Spegillinn - 07.12.1945, Blaðsíða 32
SPEGILLINN XX. 22.-24.
II111111111IIIIIIII1111II1111111111111111111111111111II1111II1111IIIII1111111111111111111111II11111111111111111111111 ■ 11111111 H 11111111111111111111111: 111111111111111111111111111111111111111II11111II11111111 ■ 1111111111II11111111111111111111 ■ 1111111111111111111111111111111111II111111111111111111111111!
Merkið, sem
fryggir yður
vörugæði
ÞEIR, SEM EINTJ SINNI
HAFA REYNT, GETA
ALDREI GLEYMT
NIÐURSUÐUVÖRUNUM
NIÐURSUÐUVERKSMIÐJUNNI
Á BÍLDUDAL H.F.
SÖLUUMBOÐ: VERSLUNIN
LIVERPOOL, Hafnarstræti 5.
SÍMAR 1135 OG 4202.
Reykjarpípur og
Kveikjarar
V erzlunin
Bristol
Bankastræti 6.
Sími 4335.
Bíllinn rann nú sem leið liggur, austur Ölfusið, yfir hina nýaf-
strömmuðu Ölfusárbiú og nam svo staðar á hinu þrifalega torgi milli
Skálanna.
„Er nokkuð eftir í glerinu, Jónsi?“ spurði Gussi.
„Atli ekki það. Einhver laggaróvera ætti að vera í því“.
„Já, kannske maður liðki sig ofurlítið, áður en maður fer inn að
<lansa“, sagði Pína.
„Æjá, mér er orðið hrollkalt", sagði Fia.
Nokkur þröng var við dyrnar, ungir menn, eins og venja er til. Þeir
voru að tala saman — auðvitað um landsins gagn og nauðsynjar og
tóku úr sér hrollinn þess á milli.
„Er ekki ball hérna, strákar?“ spurði Gussi.
„Hvað heldurðu — heyrirðu ekki músíkina?"
„Hún er nú varla svo merkileg, músíkin ykkar, að hún fari gegnum
heila húsveggi og lokaðar dyr“, svaraði Gussi.
„Hvað ertu eiginlega að rífa þig“, svaraði þéttfullur, slánalegur
unglingur. „Viltu að ég slái þig kaldan?“
„Nei, kallinn, það er nú ekki á þínu færi. Farið þið inn rétt á með-
an“, sagði Gussi við samferðafólkið, um leið og hann greip höndina,
sem ætlaði að slá hann kaldan. Eigandinn sá þann kost vænstan að
semja frið við Gussa og fara með honum út í bílinn. Þar fékk hann
nokkra gráa og brátt tók að renna af honum bardagamóðurinn. Kall-
aði Gussa elsku vin í hverju orði og kvaðst mundu fylgja honum að
málum héðan í frá og til æviloka. Þeir voru því orðnir svarnir vinir,
er þeir leiddust inn í ballsalinn skömmu síðar. Gussi fann fólk sitt og
kynnti þennan nýja kunningja sinn.
„Já“, sagði kunninginn og sló á öxl Gussa, „þetta er sko fínn mað-
ur, elsku vinurinn — bezti maður, sem ég hef hitt á ævinni. Það skal
enginn slá hann kaldan meðan ég er nálægur“.
Svo slangraði elsku vinurinn út í salinn — og týndist.
Þannig' leið fram á nóttina. Sumir fóru að tínast burt, aðrir týndu
jafnvæg-i sinu og skakldöppuðust kringum sjálfa sig' í leit að því. Einn
þessara reikhnatta slangraði á Jón, sem var að dansa við Pínu, en Jón
var heldur ekki aflögufær, hvað jafnvægið snerti, og' valt kylliflatur
á gólfið og dró dömuna með sér í fallinu.
Nú gaus upp háreysti mikil og hlátur um allan salinn. Drógu menn
óspart dár að Jóni og æptu að þeim hjónaleysunum. En Jón varð fljót-
ur til að ganga að dólginum, sem byltunni hafði valdið, og rétta honum
löðrung, svo að hann datt á gólfið og stóð ekki upp aftur í bili.
En dólgurinn átti líka sína kunning'ja og drykkjubræður, sem nú
gólu hátt og nöguðu skjaldarrendur, ekki síður en berserkirnir forð-
um, undir svipuðum kringumstæðum. Einn þeirra kom höggi á Jón,
svo að hann riðaði við, en stóð þó og sló nú frá sér. I sama bili kom
annar aftan að honum og hratt honum áfram, svo að hinn fyrri náði
til hans, sló hann niður og hugðist láta kné fylgja. kviði. Kvenfólkið
gerðist nú óttaslegið og veinaði hástöfum, og rann af ýmsurn að miklu
leyti. Gussi, sem hafði verið utandyra, en var nú að koma inn, heyrði
ópin í samferðakonum sínum, og' flýtti sér þangað sem árásarmaður-
224