Neisti - 20.05.1984, Blaðsíða 37
Grenada
Leiðtogar New Jewel hreyfingarinnar fara fyrir göngu að grafreit Rupert Bishops,
föður Maurice Bishops, sem myrtur var af sveitum Gairys. Gangan var farin til að
minnast þeirra sem létu lífið fyrir byssukúlum Coard-klíkunnar.
Nýtt blað:
HETJUR
ALÞÝÐUNNAR
Endurreisn New Jewel heldur áfram
unnu í verksmiðjunni við upphaf til-
raunarinnar, en aðeins 6700 voru eftir
nokkrum mánuðum seinna. Vaxandi
launamunur mun enn fjölga tilefnum
verkafólks til að leita betri vinnu, og því
er stjóminni nauðsynlegt að hindra það,
að almennur fíótti frá láglaunafyrirtækj-
unum eigi sérstað.
Víðtæk verkföll
Þessar nýju kjaraskerðingar og kúg-
unarráðstafanir hafa mætt víðtækri and-
stöðu. Verkföll og mótmælaaðgerðir
sýna gerla hug verkafólks til „efnahags-
umbóta“ stjómvalda. Verkfallsþátttaka
hefur víðast verið 90-95%, en frekari
þróun baráttunnar hefur strandað á því,
að samvinna milli vinnustaða, iðngreina
og landshluta er afar torveld vegna
banns við starfsemi verkalýðsfélaga og
veikleika neðanjarðarsamtakanna, sem
geta engan veginn beitt sér jafn vel og
samtök, sem starfað geta opinskátt.
Lögreglan umsvifameiri
í kjölfar hinna víðtæku mótmæla
gegn verðhækkununum og nýju launa-
lögunum, hefur stjómin magnað nýja
öldu kúgunar og lögregluaðgerða gegn
verkafólki. í byrjun febrúar vom 244
pólitískir fangar í Póllandi, og 93 þeirra
hafa verið dæmdir, yfirleitt til 3 1/2-7
ára fangelsisvistar. Síðan þá hefur
skyndihandtökum yfirheyrslum og bar-
smíðum, líflátshótunum og annarskyns
lögregluaðgerðum fjölgað mjög, eink-
um í Wroclaw og nágrenni, þar sem
neðanjarðarsamtök verkafólks em
sterk og virk. En kúgunin hefur einnig
aukist í öðmm landshlutum. Baráttan
gegn ómannúðlegri meðferð pólitískra
fanga er óaðskiljanlegur hluti frelsis-
baráttu pólskrar alþýðu, og hefur föng-
um tekist að knýja fram vemlegar bætur
með hungurverkföllum.
Baráttan heldur áfram
Pólska verkalýðshreyfmgin hefur
ekki verið brotin á bak aftur þrátt fyrir
það að samtök verkafólks séu bönnuð
og forystumenn þess sæti grimmilegri
kúgun. Alþjóðleg samstaða verkalýðs-
afla með baráttu neðanjarðarhreyfing-
arinnar og stuðningur við kröfuna um
lýðréttindi pólsku verkafólki til handa
eru meðal mikilvægustu verkefna sósíal-
ista, nú sem fyrr.
Fyrsta tölublað fréttablaðsins
„Hetjur Alþýðunnar“ kom út á
Grenada 10. mars s.l. Ritið, sem
áætlað er að gefa út mánaðarlega,
er málgagn Minningarstofnunar
Maurice Bishops og píslarvottanna
frá 19. október, 1983.
Blaðinu er ætlað að halda á lofti
minningu og pólitískum arfi Grenad-
ísku byltingarinnar. „Vissulega vom
Maurice Bishop og Unison Whitman,
um þrettán ára skeið, algerlega sam-
runnir og rótfastir í jarðvegi alþýð-
unnar á Grenada" segir í forystugrein
„Hetjur alþýðunnar“. „Þeir færðu
fómir í þágu fólksins. Hinu auðugu
reynslu þeirra þarf að safna saman og
varðveita hana fýrir þjóð vora, þá sem
lifa og þá sem ófæddir em.“
Tilgangur Minningarstofnunarinnar
er nánar skýrður á öðmm stað í blað-
inu. Þar segir, að þögn umvefji
Maurice Bishop og minningu hans af
opinberri hálfu. Flestir Grenadabúar
eru enn ekki búnir að ná sér eftir hið
mikla áfall í október, valdatöku
Coard-klíkunnar, morð og útgöngu-
bann, og síðan innrás Bandaríkjahers,
segir og þar. „Þeir sem hafa komið
stofnuninni á fót líta þó á það sem
skyldu sína, að ganga fram fyrir
sk jöldu og gera eitthvað jákvætt í nafhi
Maurice Bishops og píslarvottana frá
því í október,“ segir ennfremur.
í blaðinu er æviágrip Maurice
Bishop og yfirlit um alþjóðleg við-
brögð við innrásinni á Grenada og á
nærliggjandi eyjum, auk annars efnis.
Maurice Bishop.
37