Spegillinn


Spegillinn - 07.12.1945, Blaðsíða 9

Spegillinn - 07.12.1945, Blaðsíða 9
XX. 22.-24. mmiiiiiimiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii SPEGILLINN imimiimiiiimimmmimimimiiiiimmmimiiiimiiiimiiiiimiimiiimmimmmmiimmmmmimiiiiiiiimmmiiiiimiiilimiliiliiliiliimiiiimiiiimimiiiiimmiimmmiiiimiimmiimmii! svo ci’ liqiiiíð, að.Jn'jnr slór- þjóðina og sjálí'stai’ðið, irinbyrðis, virðist ckki við, að „þriiitcnnt sé í\ Um jóladaginn og veginn Svei mér ef ég var ekki farinn að hlakka til að geta bitið ykkur af með einhverju snakki um frið á jörðu og þesshátt- ar, úr því að stríðið er á annað borð búið að kalla. En svo vel vildi nú ekki verkast og ollu því bæði Indónesarnir í Súrubæju og svo Dómkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík, en hjá báðum þessum Itjóðflokkum hefur geisað frelsisstríð, sem er enn ekki lokið hjá hinum fyrrnefndu, en hinir síðarnefndu verða vonandi búnir að jafna sig fyrir jólin, ef þeir þá jafna sig á annað borð, þannig að þeir, sem eru heiðnir alla daga árs- ins, nema prestskosningadaga, verði orðnir sæmilega heiðnir aftur. En þá er samt bæjarstjórnarkosningin enn yfirvof- andi, þótt vonandi verði gert vopnahlé um sjálfa jólahelg- ina, meðan menn eru að raða í sig hangiketinu, enda er það ekkert venju fremur pólitískt í ár, nema síður sé, þar sem Jón í Sambandinu hefur nú skilið við ketið og ætlar að fara að þjóna andanum í Landsbankanum. Ég var einmitt að ljúka við að lesa ágæta bók, sem Sjó- sókn heitir, og dást að Álftnesingum fyrir dugnað þeirra við sjóinn, þegar mér bárust fregnir af fyrstu sjóferð eins nýja björgunarskipsins og varðskipsins okkar — líklega Maríu, sem svo á að nefna (enda þótt þess sé hvergi getið í annálum, að Bakkabræður hafi átt neina systur, en allir virtust sam- mála um að nefna skipin eftir þeim herrum). Hún hafði far- ið til ísafjarðar og haft innanborðs póstpakka marga, auk dómsmálaráðherrans. Sýndi það sig þá, að skipið var lengur en Súðin að fara þessa leið, enda er það brezkt að uppruna, og Bretinn flanar ekki að neinu. Hið góða skip hreppti 5—8 stiga vind, með þeim árangri, að ekki var hægt að kveikja upp í kolaofnum þeim, er þar prýða allar vistarverur, og þá heldur ekki í kabyssunni, til þess að velgja eitthvað ofan í mannskapinn, enda er sagt, að ísfirðingar hafi mælt, er þeir sáu Finn stíga á land með klökuð vitin: ,,Sá er nú kald- ur, maður!“ Það ku hafa gloprazt upp úr Breta einum, er þarna var innanborðs, að mannskapurinn væri vanur að hafa með sér eitthvað volgt á hitabrúsa í herferðum sínum á svona skipum, og sé þetta rétt hermt, ættum vér að gera Pálma út aftur til Bretlands og heimta brúsa þessa, ella rifta kaupun- um. Hinsvegar er engin ástæða til þess — venju fremur — að fara að setja Pálma af, enda mundi Skipaútgerð ríkisins alveg breyta svip við það — og við erum orðin svo vön þess- um svip. Annað mál væri að setja hann á eitt skipið svo sem eitt úthald og sjá svo til, ef hann kemur jafnslæmur aftur. Illa gengur mjólkinni að batna, og er nú svo komið, að þeir, sem bezt gengu fram í því að drepa Korpúlfsstaðabúið hér forðum, vilja nú óðir endurreisa það, og jafnvel helzt gera Bjarna Ben. að fjösarektor. Spor má það telja í um- bótaáttina, að læknar hafa stofnað mjólkur- eða að minnsta kosti kúa-bú í Laxnesi, óðali Halldórs, hvort sem mjólkin yerður kölluð eftir honum, sem sanngjarnt væri, þar sem fáir hafa látið búnaðarmál jafnmikið til sín taka í seinni tíð. 201

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.