Spegillinn


Spegillinn - 07.12.1945, Blaðsíða 13

Spegillinn - 07.12.1945, Blaðsíða 13
XX. 22.-24. SPEGILLINN ................................mmmmm...mmmmmmmmmmii............................................. f-,—— Járn og stái útvegar Egill Arnason Hafnaríiusim;, Reykjavík Sími 4310 Húsgögn HÚSOÖON, ymsar gerðir, BÚSÁHOLO Héðinshöfði h.f. Aðahlreti 6. B leiðinlegt þín vegna, en það er nú svona, að það verður alltaf einhver tvístringur þegar fólk skilur. ÞORBJ. Já, það er hverju orði sannara, Kristín mín. SÝSLUM. Já, ég held að maður kannist við það, kæru hjón. KRISTÍN. Það hefðir þú átt að athuga fyrr, Þorbjörn. ÞORBJ. Já, það er satt, Kristín mín. Og mikil skelfing finnst mér það líka skrítið og eins og ónotalegt að hugsa til þess að eiga að fara að skilja við ykkur bæði, svona tvö í einu, þig, Kristín mín, og hann Snata okkar gamla! KRISTÍN. Var það ekki það, sem þú vildir og hefur stofn- að til, Þorbjörn? ÞORBJ. Æ, ég veit það sveimér ekki. Mér finnst það sann- ast að segja, Kristín mín, að ég eigi svo skolli bágt með að sjá af ykkur báðum, svona þegar til þess kemur. KRISTÍN. O, jæja, Þorbjörn. Ert þú kannske alveg búinn að gleyma þessu með börnin og að þú eigir ekki bein í neinu af þeim, blessuðum. ÞORBJ. Æ, vertu ekki að minnast á þessa vitleysu, Kristín mín. Þessi ólukki kemur í mig svona alveg ósjálfrátt. Þetta er alltsaman bölvuð ímyndun og ekkert annað. KRISTlN. Mikið var að þú fannst það loksins, Þorbjörn. Þú, sem ekki einu sinni gazt nokkurntíma látið þér detta annár maður í hug, sem gæti átt blessuð börnin. Já, þvílíkt og annað eins. Það er von ég segi það. ÞORBJ. Já, víst er um það, Kristín mín. KRISTÍN. Og það enda þótt ég marggengi á þig að til- nefna einhvern. ÞORBJ. Já, satt er það, Kristín mín. KRISTÍN. Og börnin voru þó öll þín lifandi eftirmynd. Þetta sáu allir á.heimilinu og utan þess, og þú líka, Þorbjöim. ÞORBJ. Já, það segir þú satt, Kristín mín. KRISTÍN. Mikið máttu þá blygðast þín fyrir Drottni þín- um, Þorbjörn, að draga mig, alsaklausa konuna, á einum og sama degi bæði fyrir prest og sýslumann til þess að bera upp á mig jafn syndumspillt líferni og þetta, og heimta svo meira að segja skilnað frá mér í þokkabót. ÞORBJ. Æ, já, Kristín mín. Þetta er sjálfsagt allt rétt, sem þú segir. Þetta hefur víst allt verið ein endemis, bannsett ■flónska í mér. Viltu ekki fyrirgefa mér það, Kristín mín, og vera með mér eins og hingað til? KRISTlN. Ætlar þú þá að hætta að tala um það, að þú eigir ekki börnin okkar, Þorbjörn? ÞORBJ. Æ, minnstu ekki á slíkt og annað eins, Kristín KRISTÍN. Þú lofar því þá, Þorbjörn? ÞORBJ. Æ, já, æ, já, því lofa ég þér, Kristín mín, svo sjálfur sýslumaðurinn heyrir. Og eigum við þá ekki að hætta við þennan ólukkans skilnað? KRISTlN. Æ, jú, ætli það taki því að vera að þessu nú — eftir öll þessi ár! SÝSLUM. Og þá getið þið verið öll þrjú saman, þið hjónin og Snati. Ætli það verði ekki ánægjulegast fyrir ykkur öll- sömun! KRISTÍN. Það held ég geti verið. ÞORBJ. Ég get nú bara ekki hugsað mér annað! SÝSLUM. Þá óska ég ykkur öllum til hamingju! ÞORBJ. Þakka þér kærlega fyrir, sýslumaður góður. KRISTÍN. Ég segi allt hið sama, líka fyrir hann Snata. Aðalumboðsmaður fyrir Island: ólafur Einarsson vélfræðingur. Sími 4340. Pappirsvörur Rit/öng Bókhaldsbækur Verzlunin Björn Krijfjánsson Pappiridalld H Ðenedikls'on Reykjavik £, Co 205

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.