Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.10.1965, Qupperneq 16

Andvari - 01.10.1965, Qupperneq 16
106 ARNHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR ANDVAIU verið staðsettur í baðstofum. Hins vegar er ljóst að þannig hefur ekki háttað til í baðstofunni að Sólheimum. Þar liggur næst að ætla að bekkur og pallur hafi staðið hvor gegnt öðrum í baðstofunni. Og í þá átt bendir orðalag víða í úttekt- um frá ofanverðri 16. öld og framan af 17. öld. Sem eitt dæmi af mörgum, er sýnir þetta ótvírætt, tilgreini ég hér brot úr máldaga Hálskirkju frá árinu 1631: „Baðstófan sú stóra væn með bekk og borði öðru megin en palli öðru megin.“06) Borð er ckki nefnt á palli í borðstof- um á 16. öld utan felliborS í Laufásbað- stofu 1559 (sbr. það sem segir í kafla um borðiS hér á öðrum stað). Það virðist heyra bekknum til. Eru þá að jafnaði nefndar t röppur fyrir bekknum, og hef- ur borðið staðið á þeim. (Trappa og skör virðast sömu merkingar eftir orðalagi að dæma í þýddu riti frá öndverðri 17. öld, Arctander eða lðrunarspegli N. Laurid- sens, en þar segir svo: „. . . fjórar tröpp- ur, eða skarir um hvcrjar hann verður upp að stíga.“) Fyrir palli eru hins vegar ætíð nefndar skarir eða stéttir. En hvað táknar þá pallur í baðstofu í úttektum frá 16. öld: upphækkað gólf, prepmyndað sæti, rúmstæði? Þessu er örðugt að svara, þar eð orðalag er óskýrt og mismunandi í úttektum og öðrum heimildum. Ég hygg þó að hann hafi að jafnaði verið þrepmynduð upphækkun, þar sem menn hafi í senn getað setið og hvílt (sbr. orðalag Jóns Gissurarsonar um pallinn í Snóksdal). En eitt og annað bendir þó til þess að einmitt á ofanverðri 16. öld hafi pallurinn verið að breytast og fá nýtt eða öllu heldur sérhæfðara hlutverk einkum norðanlands. Til styrkt- ar þeirri tilgátu nefni ég hér dæmi um orðalag í úttekt Höskuldsstaða árið 1597. Þar er svo að orði komizt: „stórubaðstofa væn og sterk af viði, með bckk og borði, þiljað umhverfis, tröppur og könnusæti, þar með pallur með kostum gerður, með þremur pallstokkum, og þremur skör- um.“67) Með hliðsjón af orðalagi í úttektum frá 17. öld hygg ég líklegast að pallstokk- ar merki hér „rúmstokka" og á pallinum í Höskuldsstaðabaðstofu hafi staðið þrjú rúm með skörum fyrir. Til samanburðar nefni ég hér orðalag um baðstofurúm i máldaga Presthólastaðar árið 1631: „Lítil baðstdfa mcð greniraft þiljað undir syll- ur, sæng með bríkuin öðru megin, cn borð og bekkur með tröppum öðrum megin . . . Stór baðstofa með palli, sæng á aðra síðu en bekkur með tröppum og borði á aðra.“68) Bekkurinn hefur samkvæmt heimild- um einnig verið þrepmyndaður. (í stöku heimild er getið urn hvort tveggja tröpp- ur og skör fyrir bekk). Þeir virðast oft hafa verið hlaðnir úr torfi og grjóti, og felst þar í grundvallarmunur á bekk og palli. Þetta má m. a. sjá í eftirfarandi orðalagi frá 18. öld: „að hlaða bekk eður þrep á vegginn . . . veit ég ei til hvers góðs er.“69) I Islandslýsingu Odds Einarssonar er hins vegar aðeins getið um „timbraða" bekki í baðstofum og að þeir standi á þvergólfi. (Ég mundi heldur vilja orða það svo, að þeir hafi staðið á palli). Enn fremur minnist Oddur á önnur sæti svo sem skemla svo og borð, er allt standi á þessu þvergólfi eða þrepmynduðum upphækkunum. Og hann skýrir þessa tilhögun svo að hún sé gerð til að not- færa sér hitann, sem jafnan „stígi upp,“ eins og hann orðar það. Hér er í fyrsta lagi athyglisvert að Oddur nefnir ekki rúm í baðstofum, heldur aðeins sæti. Kemur það heim við orðalag um baðstofur í allflestum úttekt- um frá 16. öld, er varðveittar eru, en breytist hins vegar, þegar kemur fram á 17. öld, en þó einkum hina 18. A 16.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.