Spegillinn


Spegillinn - 07.12.1945, Blaðsíða 26

Spegillinn - 07.12.1945, Blaðsíða 26
sjónarspil af verkum þess, samantekið af listaskáldinu vonda. Slær félag norrænna eign sinni á lendur miklar í Rauðu- kussunesi, það er við Ölfusvatn, og hyggst reisa þar höll yfir norræna samvinnu, en hún er með þeim hætti, að venjuleg hús fá eigi haldið henni. Hafin leit að berklasóttkveikjum um land allt og var leitað jafnt á ríkum sem fátækum, vold- ugum sem vesælum. Voru kvéikjurnar teknar úr umferð griðalausar og pundað vestur á öskuhauga, völskum til skað- ræðis og tortímingar. Taka útlenzkir upp ketflutninga á gandreiðum, og hefjast ráðagerðir um slíkt hið sama úti hér, er öll hraun landsins voru alskipuð keti, að undanteknu Ódáðahrauni, en þangað er eigi fært nema fuglinum fljúg- andi. Afnumin ritskoðun í Spanía, er það vitnaðist að fæstir höfðu þar lært leturgerð. Gefur hinn blessaði prófessor Guð- brandur Kaupmangarafélagi Reykjavíkur dýran grip, er margur hafði viljað að honum kaupa og var elzta verzlunar- bók Norðurlanda og þótt víðar væri leitað. Var í hana margt ljótt skráð um bændu-r á Snjófellsnesi, einkum brennivín. Var Guðbrandur gerður heiðurskaupmangari fyrir vikið. Kaupir ríkið þrjú orrustuskip að Englum og geldur við inn- eignir sínar þar í landi. Skulu þau gæta landhelgi, en láta bjarga sér þess í milli og eru því nefnd björgunarskip. Stóðu deilur um það lengi, hvort kalla skyldi eftir Bakkabræðrum, Gísla, Eiríki og Helga, eða eftir landvættum, Nirði, Frey og Maríu, cg er enn óútkljáð. Mikið var um nýsköpun á þessu ári, er landið kaupir fjölda úthýsa að Englum, svo og auto- mobiles forna og selur aftur landsmönnum sér til ærins fjár- plógs, en kaupendum til rúíneringar. Hefja útgerðarmenn og fleiri fjárdrátt til ágóða borginni Húll í Englandi og nam xx þúsunda, og skyldi notað borginni til viðreisnar. Hefur borgin í hyggju að reisa sig þannig við að hætta að kaupa fisk af íslendingum. Einnig var öðrum þjóðum vikið stór- gjöfum og með áþekkum árangri, einkum urðu danir hressir af grútarfarmi þeim, er þeir hlutu, og sýndu mörlandanum margskyns dreissugheit. Stolið hospítalsvörum í Laugarnesi, mest værðarvoðum. Hjólbarðar urðu fimmtugir á þessu ári og reyndust þannig eldri en Barði lögsögumaður, en vindur er í hvorumtveggja. Á þessu ári uppgötvuðust þau sannindi, að verkamaðurinn vinnur jafnt hvort hann gengur á tveim fótum eða fjórum......... í t J ti i ikri ' 1 í i <. t > t gefjnir auðvítað uin salérnín i hiuoi nýjti’ Arii- arhválsjiýggingu, nc/na tako a;tli upp ný.ian bg* a^' visu giunlan þjóðleguii sið, sem sé, að liver ínaönr i þesstini opinberu byggingiiin liafi. sitt eigið gagu lii afnota yfir daginn, óg'.svo labbi öll hcr.singin nu*ð þau niður í kjallara á kvehi' fyilsia hrcin,- * 218

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.