Spegillinn


Spegillinn - 07.12.1945, Blaðsíða 12

Spegillinn - 07.12.1945, Blaðsíða 12
mála. Mér þykir vænt um Snatagreyið og honum um mig. Ég ól hann upp sem hvolp og læt hann ekki frá mér. Það skalt þú vita, Þorbjörn, og þú færð mig aldrei ofan af því. Aldrei nokkurntíma. Það er ég margoft búin að segja þér og við það stend ég, bæði hér og annarsstaðar. ÞORBJ. Það er meiri andskotans stífnin í þér, Kristín, út af einu hundkvikindi. Þú veizt þó að ég þarf á skepnunni að halda, því þetta er sá albezti fjárhundur, sem ég hef nokkurn- tíma eignazt og hef þó átt marga ágæta. Það má næstum segja, að hann spari mér mann, enda hefur hann fullkomið mannsvit, greyið, í öllu, sem honum er ætlað. KRISTÍN. Já, það segir þú satt, Þorbjörn. Það mætti margur maðurinn þakka fyrir að hafa vitsmunina hans Snata. Og hann getur lifað mörg árin enn. Frá mér læt ég hann aldrei fara. ÞORBJ. Það er meiri helvítis óbilgirnin í þér, Kristín. Ég get hreint ekki án hundsins verið og sýslumaðurinn hlýtur að dæma mér hann, sem hef allar skepnurnar. KRISTÍN. Ég er ekki vitund óbilgjarnari en þú, Þorbjörn, og sýslumaðurinn mun dæma rétt í þessu eins og öðru. SÝSLUM. Kannske þið fallizt þá á að ég skeri úr þessu um hundinn, eins og um klukkuna og myndina? ÞORBJ. (með áherzlu). Það vil ég. KRISTÍN (eftir umhugsun, dræmt). Ætli það verði ekki að vera svo. SÝSLUM. Takið þá bæði í hönd mér því til staðfestu . . . þá er það gjört og mínum úrskurði um þetta verður ekki raskað. Og hann er sá, að Snati sjálfur skuli skera úr um þetta. ÞORBJ. Hvernig á haiin að gera það, mállaus skepnan? SÝSLUM. Þið hafið bæði hrósað gáfum hans, Þorbjörn minn, og nú skal á þær reynt. Hundurinn skal fylgja þeim, sem hann sjálfur kýs að fylgja. KRISTÍN. Hvernig þá? SÝSLUM. Það skal ég nú segja ykkur. Nú setjist þið í sitt hvort hornið í þessari stofu. Þú Þorbjörn sezt á þennan stól í austurhorninu, en þú Kristín á þennan í vesturhorninu. Það verður þó nokkurt bil á milli ykkar. Svo held ég hundinum fyrir miðjum vegg hér andspænis ykkur og sleppi honum eftir andartak, þegar ég er kominn með hann þangað. Þá mun hann fara til annarshvors ykkar. En þið megið ekki með einu eða neinu reyna að fá hann til ykkar. Þá hefur það ykk- ar, sem það gerir, misst allan rétt til hundsins. Það er Snati sjálfur, sem á að ráða. Það er hann, sem á að hafa úrskurðar- vald í þessari deilu! Jæja, nú fer ég fram að sækja seppa! ÞORBJ. Mér finnst það nú, sannast að segja, nokkuð skrítið af sýslumanninum og hálf óviðfelldið að skera ekki úr þessu sjálfur og vera eins og að spyrja mállausa skepn- una ráða. Hann ætti að geta skorið úr þessu án þess að hund- kvikindið hjálpaði honum. KRISTfN. Það er enginn minni maður fyrir það, Þor- björn, þó hann láti hann Snata ráða einhverju um það, hvoru okkar hann vill fylgja. ÞORBJ. Það eru þín orð, Kristín, en ég hef mína mein- ingu um það. En þarna kemur sýslumaður víst með skepn- una. Þá er víst bezt að við munum að hreyfa okkur ekki og steinþegja. KRISTÍN. Ætli ekki það, Þorbjörn. SÝSLUM. Jæja, þá er hundurinn kominn í stellingarnar. ■ Munið nú það, sem ég sagði ykkur. Nú tek ég hendina af hon- um, svo hann ráði sjálfur hvert hann fer. Gelt. SÝSLUM. Það held ég að hann rati til hennar Kristínar, hundgreyið. Hjá henni vill hann vera og þar skal hann líka vera. KRISTÍN. 0, blessuð skepnan. Alltaf ertu jafnvitur, Snati minn. Blessaður, blessaður . . . það mátti ég alltaf vita, að þú vildir vera hjá mér, henni fóstru þinni gömlu, sem svo marg- an vænan kjötbitann hefur rétt að þér um dagana, blessuð- um hundinum . . . Gelt. Stutt þögn. ÞORBJ. Þarna fékkstu það, eins og oftar, sem þú vildir, Kristín! Ég mátti svo sem alltaf vita, að svona mundi fara. KRISTÍN. Ekki gátum við bæði haft hundinn, Þorbjörn, úr því við ekki verðum saman. Mér þykir það auðvitað hálf 204

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.