Andvari - 01.01.1906, Blaðsíða 98
92 Dr. Valtýr og embættisgjöldin.
sleppir líka úr reikningnum hjá Dönum öllum kostn-
aði við embœltisrekstur og eftirlaunum, sem hann telur
hjá oss. Þetta mun nú eiga að heita Valtýsk sam-
viskusemi, dr. Valtýr/ Annars mun jeg síðar vílcja
nánar að útreikningi doktorsins á embættiskostnaði
Dana.
Tollheimtulaun síslumanna og bæjart'ógeta vill
dr. V. enn sein fir telja með embættisgjöldum, þrátt
íirir það ])ó að það sje ljóst, að þau eru ekki annað
enn lítilfjörleg þóknun íirir alt það ómak og kostnað,
sem þessir embættismenn liafa af innheimtunni og
eftirlitinu með tollskildum vörum og firir þá miklu
peningaábirgð, sem innheimtunni filgir. Það er eins
og hann ætlist ' til, að landið fái þessar langdrígstu
tekjur sínar imiheimtar firir ekki neitt! Hinu, sem
jeg tók fram í hinni firri grein minni, að »Iandið
mundi ekki með neinu öðru móti geta trigt sjer inn-
heimtu tollteknanna firir jafnlítið hundraðsgjaldw,
mælir hann ekki á móti, enda er það öllum ljóst, að
vjer höfum hingað til með þessu firirkomulagi spar-
að oss díra lollgæslu með mörgum sjerstökum totl-
þjónum. Enn Iátum nú þetta alt vera. Því verður
ekki neitað, að þessi þóknun rennur til embættis-
manna, eins og jeg líka tók fram í hinni firri grein
minni. Enn hvernig verður því bót mæll að telja
þessa upphæð til embættisgjalda, og svo síðar, i
samanburðinum við tekjur landssjóðs, að telja hana
ekki með tekjumegin? Jeg benti á það í firri grein
minni, að dr. Valtýr hel’ði gert sig sekan i þessari
bersínilegu reikningsvillu. Fram hjá þessu gengur
hann þegjandi í svari sínu, hefur auðsjáanlega ekki
treist sjer til að fóðra það, enn er hins vegar ekki
sá drengur að játa, að sjer hafi ifirsjest.
Doktorinn vill ekki kannast við, að það sje rangt
hjá sjer að telja endurgjald firir burðareiri embættis-