Spegillinn


Spegillinn - 07.12.1945, Page 22

Spegillinn - 07.12.1945, Page 22
SPEGILLINN XX. 22.-24. ....i„„„„„„„„„„„„1„i„„„„l„i„i„im„i„m„imm„lllini„iuilim„imilllilllilliml„limillllllliili„„\iilili,i .......................................mmmmmmmmmii ;sái Ilokkuv.. sem út. á við er flokkur málefna- leysisins, ojg'inn á við flokkúr sundiungarinnar, á að mæta fyrir -dómstóíi kjósendanna, birtist hann með Morgun- bláðið lafandi úi úr öðru munnvikinu en .Vísir út úr h'nu. Kosnmgar fyrr og nú Ég er alveg- í öngum mínum út af öllum þessum kosning- um, og það eru fleiri. Ég hitti Sigurð um daginn og hann sagði: Já, það var öðruvísi í mínu ungdæmi, þá þurfti mað- ur ekki að vera að kjósa prest og þá var ekki verið að minna mann á, hverjir væru í niðurjöfnunarnefnd, við allar kosii- ingar. Nei, ó-nei. Þá kom presturinn eiginlega eftir resepti frá kónginum, sagði Siggi. Og með bæjarstjórnarkosningarnar var maður nú ekki í miklum vandræðum. Fyrst var Halldór gamli sjálfkjörinn bæjarstjórnarmeirihluti, og svo kom Tryggvi gamli banka- stjóri. Hann tók í nefið og leit yfir lorgnetturnar á kjörstað og svo kallaði hann: „Hvern kýst þú, Jón Jónsson?“ Nú — Jón eða hver sem var var þá ekki í neinum vandræðum með svarið, flestir þurftu að fara í bankann í þá daga og þá þóttu nú allir þessir kjörseðlar óþarfir, kall minn. En það er svo sem ekki eins og það séu neinir bankastjórar í boði núna, ó-nei. Flestir voru þeir götustrákar í mínu ungdæmi, en aðrir ekki komnir frá bleiunum. Já, það er meiri ódæma afturförin á öllum sviðum, og alþingiskosningarnar, maður, það var nú eitthvað annað en allt þetta umstang. Þá þurfti maður ekki að kjósa nema einn, og venjulega sagði húsbóndinn manni hvern kjósa skyldi, og ekki meir um það, eins og hann sagði þessi hljóðvillti, sem stamaði í útvarpið og bunaði svo setn- ingunum úr sér hér um árið. Bunu kölluðu þeir hann víst, strákarnir. Og í lok skútualdarinnar kom hann Hannes, og það var nú aldeilis maður, já, svoddan inndælismaður. Já, þá var maður nú ekki í vafa um hvern kjósa skyldi, jafn ódæma 214 myndarlegúr og aíþýðlegur eins og hann var. Harin var méf alítaf góður, ég talaði einusinni við hann — þá var hann orð- inn ráðherra. Ég kom með reikning til hans og hann sagði mér að koma aftur seinna, en svo var strákurinn hann Þórð- ur sendur með hann, — hann var alltaf svo framhíeypiriri. Já — slíkt ljúfmenni eins og hann Hannes var. Þá var mað- ur nú ekki í vandræðum með að kjósa, og reyndi þá að leið- beina köllunum. Þeir héldu alltaf að þeir ættu að kjósa Tryggva gamla, af því hann var í Heimastjórninni eins og Ilannes, þó að Tryggvi væri hreint ekki í kjöri. Seinna fékk ég stundum aura fyrir þessar leiðbeiningar. Það var venju- lega óvera. Maður var svo sem ekki með neinn Kreppulána- sjóð upp á vasann, eins og þeir Bjarni og Jörundur hérna í Jónasiskunni, en það var samt furða, hvað á vannst eftir að maður fór að venjast. — En hvernig gekk þetta allt meðan Jónas var og hét? sagði ég, er Siggi tók sér loks málhvíld. — 0, veit ekki hvað segja skal, sagði Siggi. — Maður vissi aldrei hvar maður hafð’ann og svo var hann alltaf með þess- ar ódæma hvíslingar. Einusinni dámaði mér ekki, maður. Hann hafði sagt við mig á götu, að ég skyldi líta upp í ráðið til hans, en ég lenti í ógáti inn til Eysteins. Þar var þá mað- ur hjá honum og stóðu báðir á miðju gólfi. Eitthvað voru þeir að tala um ,,konsessionir“ eða eitthvað þessháttar, en verst þótti mér að ég var ekki klár á því við hvorn okkar hann var að tala, því hann horfði á annan okkar, en snéri sér að hinum, Samt varð mér brátt l.jóst, að ég ætti að fara út.

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.