Spegillinn


Spegillinn - 07.12.1945, Blaðsíða 33

Spegillinn - 07.12.1945, Blaðsíða 33
XX. 22.-24. SPEGILLINN fllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIEIIItlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllMIMIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII inn lá ofan á Jóni, félag'a hans. Hann reif manninn upp og' hristi hann duglega. „Láttu manninn vei'a“, sag'ði sá, sem hiint hafði 'Jóni aftan frá. „Viltu kannske, að ég- slái þig- kaldan?“ Gussi leit snög'gt á þann, sem talaði svo víg'aleg'a. Þar var kominn „elsku vinurinn", frá því um kvöldið. Gussi þekkti hann undireins og' mælti háðslega: „Komdu þá, mannrolá, og' láttu sjá, hvort þú ert jafn- sterkur í klónum og' í kjaftmum“. Gussi tók nú annarri hendi í hálsmál náungans, sem hann var að dusta til, en hinni milli fóta hans. Þannig tók hann hann á loft og þeytti honum síðan með afli á „elsku vininn“. Féllu þeir báðir á gólf- ið og' urðu æði síðbúnir til uppstigningar. En nú skarst lögreglan í leikinn. Varð þá ekki af frekari slagsmál- um, með þvi að ráðlegast þótti að slíta ballinu, ,,að beztu manna yfir- sýn“. Gussi var hverg'i sár, en ákaflega móður. Jón var aftur á móti hrufl- aður og' blár, marinn og óhreinn. Það var lítil sjón að sjá þann ágæta stríðsmann, er hami stóð upp úr gólfinu. Þær stallsysturnar fylltust meðaumkun og' kvenlegri hjartagæzku, er þær sáu hann svona hörmulega leikinn. Kom þeim saman um, að bezt væri að leita á náðir kvenna þeirra, er að veitingunum störfuðu, og fá lánuð hjá þeim tæki til að þrífa Jón dálítið til og binda svöðusár hans. Gussa þótti þetta þjóðráð, en kvaðst mundu ganga út og kæla höfuðið á meðan. En er út kom fór Gussa eins og mörgum frægum forfeðrum hans áður fyrr, er þeir geng'U bei'serksgang'. Hann fann til þreytu og magn- leysis nú, er allur bardagamóður var af honum runninn. Hann settist því inn í bílinn, hallaði sér í aftursætinu, og hug'saði um það eitt, að gott væri nú að vera kominn heim og' háttaður. „Hvaða fjandi eru þau lengi að skvera Jónsa greyið af“, hugsaði hann með sjálfum sér, um leið og hann lokaði augunum. Eftir nokkra stund var hann stein- sofnaður. Þegar hann vaknaði hrökk hann upp með andfælum — og engin furða. Hann hafði sem sé lyppazt niður og slegið um leið höfðinu í bilhurðina. Ja, hver skollinn! Var bíílinn ekki kominn af stað? Hvar var fólkið? Þarna sat bílstjórinn við stýrið og' önnur stelpan frammí hjá honum. Hvor þeirra? Pína? Já, Pína hafði einmitt verið í svona kápu. Auðvitað var það hún. Gussi var nú kominn það til sjálfs sín, að hann vildi vita öll skil á þessu. „Heyrðu, Pina, hvar í skollanum eru þau, hann Jónsi og hún Fía?“ Stúlkan i framsætinu leit um öxl og' veinaði. Það lá við, að Gussi gerði slíkt hið sama. Þetta var bráðókunnugur kvenmaður. Bílstjórinn stanzaði og' leit líka um öxl. Það var ekki sá, sem hafði ekið þeim á ballið. „Heyrðu maður minn: Hvað ert þú að erinda í þennan bíl?“ „Svei mér ef ég veit það sjálfur", svaraði Gussi. „Eg hef víst farið inn í vitlausan bíl og' sofnað þar“. „Það er sennilegt“, svaraði bílstjórinn. „Við vorum bara tvö ein, hjónin. En hvaðan úr veröldinni ertu annars?“ „Ég er úr Reykjavík“, svaraði Gussi. „Jæja, verra gat það verið. Við erum þaðan líka. Við vorum á þessu balli þarna í nót#og svo ætluðum við þaðan austur undir Eyjafjöll að heimsækja kunningjafólk okkar. Vi§ erum nú að komast austur í Hvolhrepp". Siglin gai* eru iiau<i§yii. Fátt er nauðsynlegra fyrir þá þjóð, sem vill vera sjálfstæð, og byggir eyland, en að eiga sín eigin skip til þess að flytja vörur að landinu og afurðir frá því. Samgöngurnar eru undirstaða framleiðslunnar og sú þjóð, sem getur ekki séð fyrir nauðsynlegum samgöngum án utanaðkomandi aðstoðar, getur vart talizt fullkomlega sjálfstæð, enda hefur reynslan sýnt, að þegar þjóðin missti skip sín, gat hún ekki haldið sjálfstæði sínu. Það fyrirtæki, sem þjóðin á sjálf og ávallt hefur verið rekið með hagsmuni þjóðarinnar fyrir augum, vill enn sem fyrr leitast við að vera í fararbroddi um samgöngumál landsins, og þannig styðja að því, að tryg'gja sjálfstæði hins íslenzka lýðveldis. H.f. Eímskipafélag íslands 225

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.