Spegillinn


Spegillinn - 07.12.1945, Side 11

Spegillinn - 07.12.1945, Side 11
XX. 22.-24. SPEGILLINN iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiciiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiliiiiiliiliiliiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiir iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniii 111111111111111111 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin iii n ii iiiiiiiiiiinHnniiiiinim KRISTÍN. Guð fyrirgefi þér að segja þetta, Þorbjörn. Áttu ekkert af þínum eigin börnum? Og þetta segirðu svo sjálfur sýslumaðurinn heyrir. SÝSLUM. Hvað er þetta, Þorbjörn. Eru þau ekki sex og öll uppkomin. Hvernig getur þér allt í einu dottið þessi óskön í hug? KRISTÍN. Ó, sei, sei, nei, sýslumaður, þetta er svo sem ekki ný bóla hjá honum Þorbirni. Þessi grilla hefur verið í honum öll árin frá því er ég var ófrísk í fyrsta sinn, að hon- um Jóni mínum, og alla tíð síðan í hvert sinn, sem ég hef gengið með börnin. Eftir að þau fæddust bráði alltaf af hon- um í bili, en svo byrjaði allt á nýjan leik, þegar ég var orðin ófrísk aftur. ÞORBJ. Heldurðu ekki að það hafi verið von að mér dytti þetta í hug? KRISTÍN. Aumt er að verða að hlusta á, hvað þú lætur út úr þér, Þorbjörn. Von — segir þú. Sagði ég ekki svo sem líka við þig oftar en einusinni og oftar en tvisvar, að þú skyldir bara halda þér frá mér í eitt ár eða svo, og þá myndir þú komast að raun um bölvaða vitleysuna í þér. Manstu ekki þetta, Þorbjörn? ÞORBJ. Víst man ég það. En þú meintir bara aldeilis ekk- ert með því. KRISTÍN. Því helvítis lýgur þú. Ég meinti það víst! SÝSLUM. Jæja, jæja, hjónin góð. Sleppum þessu. En er alveg víst að þið viljið skilja. Vilt þú endilega skilja, Þor- björn, eftir öll þessi ár? ÞORBJ. Það vil ég úr því hún segir að ég eigi börnin. KRISTÍN. Þú ert meiri ódámurinn, Þorbjörn. Á ég að fara að ljúga skömmum upp á sjálfa mig! SÝSLUM. En þú, Kristín, vilt þú gefa eftir skilnaðinn? KRISTÍN. Ætli mér standi ekki á sama úr þessu, ef okk- ur getur komið saman um skiptinguna á þessum litlu reitum, sem við eigum. Ég get svo sem alltaf farið til hans Jóns míns. Hann hefur, blessaður, margboðið mér það, ef hann Þor- björn gerði alvöru úr þessu með skilnaðinn. ÞORBJ. Já, ég er nú svolítið búinn að undirbúa skipting- una, sýslumaður, og við Kristín erum líka búin að koma okk- ur saman um mestöll skiptin. Hérna er listi yfir eigurnar og svo það, sem við skuldum. Gjörið svo vel að taka við honum. Við höfum haft Sigurð hreppstjóra með okkur við matið á eignunum og erum sammála um flest, hvað skuli koma í hvors hlut. Það stendur skrifað á blaðinu. SÝSLUM. Ekki er þá samkomulagið slæmt á fjármála- sviðinu, hjónin góð, eins og oft er samt lakast, þegar svona stendur á. KRISTÍN. Ó, ég held að okkur hafi komið furðanlega vel saman í hjónabandinu öll þessi ár og verið á sama máli um flesta hluti, nema þetta um blessuð börnin. SÝSLUM. Ekki verður því neitað, að það skiptir líka nokkru máli. ÞORBJ. Það hef ég líka alltaf sagt, sýslumaður góður. En hún Kristín hefur nú löngum verið á annarri skoðun. KRISTÍN. Já, mín skoðun hefur alla tíð verið sú, að þú hafir verið bölvaður asni í þessu, þó þú sért nógu skynsamur í öðru, Þorbjörn. ÞORBJ. Ekki vantar stóryrðin, Kristín. KRISTÍN. Sveiattan, ætli þú hafir aldrei tekið upp í þig, Þorbjörn. SÝSLUM. Ég sé að þú átt að hafa jörðina, Þorbjörn, og allar skepnurnar, en taka að þér skuldirnar. Svo á Kristín að fá átján þúsund og þrjú hundruð og tuttugu og fimm krónur í peningum, sem á að borga á næstu sex árum með fimm prósent vöxtum. Er ekki svo? ÞORBJ. Það stemmir. KRISTÍN. Svo mun eiga að vera. SÝSLUM. Svo þá er aðeins eftir fatnaðurinn og innan- stokksmunirnir. Getið þið ekki skipt þessu á milli ykkar, svona með samkomulagi? ÞORBJ. Jú, við erum nú búin að því nema stundaklukk- una og myndina af henni Maríu mey með barnið. KRISTlN. Ég kom með myndina af henni sankti Maríu í búið og hef haft hana yfir rúminu mínu frá því ég var smá- stelpa, svo mér finnst sjálfsagt að ég fái að halda henni. ÞORBJ. Eins er um stundaklukkuna, að ég kom með hana í búið. Ég fékk hana eftir hann föður minn sálaða. Mér finnst að þetta tvennt eigi að jafnast. KRISTÍN. Finnst þér, Þorbjörn, að ein smámynd og stór klukka eigi að jafnast? ÞORBJ. Ekki veit ég, hvort reyndist stærra, ef það væri mælt. En það kemur minnst undir því, Kristín. Myndin er bæði glansandi og í gylltum ramma og hefur sjálfsagt kostað mikið fé, þegar hún var ný. Manni er sagt, að hann Kjarval málari hafi fengið mörg þúsund krónur fyrir minni málverk en þetta af henni sankti Maríu, og ekki líkt því eins falleg. KRISTÍN. Ég hef líka heyrt um klukkur, sem hafa kostað mörg, mörg þúsund krónur. SÝSLUM. Jæja, ef þið getið ekki komið ykkur saman um þetta, er þá ekki bezt að láta mig skera úr því? KRISTÍN. Það vil ég, sýslumaður. ÞORBJ. Ekki finnst mér rétt að setja mig þá upp á móti því. SÝSLUM. Þá úrskurða ég, að Kristín hafi myndina, en þú, Þorbjörn, klukkuna og gefir 20 krónur á milli. KRISTÍN. Þetta var réttlátur úrskurður. ÞORBJ. Ég stend við það, sem ég hef sagt. SÝSLUM. Þá mun þessu vera lokið, góðu hjón, og mér óhætt að fara að bóka þetta og gefa síðan út skilnaðarbréfið. ÞORBJ. Já — já — já — jú . . . víst er það . . . sama sem . . . það er bara eiginlega eitt ósköp smávægilegt lítilræði eftir, sem okkur Kristínu hefur ekki komið alveg saman um. Bara eitt mjög óverulegt lítilræði. En það er víst samt rétt- ast að við gerum út um það hér á kontórnum, sýslumaður. SÝSLUM. Nú — hvað er þá það? ÞORBJ. Það er um hann Snata. KRISTÍN. Já, það er um hann Snata. SÝSLUM. Snati? Er það kannske hundurinn ykkar? ÞORBJ. Já, sýslumaður góður, það er hundurinn okkar. Aldeilis forláta hundur. Metfé. Mér finnst satt að segja, að hún Kristín hafi ekki mikið við hund að gera, eftir að hún á enga skepnuna. Ég skil ekki hvað henni er fast í hendi með hundskrattann. KRISTÍN. Mér er rétt sama um, hvort þú skilur nokkuð í því eða ekki neitt, Þorbjörn. Ég held fast við að hafa hund- inn og annað kemur ekki til mála. Hreint ekki til nokkurra 203

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.