Spegillinn


Spegillinn - 07.12.1945, Side 25

Spegillinn - 07.12.1945, Side 25
XX. 22,—24, SPEGILLINN l«lllllll"l||"|"||||||||||||||||||||||lll,lllllll,llllllll,ll|l,,lll,llllll,|ll,|l|lllll,ll,llllllll||,|||||1|ll|l||l,llll,lll,|llll,lll|l|||Mll||i:|,|||ll,lll,,|,|,lll|||,|||||||||,|,||||,IMI,||,||||,llill|(|,|l||||||||||||||||||l,|||,||l|||||||||||||||||||||||||,||||||,|||,|,ll|,ll,|||||||||||, semi. Gengur kvennfólk til þurrðar í Keflavík og hjálpar hú enginn Ólafur Þórs. Fær mjólkursala landsins leyfi til manri- fagnaðar og kófdrykkju í salakynnum sínum, ög var Ijúflega veitt, er öllum þótti sem sú stofnun mætti véra skemmtilegri en hingað til, en engiri mjólk hefúr þar entt komið, að undan- skiiinní gasmjólk. Rekin kúaútgerð í Vestmarinaeyjúm, svö sem nokkur undanfarin ár, en þótti lítill plógur, er Eyja- skeggjar máttu gefa mm krónur með hverju höfði í tjón og tilkostnað. Að ráði beztu manna var þetta þó engin áhrif látið hafa á vísitölu Eyjanna. Hlaupa menn af bátum á Skipa- skaga á miðri vertíð, en voru innbyrtir jafnharðan og blóðg- aðir. Dæmd húðin af Guðjóni lærða á Alþingi. Var múrhúð. er hann þóktist einn eiga og hugðist nota til skattpínslu al- múgans. Reisir hann þá bíslag við Arnarhvál og gleymir saurklefum sem fyrr, en nú viljandi. Hafði áður fyllt kjall- arann að Barnafossi mold, grjóti og öðrum óhroða, er hann hafði heyrt meðan á byggingu stóð, að kjallarar væru óhollir. Leggja rakarar niður hnífa sína í mótmælaskyni við hóflaus- an innflutning Stefáns lögréttumanns Jóhanns á rakblöðum, svo og í því skyni að leggja nokkuð af mörkum til skeggaldar þeirrar, er þá geisaði enn um Norðurhálfu og víðar. Hætti þá skeggöldin jafnskjótt, friðsömum mönnum til mikillar gleði. Brutu enskir glugga marga hér úti, og fengu eigendurnir þá aftur greidda í sterlingspundum. Jónas Þorbergsson samt útvarpsstjóri. Gerðist útvarp hans á þessu ári borgarvirki þjóðhnöggvinga og var Jósep bóndi í Möskvu þar lofaður og vegsamaður daglega, en þó ekki um of. Neyddist að lokum til að hverfa af yfirborði jarðar og er enn í felum. Kom þó þar, að vestræna lýðveldissinna þraut þolinmæði og fleygðu út varginum og settu annan verri í hans stað. Fór útvarps- stjóri á árinu á gandreið aústur og vestur, út og suður og virtist hvarvetna vel. Verkfall tanndregla, er þeir gera sam- tök um að reisa allir burt samtímis. Átti margur um sárt að binda með tannverk sinn á meðan, en járnsmiðum var þetta hinn mesti plógur, er þeir drógu út tennur manna með smiðju- töngum sínum, og fitnuðu stórum. Jók ríkið kauphöndlun sína með sterka drykki og stofnaði svonefnt Austurríki, söl- unni til eflingar, en gúttapelum til hrellingar. Hugðist um stund stofna Þriðja ríkið, en hætti við, er það minntist vofeif- legs afgangs Germana í slíku ríki. Mei'kt nýmæli hrossa- ræktara ríkisins, er hann vildi láta gera áfengt vín úr mysu, sem þangað til hafði orðið landsmönnum til lítilla nota og. enn minni gleði. Kvað hann þetta mundu verða miklu ódýr- ara landsmönnum, en mjólkin mundi þannig verðbæta sig sjálf, malarbúum að kostnaðarlausu. Reiknuðu lærðir út, að hvert mannsbarn landsins drykki iii merkur sterkra drykkja eður vínanda á ári hverju, urðu og margir veldrukknir, eink- um hvítvoðungar, sem von var. Samfélag magaveikra stóð með miklum blóma á árinu og keypti gróðahús stór í Laugar- ási austur; eru magaveikir reknir þangað daglega til mál- tíða. Verkfall drykkjumanna í uppeldisstofnun ríkisins; heimta að drekka eftir Dagsbrúnartaxta, að viðbættri vísi- tölu og áhættuþóknun. Kristnihald dauft á árinu og dofnandi þó, þrátt fyrir nýmæli klerka í sálnahirðingu, er þeir elta sálirnar upp á ofurhá fjöll og messa yfir þeim, er þær eru komnar í sjálfheldu. Kosinn nýr klerkur í Reykjavík og brá þá svo við, að margir urðu heittrúaðir, er áður voru hund- heiðnir. Var skipt liði og hélt annar herinn vakningasam- komur en annar uppvakningasamkomur og hafði sá betur, en að lokinni orrustu gerðust hundheiðingjarnir aftur hund- heiðnir og eru enn. Reimleikar miklir á Garði vestur og var latínudraugur. Slævðist nokkuð við yfirsöngva og kertaburð. Reistu eldsdýrkendur hof sitt ásamt frystihúsi í Fossvogi og þykjast nú vel undirbúnir heimkomuna þangað sem allt brennur og frýs. Listamannaþing kallað saman til þess að gleðjast yfir c ára dánardegi listaskáldsins góða. Lfppfært 217

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.