Spegillinn


Spegillinn - 07.12.1945, Page 20

Spegillinn - 07.12.1945, Page 20
SPEGILLINN XX. 22.-24. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin ii iiiiiiiiiiu iii iii iii iiiiin iii iii iii iii 1111111111111111111 miiimiimiimim 111111111111111*1111111111111111111111111111111111 iimiimiui 111 iiiiimiimimiiiimiimimiimiiiiiimimimimimimmiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiii er alþýðufólks, sem ekki á bíl. Nú var of seint að sjá það, að þetta hefði hann ekki átt að gera, og þó var dagurinn ekki allur, eða taugastríðið á enda. Nokkur bleyta var úti og það leit út fyrir að þakrennurnar hefðu samtök um að hleypa vatninu niður um göt sín, ein- mitt þegar Jón Pétur gekk fram hjá. Á leið sinni þurftu hjónin að fara yfir götu á þeim stað, sem öll sanngirni mælti með og yfirvöldin höfðu einhvern- tíma valið til slíkra nota. Umferðin var mikil og veitti ekki af snörum fótatökum, en þá stóð bíll þvert fyrir hinumegin, sem ekki varð með góðu móti gengið í gegnum. — Svona skörfum ætti að sýna í tvo heimana, sagði Jón Pétur. — Þetta er blátt áfram ósvífni gagnvart vegfarend- um, sem ekki á að líðast. Það er kominn tími til að hafa eina eða tvær umferðamenningarvikur. — Við skulum koma inn í hornbúðina hérna, Jón minn Pétur, sagði frú Geirmunda. — Láttu bílinn eiga sig núna. Manstu ekki að þú hefur bílinn þinn vanalega einmitt þarna. — Ekki bætir það úr skák. Hvar hefði ég átt að leggja bílnum núna, ef við hefðum verið svo hyggin að keyra eins og hvítt fólk í stað þess að álpast þetta gangandi. — Þau fóru inn í búðina, en urðu að bíða alllengi eftir af- greiðslu, þrátt fyrir ítrekaðar og einbeittar tilraunir frúar- innar, sem gleymdi því í bili, að hún var hér stödd sem al- þýðleg persóna. Það vildi þeim til happs, að kaupmaðurinn sjálfur kom auga á Jón Pétur og bauðst til að afgreiða þau. Því miður, hugsaði Jón. Frú Geirmunda kom auga á það, sem hún ætlaði sér að kaupa, en hún var ekki vön að ragast mikið í verðinu, hún hafði ekki talið það nauðsynlegt eða viðeigandi síðan Jón Pétur hætti við að fara á hausinn. En Jóni Pétri leizt ekki á blikuna og gleymdi snöggvast hver hann var. Hann tók þétt- ingsfast í handlegg konu sinnar. — Þetta er óhæfilega dýrt, hvíslaði hann, en kaupmaðurinn glotti, og það kom Jóni Pétri til að hætta hvíslinu, en svitna dálítið í staðinn. Hann kalkul- eraði sem skjótast í huga sínum hvað varan hafði stigið síð- an hann keypti hana vestur í New York. Jæja, hann hafði þó fengið sinn skerf af dreifingarkostnaðinum. Þvílík ös sem var í Austurstræti. Hvað var allt þetta fólk eiginlega að vilja þarna, einmitt núna. Það var þó enn nokk- uð til jóla. \Gð gluggann á blómabúðinni stóðu tvenn hjón og töluðu um áhugamál sín af miklum áhuga, að góðum og göml- um sið þeirra, sem hittast á förnum vegi í höfuðstaðnum, þannig að gangstéttin leyfði ekki önnur not af sér á þessum kafla meðan á samtalinu stóð, því bæði var hún mjó og hjón- in vel úr grasi vaxin. Jón Pétur og frú urðu því að krækja fyrir hindrunina út á götuna, en þá kom gusan undan strætis- vagninum. — Heitasta------. — Blóm þarf ég líka að fá mér um leið, sagði frú Geir- munda. — Ég þarf að hafa blóm hjá mér í kvöld, það er svo dásamlegt. — Ætli ég hinkri ekki við hér úti á meðan, en vertu nú einu sinni fljót, sagði Jón Pétur. Hann var alveg að þrotum kominn og lét sér detta í hug, að réttast væri að skreppa annaðhvort til Vínarborgar eða Versala. Loksins komust hjónin þó heim og það mátti ekki seinna vera. Það var rétt svo að Jón Pétur gæti blandað sjússinn Hagnytir gerlar Nú er líf í mjólkinni og fiskinum! Fróðir menn telja eitt- hvað um eitt hundrað þúsund gerla, þ. e. rotnunargerla, í lítra af samsölumjólk og álíka mikið í einum þorski í torgsöl- um höfuðstaðarins. Er þetta hvorttveggja sannkölluð lifandi fæða, ekki síður en gamalostur og fleira gamalt og gott. Mætti benda einhverjum velviljuðum erlendum blaðamanni á þessa metframleiðslu mörlandans, sem endilega vill verða frægur fyrir eitthvað og láta skrifa um sig. Alþýðumennt- unin vex hröðum skrefum. Menn tala um ósýnilega gerla eins og kunningja sína, einkum síðan hinn sæli Sigurður gerla- spekingur upplýsti hin nánu tengsli milli gerlamjólkur og manna. Er Sigurður vígreifur mjög, að vonum, og máldjarf- ur, síðan er göfugur ráðherra hleypti fram af honum reið- beizli Sveinbjarnar ins harðráða. Blessuð bæjarstjórnin okk- ar brá við skjótt 0g setti málið í ólaunaða nefnd. Skilaði sú auðvitað strax áliti og vill tafarlaust segja upp griðasáttmál- anum við fáráðlingana og hrossin á Korpúlfsstöðum, en inn- setja þar í staðinn úrvals mjólkurkýr, þrjú hundruð að tölu, valdar af Kiljani Þjóðviljabónda og kynbættar af Járneldi inum svarfdælska, samkvæmt nýtízku frjódælingakenning- um, amerískum og skozkum. „Fjölgið ráðanautum en fækkið þarfanautum", segir Ný- sköpunarráð. Hefur Axeljón fjósamaður samþykkt slíka til- högun fyrir sitt leyti og Alþýðuflokksins. Svo á Ljónkell að kynbæta gr'asið handa beljum hinna dreifðu byggða og gras- bítum og grasekkjumönnum höfuðstaðarins. Ljónkell og Gras- kell eru nú komnir í hár saman hjá Hannesi á Horninu út af hreinustu smámunum — uppskriftum í óleyfi úr Flóru. Þykir Graskatli ógæfusamleg sú fyrsta ganga, en Ljónkell segir þetta verksparnað og er hinn gleiðasti. Þvær Lífkell og -dauða ákaft hendur sínar álengdar á meðan, en í baksýn glotta Menning & Munkur og treysta vináttuböndin yfir íslands- haf. Er vel til fallið, að vinaþjóðir hjálpist að við búverkin. Danir lifa nú á lýsinu íslenzka og hafa magnazt svo mjög, að nú vilja þeir leggja undir sig Slésvík o. fl., suður að Kílar- skurði. Er íslenzkur matur þannig að gera þá að stórveldi. Matur er líka manns megin, segir líka Jóhanna læknir hin danska. Danir skamma íslendinga í staðinn og stæla þannig viljakraftinn, því af misjöfnu þrífast börnin bezt. Er þannig allt í bezta gengi fneð frændþjóðunum. Gerlagleypir. áður en hann kom sér fyrir í mjúka stólnum sínum, í þeirri von að eitthvað raknaði úr taugakerfinu. Þvílíkur dagur. En nú kom síðasta atriðið á dagskránni. Jón Pétur gat aldrei skilið, hvernig slíkt gat komið fyrir í hans eigin villu. Dyrnar höfðu vafalaust verið skildar eftir opnar og flæk- ingsköttur skotizt inn. Hann hafði enga hugmynd um, hvar hann var staddur, og leyfði sér því að mjálma svo hátt og átakanlega fyrir utan dyrnar á skrifstofunni hjá Jóni Pétri, sem aðeins hungruðum flækingsketti er mögulegt. Jón Pétur hrökk titrandi upp og missti úr glasinu niður á magann á sér. Svo hneig hann aftur niður í stólinn. Atli Snjólfsson (meðlimur í Þriðja félaginu). 212

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.