Spegillinn - 01.04.1951, Qupperneq 23
S-P-E □ I L L I N N
59
Bær og ríki halda
leiðinni í Hveradali
opinni.
ann, sem pantaði flöskurnar, því að þær voru pantaðar. Og
hann með mér niður á stöð og heimtar sínar flöskur. Þarna
verða þeir að láta þær af hendi með tölu með 300 krónunum
og ökuskírteininu og kosningarrétti og kjörgengi og minnt-
ust ekki orði á það, hvort ég fengi að verða forseti lýðveldis-
ins. En þá. var mínum manni farið að hitna í hamsi, svo að
ég ber í borðið og heimta 100 krónur fyrir mig og aðrar fyrir
forstjórann. Það væri það minnsta í skaðabætur fyrir at-
vinnutjón og óþægindi. Og þeir verða að opna skápinn og
stinga að okkur einum bláum, sinn hvorum. Og það var fátt
um kveðjur í það sinn.
— En hafði þessi forstjóri ráð á að kaupa þessar tíu flösk-
ur? spurði ég.
— Nei, biddu fyrir þér, hann lét fyrirtækið borga og fór
á hausinn, heiðarlega og mannlega. En fyrir 100 krónurnar
keypti hann hlutabréf í öðru og varð þar svo forstjóri. Það
er sko hægt að komast áfram á íslandi, einkum þegar löggan
styrkir mann.
— Jæja, sagði ég. — Þú hefur þá lent í ýmsu og vonandi
passar þú þig næst.
— Næst? Nei, það er sko ekki hægt að sanna neitt með lík-
um. Því að það eru allar líkur á að löggurnar komi í Mánu-
dagsblaðinu með mynd, ef þær fer að kitla eitthvað í fing-
urna hjá okkur, því að þær verða sko að sanna með líkum en
ekki við, og það tekst þeim ekki, skal ég segja þér, nema þær
geri olckur fyrst að líkum. Ég skal segja þér sögu um það.
Einu sinni vorum við allir grannlausir, lítið að gera og sumir
að spila Olsen-Olsen inni á stöð. Kemur þá ekki lögga inn á
stöðina og hafði kíkt í skottið á einum bilnum og séð þar eina
svarta. Við heyrum að hann fer að þrefa við afgreiðslumann-
inn, að hann hafi fundið flösku í stöðvarbíl.
— Nú, ætli bílstjórinn hafi ekki átt að fara með hana heim
til einhvers. Og afgreiðslumaðurinn verður svo náfölur og
titrandi.
Löggan var einn af þeim harðsoðnu köllum, sérðu. — Ekki
er hann á leiðinni með flösku til eins eða neins, ef hann situr
inni á stöð, segir helvítis beinið, sem kom að þefa.
— Ég veit ekki um neitt, segir mannauminginn. — Okkar
stöð hefur bannað öllum sínum bílstjórum að geyma vín í bíl-
um sínum.
— Flaskan segir til sín, segir þá sá með hnappana. — Það
er bezt að tala við þrjótinn.
— Já, en hvaða bíll er það? spurði afgreiðslumaðurinn og
var eins og á glóandi rist.
— Ég tók nú ekki númerið, en það er sá þriðji hægra meg-
in í röðinni. Ég leit í hann af tilviljun — og það eru sterkar
líkur fyrir ólöglegri sölu áfengis. Og hver veit nema þeir séu
fleiri.
— Við skulum þá sjá, hver á hann, sagði manngarmurinn.
— Auðvitað fær hann ekki oftar að aka við okkar stöð.
Svo fóru þeir út að rannsaka málið. Þegar þeir komu út
sást enginn bíll við stöðina. Enginn okkar hafði sagt neitt,
en við fórum allir út bakdyramegin — og allir höfðu víst
þurft að fá sér túr.
— En hafa ekki komið óeinkennisbúnir lögregluþjónar og
spurt eftir flösku til að leita fyrir sér?
— Jú, einu sinni komu tveir seint um kvöld til kollega