Spegillinn


Spegillinn - 07.12.1945, Síða 24

Spegillinn - 07.12.1945, Síða 24
SPEGILLINN XX. 22.-24. ................................11111111111111111111(111111111111111111111111II1.....11111111111111111M111M11111111111111111111111.11111111111111111111II111111111111111111II111111111111111.11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111. SELIALANDSANNÁLL ANNO MCMXLV Handrit þessa annáls á sér einkennilega sögu og feril. Þegar Eirekur bartskeri Kerúlf hafði lokið hinni miklu útgáfu sinni af Völuspá, gekk af gögn- um hans eitt kálfsskinn, sem Nordal hafði ekki haft tælcifæri til að lesa vitlaust, og var því þýðingar- laust í þessu sambandi. Tókst oss að höndla það á svörtum markaði, enda þótt það hefði ef til vill, þrátt fyrir allt, getað betur átt heima í Völusyár- útgáfunni og styrkt margar þær kenningar, sem þar eru mest á lofti hafðar. Meðal annars höfum vér sannprófað, að talan 8 gengur wpp í stafafjölda handritsins, þannig að áldrei skal slcakka meira en 7 stöfum, og finnst oss þá ekki lengur þurfa vitn- anna við. Að sjálfsögðu var ekkert nafn á annálsbrotinu, eins og það kom af skepnunni, en vér höfum leyft oss að nefna það SELJALANDSANNÁL, vegna þess, að vér höndluðum það einmitt á því ári, er mest var reynt að selja land vort. Um höfund. ritsins fyrirliggúr auðvitað ekkert opinberlega, en m'eð hugkvæmni fræðimannsins, sern er að jafnaði bezta leiðarljósið (ef þá fræði- maðurinn ekur ekki Ijóslaust, eins og Trausti), höf- um vér sannfært oss um, að höfundurinn sé enginn annar, en H. H., sem nú er orðinn alkunnur með þjóðinni. Sé þetta haft fyrir satt, sjá menn enn bet- ur en aður, að höfundurinn er alls ekki eins nýr (eða frumlegur) og margir hafa viljað vera láta hingað til, og er jafngott, að á það sé bent. Textinn hefur auðvitað verið færður til nútíma stafsetningar og jafnvel máls á köflum, því ef lærðir menn eru jafnólæsir á fornar ritningar og bart- skerinn vill vera láta, hvað mun þá um bleksvartan almúgann. Útg. .....fyrsta lýðveldisnýár úti hér. Var ekki stórum frá- brugðið hinum gömlu nýárum, er áður höfðu tíðkazt, meðan eldvatn var selt ómælt, eða að minnsta kosti illa mælt hjá möngurum. Samlag kauphöndlunarfélaga æskir leyfis til kvikmynda-sjónarspila í svonefndri Herðubreið, hvar eð áður ket hafði verið útverkað með aðferðum, er staðið höfðu sína reynslu í lx ár og með ágætum. En er samfélag kjarnorku- trúaðra, er þar átti húsum að ráða á næstu grösum, heyrðu þetta, mótmæiti það öllum þvílíkum ráðagerðum og kvaðst eigi mundu líða það bótalaust, ef klerkur þeirra yrði sleginn út af Slark Gjeible og hans nótum vestan um haf. Samþykkt Árnesinga um ferlíki eður bautastein að Áshildarmýri innan Skeiðahrepps, er skyldi halda uppi minningu hinnar þjóð- frægu Áshildarmýrarsamþykktar, en inntak hennar var það, að biðja aldrei útlenzka um hervernd, jafnvel þótt úrvalslið væri í boði. En er Framsóknarmenn heyrðu þetta, urðu þeir ókvæða við og heimtuðu annan bautastein, sízt lakari, að Egilsstöðum, en þar hafði landið fyrst orðið skuldlaust, og án þess að ófriðarfjárplógur kæmi til. Samfélag, er Grótta nefnist (vegna þess, hve mjög er malað á fundum þess), rís upp og heimtar Fiskimálanefnd lagða niður. Þótti mörgum maklegt, en af framkvæmdum varð ekki að sinni, er ekkert fékkst trogið að leggja nefndina niður við. Stendur hún því enn og höllum fæti þó. Þegar á Mörsug gerðust valdsmenn landsins umsvifamiklir um allar framkvæmdir, en er fé var af skornum skammti, var lagður á landslýðinn nýr skattur, veltuskattur kallaður, en síðar afveltuskattur, er áhrif hans komu í ljós. Almenn varningsþurrð i landinu, skorti ekki ein- vörðungu kol, járn og tjöru, heldur og kartöflur, en vatns- leysi var um Suðurnes öll, nema Vatnsleiðsluströnd. Brá þá forsvai-smaður Nesjara við sem tíðast og hét almúganum fullsælu vatns á sinn kostnað og Reykjavíkur. Landinu skipt í verðjöfnunarsvæði og lagður við búslóðarmissir og Litla- hraunsvist, ef út af brygði. Urðu margir hraunfastir, eink- um þeir, er minni vóru máttar. Finnur Jón jöklari það af forvizku sinni, að jöklar landsins fari hríðminnkandi, svo að til auðnar horíi. Hækkuðu þá gaddhús í verði, en sem þau voru seld, hljóp aftur vöxtur í jöklana. Enginn eldur uppi í Heklufjalli, þrátt fyrir ítrekaðar áskoi'anir til fjallsins að gjósa nú aftur eftir c ára hvíld, og mikla auglýsingastarf- 216

x

Spegillinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.