Andvari - 01.01.1906, Side 22
16 Frá Arnljóti Ólafssini.
lögunum, talsvert lægra enn lilboð stjórnarinnar 1867.
Samt sem áður varð mótspirna sú, sem sr. Arnljótur
liaí'ði sínt Jóni Sigurðssini 1865 og 1867, lilefni til
þess, að hann var ekki kosinn á þing um nokkur ár.
Árið 1877 birjar annar kaflinn í þingsögu Arn-
Ijóts Ólafssonar. Hann var þá kosinn á þing af
Norðmílingum, líklega meðfram firir mjög fróðlegar
og skarplegar greinar um skattamálið, er hann hafði
birt árið áður í Norðlingi. Vildi hann láta leggja
jarðaskalt á jarðeigendur og ábúðarskatt á ábúendur,
hvorttveggja eftir hundraðatali jarðanna, enn eklci
leggja neinn skatl á lausafje. Síndi hann einkum
l'ram á, hve ranglátt það væri, að leiguliðar slcildu
bæði greiða skatt af ábúðinni, atvinnu sinni, og svo
þar að auki af lausaljenu, enn því hafði skattamála-
nefnd sú haldið fram, er skipuð liafði verið. Þessari
skoðun sinni filgdi liann fast fram á þingi 1877, og
eru ræður hans þá í skattamálinu einhverjar hinar þing-
mannlegustu ræður, sem lialdnar hafa verið á alþingi.
Enn ekki tókst honum þó að drepa lausafjárskattinn.
Árið 1878 ritaði sr. Arnljótur greinar í Norðling,
er hann nefndi »Nokkur landsmál« og árið eftir fram-
liald þeirra, »Nokkur athugamál«. Eru þar í hinar
svæsnu greinar hans um þá hækkun á launum
embættismanna, er alþingi hafði gengið að árið 1875.
Hrjóta þar mörg hörð orð í garð »liinna hálaunuðu
landsómagaö1. Allmerkileg er ein at' þessum greinum
’] Um þetta leiti orti Páll Ólaísson liinar alkunnu visur, sera þetta er í
Hcntug mundi Hrafnagjá
aö liafa íirir landsins kassa.
Arnljótur minn þirfti þá
þar aö vera liann að passa.
og þetta:
Ifirvöldin iröi þá
ekki rík úr landsins kassa.
Par fær enginn gull úr gjá,
sem gamli Ljótur á að passa!