Spegillinn - 07.12.1945, Blaðsíða 31
XX. 22.-24.
fmmmiiiiiimiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiMiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiii/iiiiiiiiiiiiiii
iii mmiiiiiiiiiiiiiiii iii iiiiim m miiiiiiiiiiiiin iii iii m 1111^11111111411^1111111
SPEGILUNN
11111111111111111111111111111111111111111111111111111111 r
BEZTI) IJRIIM
frá
Bartels
Veltusundi
Sími 6419.
að segja fyrri til að koma auga á þau, enda var hann alsjáandi á báð-
um augum aldrei þessu vant.
„Nei, hvað 'sé ég! Þið hér? Hvenær komuð þið?“
„Við vorum alveg að stiga út úr bílnum“, svaraði Fía.
„Og ætluðum gagngert að finna þig“, bætti Jón við.
„Þið voruð nú ekki lengi að því“, svaraði Gussi. „Hér stend ég,
bráðlifandi, nýkominn i land og til í allt“.
„Varstu á sjó?“ spurði Jón.
„Það get ég nú varla sagt. Ég skrapp einn túr á togara í' forföllum
annars“.
„Þú ert þá líklega til í að splæsa i bíl og koma á ball í kvöld?“
spurði Jón.
„Hvort ég er! Við Pína vorum búin að ákveða að fara eitthvað út
úr bænum, en vantaði bara samferðafólk“.
„Þá er þetta eins og sniðið“, svaraði Jón. „Við Fía erum einmitt í
sömu fordæmingunni og- ætluðum að vita, hvort þið vilduð ekki slá
ykkur með okkur“.
„Hvert?“ spurði Gussi.
„Bara eitthvað austur yfir Fjall“, svaraði Jón. „Nóg af böllunum
þar, eins og vant er. Við getum flutt okkur til eftir þvi sem við vilj-
um. En heyrðu, Gussi, hvernig stendur á hjá þér — áttu nokkuð?“
„Það er eins og- það er tekið“, svaraði Gussi, „ég kom í land í morg-
un, og' var nu að skvera mig af og ætlaði svo að ná í nokkur gler“.
„En nú er víst Ríkið lokað“, sagði Jón.
„Já, stórveldið er lokað“, svaraði Gussi, ,,en smáríkin eru opin. Við
förum bara beint núna og' pöntum bílinn og löggina".
Þeir fóru nú á bifreiðastöðina Veltu og fundu bilstjóra, sem kvaðst
geta hjálpað upp á sakirnar — og bíllinn var til taks, en túrinn þurfti
að borga fyrirfram. Engin fyrirstaða var á því, og' svo keyptu þeir tvö
gler af bílstjóranum, svona til að byrja með, og báðu hann síðan að
koma þangað, sem Gussi var til húsa, klukkan átta um kvöldið.
III.
Billinn rann út úr bænum, hratt en þó ekki glannalega. Bilstjórinn
var miðaldra maður, sem var búinn að keyra hornin af sér og húsun-
um fyrir löngu. Þetta var ekkert sport fyrir hann, en atvinnan var
fyrir öllu. Farþegarnir voru hinir kátustu og' sungu fullum hálsi fögur
ljóð, þ. e. þeim fannst sjálfum þau vera fögur. Við og' við þagnaði þó
söngurinn, er söngvararnir þurftu að væta skrælþurrar kverkarnar og
draga andann.
Ekið var fram hjá Hólnum, þar var ekkert ball — heldur ekki í
Skíðaskálanum. Áfram var haldið, austur yfir Fjall, niður Kamba og
austur að Hveragerði — þar var ball. Þangað var haldið.
Pörin stigu út úr bílnum og fóru inn í samkomuhúsið. Ballið var
rétt að byrja. Lítið var þarna af þorpsbúum sjálfum, en margt af að-
komufólki, sem setti sinn svip á samkomuna, eins og venja er til. Þó er
kannske fullsagt, að þeir væru farnir til þess enn. Flestir voru ný-
komnir og voru enn að útta sig á hlutunum, en margir voru enn úti i
bílunum, staupuðu sig og sóttu í sig veðrið.
Svo fóru þeir að smátínast inn í salinn, en ballið var fjörlaust og
dauft. Enginn virtist skemmta sér, sem heldur ekki var von, þvi að
ófullir kunnu þeir ekki að skemmta sér. Þeir voru því að biða þangað
til á sig svifi, svo að þeir gætu þó að minnsta kosti skemmt skrattan-
um, áður en lyki.
Jón og Gussi og dömur þeirra voru ekki undir þessa sök seld. Þau
voru alveg' mátuleg og' vel gangfær og' dansfær. En brátt rak samt að
því, að þau langaði að breyta til og kanna ný böll á nýjum stað, eins
og lika hafði verið ásetningur þeirra frá upphafi.
Alltaf er hann beztur
SPEGILLINN
Rltstjórl:
PÁLL SKÚLASON
Ritstjói'n og afgreiðsla:
Smáragötu 14, Reykjavik.
Simi 2702 (kl. 12-13 dagl.).
Árgangurínn er 24 tbl.
— um 230 bl». —
Áskriftarverð: Kr. 25.00
Einstök tbl. kr. 1.50.
Á.ikriftir greiðist fyrirfram.
Blaðið er prentað i
ísafoldarprentsmiðju h.f.
223