Andvari - 01.01.1906, Blaðsíða 14
8 Frá Arnljóti Ólafssini.
ingarinnar— alt þetta ijóst og lifandi og sem í hug-
sjá skoðað. Hann gerðist og handgenginn ljóðskáld-
unum og lilíddi oft hugfanginn hörpusöngvum. Hörpu-
söngvarinn kvað um gleðileik ástanna, svo lijarta
unglingsins hoppaði af fögnuði, um ástvinamissi, sorg
og söknuð, svo hjarta unglingsins varð harmdögg
slegið, um unað og munuð, svo indislegar langanir
og sælar nautnir vöfðust í mjiikum faðmlögum kring-
um hjarta hans og vögguðu því í sæludraumum.
Nú kvað söngvarinn um góðleik hjartans, rjettleilc
viljans, sannleik tungunnar, fegurð tilfmningarinnar.
Enn sem unglingurinn heirði og nam alt þetta, þá
hvarf öll óró og öll óánægja úr liuga hans. Hann
var orðinn sæll. Himininn var heiður og hlár, haíið
skínandi bjart, sól skein í heiði, fífilbrekkan stóð í
hlóma, dalurinn var iðgrænn, fuglinn söng ástarljóð,
fossinn rómaði fögnuð. Öll hugbleiði var nú horfin
úr brjósti unglingsins. Hann eltist, varð mentaður
dugandismaður og kom aldrei til hugar að ílíja ætt-
jörð sína, því að hann vissi vel, að Island var landa
frjálsast, meðan það bigðu frjálsir raenn, og svo mundi
það jafnan verða«.
Jeg hef tekið þennan fagra kaíla úr Auðfræðinni
(nokkuð stittan), bæði til að sína ritsnild Arnljóts,
þegar honum tókst upp, og al' því að mjer ergrunur
á, að Arnljótur hafi lijer, ef til vill ósjálfrátt, brugðið
upp flrir lesendum mind af mentaferli sínumáæsku-
skeiði í »hugsjá« endurminningarinnar. Orðin »upp,
upp!«, »fram, fram!« hafa ellaust bergmálað í huga
hans í uppvextinum á Auðólfsstöðum. Gáfur hans
og náinshæfilegleikar gerðu íljótt vart við sig, enn
þó var hann seint settur til menta. Þar kom að lok-
um, þegar hann var um tvítugt, að hann í'ór að læra
undir skóla, first hjá frænda sínum Magnúsi Ólsen
á Þingeirum, þá einn velur lijá Sveini presti Níelssini í