Spegillinn


Spegillinn - 07.12.1945, Qupperneq 19

Spegillinn - 07.12.1945, Qupperneq 19
XX. 22.—24. SPEGILLINN ........................................ iSg kuattispyrniimerin keppRÍleiðangur 1 >seSi. ji'ðurlanda og Bret- á n. k. sumri, o líkur til að clanskt... hingað tii keppni, ] Dagur í desember Jón Pétur sat í mjúka hægindastólnum sínuni og var í þungum þönkum. Þetta var í desember, nokkru fyrir jól, og dagur að kvöldi kominn. Á borðinu var ljós á litlum lampa, en ekki annarsstaðar í stofunni, svo frekar skuggsýnt var inni. En Jón Pétur var ekkert að vinna þessa stundina, hann bara sat og hugsaði um liðinn tíma yfirleitt, en þó alveg sér- staklega um daginn, sem var að líða og hafði verið svo ein- kennilegur happadagur. Jón Pétur var því alls ekki í góðu skapi, og þó vissi hann ekki, hvað í vændum var áður en dagurinn væri allur. Víst hafði margt gengið að óskum undanfarin ár og jafn- vel betur en vonir stóðu til. En Jón Pétur var ekkert undr- andi yfir því, hann þakkaði allt dugnaði sínum og verzlunar- viti. Álit hans á þessum eiginleikum sínum hafði jafnvel vaxið örar en velgengnin. Hann mundi svo langt, að hann hafði verið á heljarþröminni með heildverzlunina sína, en þá kom stríðið og breytti öllu honum í hag Ekki áleit Jón Pétur samt að stríðið hefði beinlínis brotizt út vegna dugnaðar hans og hagsýni, en hann kunni að færa sér það til tekna, — það gátu allir séð. Og svo kom þessi einkennilegi dagur. Konan hans, hún frú Geirmunda, var stundum með svo skrítnar grillur og ídeur, sem hann kunni ekki við og reyndi á allan hátt að venja hana af, en náttúran var náminu ríkari og honum varð litið ágengt. Hann var hissa á veikleika sjálfs sín, eins og hann birtist þegar Geirmunda kom til hans. — Það fer að styttast til jólanna, Jón minn Pétur, sagði hún. — Ég þarf að kaupa býsna margt, sem líklega væri bezt að gera í dag. Þú kemur með mér, góði minn, því mér leið- ist svo að fara ein. Jóni Pétri þótti það að vísu sjálfsagt að hjálpa konu sinni við innkaupin, en vildi þó gjarna finna einhver ráð til að komast hjá því. Hann var óvanur að ganga í búðir og kaupa. — Ég verð bráðlega tilbúinn og skal ná í bílinn, sagði hann. — Bílinn. Eigum við að fara í bíl? sagði Geirmunda. — Mér hefur dottið í hug að við værum dálítið alþýðleg, svona fyrir jólin, og færum gangandi. Ég var að lesa um það í amerísku blaði, að mörg heldri hjón hafi þann sið þar vestra Qg séu þá oft teknar myndir af þeim fyrir blöðin. Hver veit nema hægt sé að innleiða þann sið hér. — Geturðu ekki.haft þá dönsku með þér? spurði Jón Pétur og þóttist eygja ráð til að sleppa. Hann brosti með sjálfum sér þegar honum datt „sú danska“ í hug, því þar var ein sönnunin fyrir klókindum hans. Villan hans Jóns Péturs var stór og rúmgóð og einhversstaðar í henni var snotur íbúð, sem hann hafði lengi lumað á, eða þangað til dönsk hjón komu, sem ætluðu að dvelja hér uppi meðan núverandi ástancl héldist ytra. Jón Pétur útvegaði manninum atvinnu og leigði honum íbúðina, en fyrir greiðviknina fékk hann góða píu, sem mikil þörf var fyrir á heimilinu. Konan hans, hún frú Geirmunda, var stundum dálítið þrá, og hann varð að fara út með henni gangandi, eins og háttur 211

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.