Spegillinn


Spegillinn - 07.12.1945, Blaðsíða 10

Spegillinn - 07.12.1945, Blaðsíða 10
SPEGILLINN XX. 22.-24. PERSÓNURNAR: Þorbjörn og Kristín, roskin bóndahjón, sem eru komin til sýslumanns vegna fyrirhugaðs skilnaðar. SÝSLUM. Jæja, gjörið svo vel að fá ykkur sæti hér við borðið, hjónin góð. Ég vona að þið hafið ekkert sérstakt við það að athuga að sitja nokkuð nálægt hvort öðru, þó að þið séuð komin hingað í þessum erindum. KRISTÍN. Ó, sei, sei, nei . . . sama stendur mér. Ekki hef ég farið fram á það við hann Þorbjörn að skilja. ÞORBJÖRN. Satt er það, Kristín. En samt vil ég nú skilja. KRISTlN. Ætli maður viti það ekki. Þú ert svo sem búinn að segja það nokkrum sinnum við mig í þessi 35 ár, sem við erum búin að vera saman í hjónabandinu. ÞORBJ. Ekki eru það nú 35 ár. KRISTÍN. Víst eru það 35 ár, og þó liðugt tveim mánuð- um betur. Þú manst auðvitað ekki, að það var á sumardaginn fyrsta aldamótaárið, að hann séra Bjarni gaf okkur saman. Ætli ég megi ekki muna það. Mér dettur í hug í sambandi við varðskipin, sem ég var að tala um, hvort ekki væri hægt, að öðru frágengnu, að nota þau til að flytja mjólk ofan úr Borgarfirði, því með þeim gangi, sem þau hafa, mundu þau hrista úr henni allar bakt- eríur á svipstundu. Þetta ætti að athuga, áður en farið verð- ur að keyra þau vestur á öskuhauga. Af erlendum vettvangi er það merkast að frétta, að á sjálf- an byltingarafmælisdaginn ku Molotoff hafa sagt við sendi- herra vorn í Möskvu, að hann óski alls ekki eftir herstöðv- um á Islandi. Þessu ætti að minnsta kosti Vísir að verða feg- inn, þótt það minni nokkuð á sögu af öðrum gömlum ref, sem sagði um berin, að þau væru súr. Öðrum dettur í hug hið forna spakmæli: „Þeir geta nú logið í Kolhreppnum*'. Gleðileg jól! ASaljón. ÞORBJ. Og ætli þú viljir ekki hafa þitt mál fram, eins og vant er. KRISTÍN. Er það þá ég, sem bið um skilnaðinn? ÞORBJ. Þú hefur heldur enga ástæðu til þess. KRISTÍN. 0 — svei. Kannske þú hafir það fremur, Þor- björn? ÞORBJ. Víst finnst mér það, Kristín. KRISTÍN. Það er ekki nóg að finnast einhver bölvuð vit- leysan, Þorbjörn. SÝSLUM. Jæja, jæja, góðu hjón. Ætli það sé ekki bezt að fara að snúa sér að efninu. Þið eruð búin að vera hjá prest- inum. Gat hann ekki sætt ykkur, blessaður? KRISTÍN. Sá held ég hafi reynt mikið til þess! Spurði rétt hvort við hefðum í hyggju að skilja, og þegar Þorbjörn sagði já og ég ekki neitt, þá sagði hann ekkert nema þetta: „Svo þið eruð þá ófáanleg til að halda áfram samlífi ykkar í hjóna- bandi“ — og bókaði það. Ekki orð annað. ÞORBJ. Var þetta ekki nóg, kona? Hvað átti maðurinn að gera eða segja meira? Vissi hann ekki svo sem til hvers við vorum komin? Mátti hann halda að við værum komin til hans til þess að láta gefa okkur saman í annað sinn? KRISTÍN. Ég get svo sem vel hugsað mér að honum séra Jóni hafi dottið eitthvað í hug um að þú mundir koma til hans einhvern næsta daginn til þess að biðja hann um að gifta þig, úr því þú varst að þessu standi. Ætli þú þykist ekki nógu ungur til þess að gifta þig aftur, úr því þú þykist ekki of gamall til þess að skilja við mig? ÞORBJ. Ég er svei mér búinn að fá nóg af hjónabandinu, Kristín, svo ég hugsa, að ég fari ekki að giftast aftur, þó að ég ætti kost á því. KRISTÍN. Kost á því! Sá held ég ætti nú kost á því! SÝSLUM. Jæja, hjónin góð, og sérstaklega þú Þorbjörn. Vegna hvers er þér það kappsmál að skilja við hana Kristínu eftir svona langa sambúð, maður kominn alveg fast að sex- tugu? ÞORBJ. Ég hef svei mér góða og gilda ástæðu til þess, sýslumaður minn: Ég á ekkert af börnunum okkar. 202

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.