Spegillinn - 07.12.1945, Blaðsíða 30
SPEGILLINN XX 22_____________24
.....................................................................■ ■ ■ lii i lii ú.iimimi'n
I.
Laug-ardagsmorgun oinn, seint í nóvemberniánuði, vaknaði maður
nokkur í rúmi sínu suður í Grindavík — eða þá bara einhverri vík
suður með sjó. Þetta var ungur sjómaður, en „drabbari eins og geng-
ur“, eins og í vísunni stendur.
Hann hafði verið á því kvöldinu áður og var hálfklénn. Samt fór
hann á fætur rétt fyrir hádegið, skvetti í sig einhverri lögg, sem hann
— aldrei þessu vant — átti eftir, og svo auðvitað dálitlu af öli; allt i
þeim lofsamlega tilgangi að stramma sig af.
Það er víst einna billegast að láta þessa söguhetju heita Jón Jóns-
son — gott og gamalt íslenzkt nafn, sem margir hafa borið með sóma
og enn fleiri með ósóma, því ekki eru allir Jónar jafnir, eins og þar
stendur.
Jæja, þessi Jón borðaði nú hádegismatinn sinn, því ekki lifir mað-
urinn á einu saman brennivíni, þótt sumir komist reyndar skrambi
langt með það. En þessi Jón þurfti mat með. Hann hlustaði nú á há-
degisfréttir útvarpsins með öðru eyranu, meðan á borðhaldinu stóð,
og útvarpið hefur oftast eitthvað fyrir alla, og hér hafði það meira
að segja eitthvað fyrir Jón — sem hlustaði með báðum eyrum, þegar
að því kom.
Þulurinn las skemmtanaauglýsingar frá ýmsum félögum víðsvegar
um landið, ungmennafélögum, íþróttafélögum, kvenfélögum og póli-
tískum unglinga- og öldungafélögum, sem öll störfuðu að því í bróð-
erni að bjarga menningunni hjá hinu unga lýðveldi, og öll höfðu fyrir
satt, að tilgangurinn helgaði meðalið. Og meðalið hjá þeim öllum til
þess að fá háleitum hugsjónum sínum framgengt var að afla fjár.
Fjáröflunarleiðin var allsstaðar ein og hin sama: að halda ball.
Á þessar ball-auglýsingar hlustaði Jón með báðum eyrum. Þær voru
einasti útvarpsfróðleikur, sem hann gat tileinkað sér — eins og á stóð.
Eftir hádegið náði hann sér í eina — á svörtum markaði auðvitað.
En Jón vissi það líka af reynslunni, að það er ekki gott að maðurinn
sé einsamall — sízt á kendiríi. Þess vegna náði hann líka i vinkonu
sína, Fíu Finns, til þess að hjálpa sér að stúta flöskunni.
„Heyrðu, Fía.“, sagði Jón, þegar komið var ofan í miðja flöskuna,
„ættum við ekki að snagga okkur á ball í kvöld?“
„Jú, alveg tilvalið", svaraði Fía. „Helzt upp í sveit. Ó, þau eru
soddan draumur, böllin fyrir austan Fjall“.
„Það segirðu satt“, svaraði Jón. „Nóg brennivín og- ekki er lögreglan
að gera manni lífið brogað“.
„Þeir eru nú samt farnir að hafa lögreglu þar líka“, sagði Fía.
„Já, en þó hún geti kannske sparkað manni út, hefur hún engan
stein til að setja mann í“.
Fía hló að hugsun sinni. „Ég veit, hvað þú meinar. Þegar þið strák-
arnir gerið hasa og eruð látnir út, sparkið þið bara hurðinni af hjör-
unurn, eins og þið Gvendur í hittifyrra. Það var nú spennandi ball í
lagi. Jú, við skulum fyrir hvern mun fara austur yfir Fjall -- eða eru
ekki böll þar í kvöld?“
„Jú, og mörg í einu, svo að maður getur gengið milli þeirra, eftir
því sem hver vill“.
„En sjáðu nú til, Jónki“, sagði Fía, „ef við förum austur yfir Fjall,
verðum við að hafa prívatbíl og þá líka fleira fólk“.
„Auðvitað, og það er heldur ekkert fútt í því að vera að rolast tvö
ein. Svo er heldur ekki nóg að hafa prívatbíl, heldur verður maður að
hafa lögg' með sér. Hvernig væri að reyna að ná í hana Pínu og hann
Gussa Gler með okkur?“
Fía var nú orðin til í stórræðin. „Jú, þau eru ágæt“, sag'ði hún, „en
þá er bara, hvernig við náum í þau“.
„Við skellum okkur auðvitað í næstu rútu til Reykjavíkur“.
Og hjúin skelltu sér í rútuna og héldu til höfuðborgarinnar við
Faxafen.
ir.
Gussi sá, sem þau ætluðu að hitta, var alþekktur meðal sinna líkra
undir nafninu „Gussi Gler.“. Sögðu sumir það stafa frá orðtæki Gussa:
„Er nokkuð á glerinu?“, en þetta spakmæli var honum tung'utamt,
þegar hann fann á sér. Staða Gussa og atvinna var allt og ekkert —
stundum var hann sjómaður, stundum landverkamaður, og að þessu
tvennu frágengnu bara ,,bytta“.
Þegar hann hafði unnið sér nægileg'a mikið inn, hætti hann öllum
tökum við vinnu og sló sér út, þangað til hann var orðinn blankur —
þá fór hann aftur í vinnu og' svo koll af kolli.
Og' nú vildi svo skemmtilega til, að þegar þau Fía og' Jón stigu út úr
rútunni og gengu inn í hjarta Reykjavíkur, Austurstræti, mættu þau
Gussa, sem spásseraði þar um eins og fínn maður. Hann varð meira
222