Spegillinn - 01.04.1951, Page 10

Spegillinn - 01.04.1951, Page 10
SD SPEGILLINN STÆRSTA LÚÐA, sem landsett hefur verið í Grimsby siðan einhverntima á dögum Hinriks VIII., kom þangað fyrir nokkru með Akureyrartogaranum Harðbak. Varð Bretinn svo hrifinn og hissa, að hann keypti alla lúðuna og galt við 17-18 hundruð krónur íslenzkar, en þá hafði það um skeið verið til siðs að fleygja nokkrum hluta aflans aftur í seljendur. Er Bretinn síðan afskaplega hrifinn af Harðbak — eða Hardback, eins og hann er kallaður þar í landi. NÝIR HJÓLBARÐAR hafa verið fundnir upp vestur í Ameriku. Eru þeir slongulausir og geta því ekki sprungið. Segir heimild vor, að barðar þessir „hafi verið þrautreyndir og gefi prýðilega raun“. Eftir þessu að dæma er enginn munur á þeim og gömlu börðunum, nema hvað raunin er þar í fleirtölu. TÍMINN heldur uppteknum hætti að flytja kynjasögur af frjósemi húsdýra- stofns vors. Síðast skeði það, að belja í Staðarsveit eignaðist þrjá dauða kálfa, en önnur í Melasveit þrjá lifandi ditto. —• Virðist sem einhver hreppapólitík sé hér á ferðinni, og eigi þetta að vera fín bending um það, hvor þessara sveita sé lífvænlegri og betri undir bú. í VATNSDAL norður skeði' það fyrir nokkru, að bóndi einn íhelsló fimm refi á einni nóttu. Virðist svo sem refirnir séu ekki eins miklir refir og af hefur verið látið til þessa, eða þá hitt, að bóndi hefur verið enn meiri refur en þeir ferfættu. Loks er alltaf sá fræðilegi möguleiki fyrir hendi, að refirnir hafi verið minkar — og minkar þá frægð bónda af afrekinu. SKINNAVERKSMIÐJAN Iðunn á Akureyri hefur nú hafið framleiðslu sólaleðurs, að því er hermir í sérstakri fréttatilkynningu til vor frá Iðnaðardeild Í.S.Í. Hef- ur verksmiðjan frá öndverðu lagt stund á að skinna fólk upp, og byrj- aði þá að ofan. Hefur uppskinnunin tekizt með þeim ágætum, að nú virðist hún vera komin alla leið. í SfÐASTA BLAÐI voru var þess getið, að bankaútibúið á Langholtsvegi hefði bakað sér almennar óvinsældir þar um slóðir með því að taka við bæjargjöld- um Langhyltinga. Nú hefur búið bætt úr þessu með því að fara að selja frímerki, sem hingað til hafa verið illfáanleg, þar sem Hlíðdali voru þau ekkert útbær — og hafa fleiri bankaútbú tekið upp þessa sölu. Næst heyrum vér væntanlega, að þau séu farin að selja fiskflök, pökk- uð inn i víxileyðublöð, og hvað snertir útbú Búnaðarbankans, sem er í sama húsi og Austurríki, þá ætti það að taka nokkrar bokkur til um- boðssölu af nágranna sinum og hafa þær á boðangi þann tíma, sem það hefur opið fram yfir nágrannann. LISTMÁLARARNIR og Jónarnir, Þorleifsson og Engilberts, hafa nýskeð orðið fyrir þeim heiðri að Svíakóngur hefur sæmt þá hinni svokölluðu vasaorðu, og er sagt, að þetta sé fyrir að hafa stuðlað að norrænni samvinnu á listasviðinu. Ekki vitum vér, í hvaða vasa listamennirnir hafa látið orður sínar, en hitt er gleðilegt, að þeir skuli vera meiri samvinnumenn utan lands en innan. ERNEST BEVIN, hinn góðkunni stjórnmálamaður í Bretlandi, hefur fyrir nokkru sagt af sér störfum utanríkisráðherra þar í landi, með þeim ummælum, að þegar Stefán Jóhann væri orðinn valdalaus sæti illa á sér að sitja við völd. Fékk Bevin hin ágætustu eftirmæli hjá formanni hinnar konung- legu stjórnarandstöðu, Anthony Eden, sem kvað þennan andstæðing sinn gagnmerkan stjórnmálamann verið hafa og jafnan látið hag lands- ins sitja fyrir flokkshagsmunum og bitlingum. Oss finnst lítill vandi að tala vel um fólk, sem maður er að losna við. EIN BLESSUNIN af blýantsstrykinu, sem þegar er komin í ljós, er klósettpappír, sem kostar einn litinn fimmkall rúllan. Er hann í Hafnarfirði kallaður hreinlætispappír, en annarsstaðar eru menn farnir að kalla hann gotu- pappír. VEFNAÐARVARA, sem komið hefur hingað til lands frá Spáni, hefur reynzt svo mein- gölluð, að því er likast sem safnað hafi verið um allt landið úx'kasti úr verksmiðjum, til þess að selja möi'landanum. Er oss tjáð, að úrgangur úr þessari vöru sé allt að 60%, og verðlagsstjóri sé afskaplega sorrý yfir hinum aukna vanda, sem þetta bakar honum. Vér sjúum ekki ann- að fært en liðka eitthvað um fiskmatið hér heima og vita, hvort vér getum ekki slegið spanjólann út í vöruvöndun. GRETA GARBO, sem nú er orðin 42 ára gömul og gæti verið helmingi eldri, hefur nú tekið upp hinar og þessar lífsvenjubreytingar. Fyrst og fremst hefur hún fengið amerískan ríkisborgararétt, ennfremur er hún farin að verða fix i tauinu — gengur í næfurþunnum nælonsokkunx og með fallega hatta og er farin að mála sig, og síðast en ekki sízt er hún far- in að verða huppleg við blaðamenn og ljósmyndara. Þetta finnst oss allt ósköp eðlileg ellimörk, en svo er annað mál, hvoi't þessi viðleitni Möngu kemur bara ekki nokkuð seint. HINN 12. MARZ síðastliðinn kviknaði í tréverki bryggjunnar við Ægisgarð, í höfuð- staðnum, og hlutust af nokkrar skemmdir og tjón. Aðaltjónið telja margir það, að flóð var, svo að hægt var að draga Hæring frá bryggj- unni, áður en hann brynni. Má segja, að ekki sé ein báran stök með út- haldið á því góða skipi. í VESTMANNAEYJUM hefur bæjarstjórnin samþykkt að efna til þjóðaratkvæðagi-eiðslu um það, hvort vinbúðinni skuli lokað, og á slagur sá að standa hinn 15. þ. m. Heyrt höfum vér, að bæði liðin séu með nokkurn glímuskjálfta, en vínbúðarsinnar ku ætla að bjarga því, sem bjargað verður, með því að nota tímann vel — þennan, sem enn er eftir. í BANDARÍKJUNUM er bezti stangarstökkvarinn prestur, að nafni Robert Richards. Hef- ur hann stokkið 4.595 metra, en sá næsti honum ekki nema 4.47 — sem er greinilega einum desímal minna. Ekki er nú að fui'ða þótt venjuleg- um prestum verði stundum torsótt leiðin til hinxnaríkis, þegar svona maður kemst ekki nema ca. hálfan fimmta meter áleiðis — með stöng.

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.