný vinnulög Til að „takmarka áhrif verðhækk- ana“ voru ný lög sett 1. febrúar. Vinnu- löggjöfinni var breytt, til að gefa mögu- leika á útbreiddri aukavinnu, og vinnu ellilífeyrisþega, skólafólks og fólks í fæðingarorlofi, og hvatti sjónvarpið þessa hópa mjög til að nýta sér þessa nýju möguleika til að hækka tekjumar. Þá var sett hámark á heildarlauna- greiðslur. Hingað til hefur launum verið haldið niðri með sérstökum skatti á meðal- launahækkanir, sem innheimtur er af fyrirtækjunum. Nú verður sú breyting á að heildarlaunahækkanir verða skatt- lagðar, sem aftur leiðir til vaxandi launamunar í fyrirtækjunum. En það var einmitt markmið stjómarinnar. Þessi lög em afturvirk, og ná þar með til þeirra kaupauka, sem jafnan em greidd ir eftir ársuppgjör í pólskum fyrirtækj- um. Þá var fyrirtækjum framvegis í sjálfs- vald sett að ákveða launin, en hingað til hefur vald einstakra fyrirtækjastjóma aðeins náð til kaupaukakerfa. Aukinn launamunur Verkalýðsfélagaráðherrann, Stani- slaw Ciosek lýsti markmiði lagabreyt- inganna þannig: „Markmið þessara (launa)Iaga er að skapa mikinn launamun, í samræmi við þann mælikvarða, hversu gagnleg vinn- an er fyrir fyrirtækið, og útrýma öllum hugmyndum um ölmusur þegar launa- ákvarðanir em annars vegar. Við getum ekki gefið peninga, við megum ekki líta á launin sem félagslegar bætur. Ef fyrir- tæki vill greiða einhverjum meira, verð- ur annar að fá minna. Laun verður að ákveða samkvæmt jámlögmálum efna- hagsh'fsins, og hugmyndin um félagslegt lágmark á aðeins við þá sem ekki vinna.“ Vaxandi vinnunauðung Þessar ráðstafanir fylgja í kjölfar ann- arra verkalýðsfjandsamlegra aðgerða, sem beinast að því að herða vinnunauð- ungina. Oleyfilegt er orðið að sækja um vinnu nema fyrir milligöngu hinnar ríkisreknu atvinnumiðlunar, og upp- sagnarfrestur hefur verið lengdur osfrv. Þessar ráðstafanir era í beinu samhengi við launalækkanimar. Á síðastliðnu ári var t.d. breytt launakerfinu í vefnaðar- verksmiðju einni í Lodz - 12000 manns Þrátt fyrir fjölmennar aögerðir á vegum flokkshollra 1. maí s.l. tókst ekki að fela andstæðumar innanlands. Aðgerðir samstöðumanna voru barðar niður með lögregluvaldi en frá því eigum við engar myndir. 36

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.