Andvari - 01.10.1965, Page 16
106
ARNHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR
ANDVAIU
verið staðsettur í baðstofum. Hins vegar
er ljóst að þannig hefur ekki háttað til í
baðstofunni að Sólheimum. Þar liggur
næst að ætla að bekkur og pallur hafi
staðið hvor gegnt öðrum í baðstofunni.
Og í þá átt bendir orðalag víða í úttekt-
um frá ofanverðri 16. öld og framan af
17. öld. Sem eitt dæmi af mörgum, er
sýnir þetta ótvírætt, tilgreini ég hér brot
úr máldaga Hálskirkju frá árinu 1631:
„Baðstófan sú stóra væn með bekk og
borði öðru megin en palli öðru megin.“06)
Borð er ckki nefnt á palli í borðstof-
um á 16. öld utan felliborS í Laufásbað-
stofu 1559 (sbr. það sem segir í kafla um
borðiS hér á öðrum stað). Það virðist
heyra bekknum til. Eru þá að jafnaði
nefndar t röppur fyrir bekknum, og hef-
ur borðið staðið á þeim. (Trappa og skör
virðast sömu merkingar eftir orðalagi að
dæma í þýddu riti frá öndverðri 17. öld,
Arctander eða lðrunarspegli N. Laurid-
sens, en þar segir svo: „. . . fjórar tröpp-
ur, eða skarir um hvcrjar hann verður
upp að stíga.“) Fyrir palli eru hins vegar
ætíð nefndar skarir eða stéttir.
En hvað táknar þá pallur í baðstofu í
úttektum frá 16. öld: upphækkað gólf,
prepmyndað sæti, rúmstæði? Þessu er
örðugt að svara, þar eð orðalag er óskýrt
og mismunandi í úttektum og öðrum
heimildum. Ég hygg þó að hann hafi að
jafnaði verið þrepmynduð upphækkun,
þar sem menn hafi í senn getað setið og
hvílt (sbr. orðalag Jóns Gissurarsonar um
pallinn í Snóksdal). En eitt og annað
bendir þó til þess að einmitt á ofanverðri
16. öld hafi pallurinn verið að breytast
og fá nýtt eða öllu heldur sérhæfðara
hlutverk einkum norðanlands. Til styrkt-
ar þeirri tilgátu nefni ég hér dæmi um
orðalag í úttekt Höskuldsstaða árið 1597.
Þar er svo að orði komizt: „stórubaðstofa
væn og sterk af viði, með bckk og borði,
þiljað umhverfis, tröppur og könnusæti,
þar með pallur með kostum gerður, með
þremur pallstokkum, og þremur skör-
um.“67)
Með hliðsjón af orðalagi í úttektum
frá 17. öld hygg ég líklegast að pallstokk-
ar merki hér „rúmstokka" og á pallinum
í Höskuldsstaðabaðstofu hafi staðið þrjú
rúm með skörum fyrir. Til samanburðar
nefni ég hér orðalag um baðstofurúm i
máldaga Presthólastaðar árið 1631: „Lítil
baðstdfa mcð greniraft þiljað undir syll-
ur, sæng með bríkuin öðru megin, cn
borð og bekkur með tröppum öðrum
megin . . . Stór baðstofa með palli, sæng
á aðra síðu en bekkur með tröppum og
borði á aðra.“68)
Bekkurinn hefur samkvæmt heimild-
um einnig verið þrepmyndaður. (í stöku
heimild er getið urn hvort tveggja tröpp-
ur og skör fyrir bekk). Þeir virðast oft
hafa verið hlaðnir úr torfi og grjóti, og
felst þar í grundvallarmunur á bekk og
palli. Þetta má m. a. sjá í eftirfarandi
orðalagi frá 18. öld: „að hlaða bekk eður
þrep á vegginn . . . veit ég ei til hvers
góðs er.“69)
I Islandslýsingu Odds Einarssonar er
hins vegar aðeins getið um „timbraða"
bekki í baðstofum og að þeir standi á
þvergólfi. (Ég mundi heldur vilja orða
það svo, að þeir hafi staðið á palli). Enn
fremur minnist Oddur á önnur sæti svo
sem skemla svo og borð, er allt standi
á þessu þvergólfi eða þrepmynduðum
upphækkunum. Og hann skýrir þessa
tilhögun svo að hún sé gerð til að not-
færa sér hitann, sem jafnan „stígi upp,“
eins og hann orðar það.
Hér er í fyrsta lagi athyglisvert að
Oddur nefnir ekki rúm í baðstofum,
heldur aðeins sæti. Kemur það heim við
orðalag um baðstofur í allflestum úttekt-
um frá 16. öld, er varðveittar eru, en
breytist hins vegar, þegar kemur fram
á 17. öld, en þó einkum hina 18. A 16.