Spegillinn - 07.12.1945, Blaðsíða 15
XX. 22.-24. SPEGILLINN
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiii
.v 'p Þegar Örottningin {
^ ! koin.
Sumir fengu tvær stúlkur og
þeim var teki.ð eins og drottn-
ingum og ekið lieim í iúxusbíJ-
um. íslenskar stúlkur fást nú.
varla lengur til að vinna eldhffi.--.
j/erkin og ;þá er ekki annnð
NÝ SJÓNARMIÐ
Það er ekki venja frú Hallbjargar Blindskers að gefast
upp við vandamálin, fyrr en úrlausnin er fundin, ef hún ann-
ars er finnanleg. Innanhúsmálin hafa löngum verið meðal
hennar mestu vandamála, sérstaklega hvað húshjálp snertir,
en við komu Drottningarinnar rættist allmjög úr þessu, en
þá fengu þau hjónin — því óhætt er að reikna Hálfdán með —
tvær prýðilegar húshjálpir frá fyrrverandi sambandsríki
voru, Danmörku, sem kom sér einkarvel, svona rétt fyrir
jólin. Ef einhverjum áskotnast góð og velkomin gjöf eða
framúrskarandi happ, vill það stundum til að dagurinn er
gerður að hátíðisdegi, lúxusinn tekinn út úr skúrnum, pípu-
hatturinn burstaður og settur upp og ilmandi vötnum stökkt
á pelsana, það er að segja, ef viðkomandi getur komið þessu
við, eða með öðrum orðum: ef hann er ekki blankur. En
Blindskershjónin gátu þetta allt og meira til, og gerðu það
lika. Sigur Hallbjargar var tvöfaldur, bæði frá hagkvæmnis-
og hugsjónasjónarmiði. Húshjálparvandamálið var úrleyst
og jafnframt stigið stórt skref í þágu norrænnar samvinnu,
sem var eitt af mörgum áhugamálum frúarinnar.
Húshjálpirnar heita Mette og Marie, snotrar stúlkur á
góðum aldri og auk þess vel að sér til munns og handa. Hall-
björg hafði tekið það fram, að þær væru fyrir ofan meðal-
lag. Drottningin lagði að landi um miðnætti þar sem Gróða-
melslúxusinn beið. Móttakan fór einkar virðulega fram í anda
gagnkvæmrar samúðar og skilnings, eins og vera ber milli
þegna tveggja bræðra- (og systra- -þjóða. Svo var keyrt
heim.
Eftir það liðu dagarnir samkvæmt venju. Mette og Marie
reyndu að setja sig inn í forhollin, og enda þótt þeim kæmi
margt spánskt, eða réttara sagt íslenzkt, fyrir sjónir, þá
tóku þær því með ekta dönskum humör og jafnaðargeði.
Einn dag kom Mette þjótandi inn til Marie og var óvana-
lega mikið niðri fyrir.
— Hör Marie, sagði hún og var nokkuð fljótmælt. — Tror
du at Fruen er gal paa mig, eller bare gal i Hovedet?
— Hun er maaske nervös, da der skal være saa megen Til-
stand i Juleugen, svaraði Marie, sem var nokkru meiri sál-
fræðingur en Mette og hafði gengið á ,,kursus“ í þeim efnum.
— Men hvorfor tror du at Fruen er gal paa en eller anden
Maade?
— Jo, ser du. Jeg skulde ud at köbe noget og önskede nær-
mere Oplysninger af Fruen, men hun sagde kort og godt:
Gaa til Silli og Valdi.
— Og du tror at hun mente------. Ja, saa maa der være to
af den Slags her oppe. Det var da besynderligt, da andre
Nationer nöjes med een, sagði Marie og hristi höfuðið.
— Ja det kan jeg godt tro, sagði Mette áköf. — Du ved at
der er saa meget Velstand her og at------. Ja, det er ikke til
at forstaa.
— Du maa faa fat i nogen, der ved Besked. Maaske Chauf-
fören kan give dig Oplysninger i Sagen.
— Ja, sikkert, sagði Mette og snaraði sér út. Henni var
alls ekki á móti skapi að eiga tal við bílstjórann, sem var
allra laglegasti strákur og hafði auk þess þénað talsvert á
bílabraski. En í stiganum hljóp hún beint í flasið á húsbónd-
anum.
— Hvor skal Fröken Mette springe hen? spurði hann mjög
alúðlega og reyndi að vera sem beztur í dönskunni.
207