Spegillinn - 01.04.1951, Síða 28
1
64
SPEGILLINN
Sagan hefst með því, að Jón Jónsson frá Koti, sonur Jóns
eldra, Jónssonar, bónda í Koti, kallaður Nonni eða Nonni
litli heima fyrir, var kominn til höfuðstaðarins til þess að út-
vega föður sínum leyfi til að byggja íbúðarhús. Gamli bær-
inn í Koti var orðinn svo ógnar hrörlegur og hélt hvorki vatni
né vindi lengur. Nonni litli byrjaði náttúrlega á því að hafa
tal af þingmanninum sínum, sem var forstjóri í hjáverkum
og auk þess fulltrúi, ráðunautur og meðnefndarmaður í sex
nefndum, líka í hjáverkum, því að auðvitað var hann aðal-
lega þingmaður. Þingmaðurinn varhinn altilegasti við Nonna
litla, enda orðlagður fyrir lítillætið og alúðina, sem hann
sýndi atkvæðunum sínum. Hann sagði alltaf Jón minn eða
Jón minn góður við piltinn, og atkvæðið var svo dæmalaust
hrært af kumpánlegheitunum. En þingmenn væru ekki þing-
menn, ef þeir kynnu ekki að tala við atkvæðin sín.
„Jahá, Jón minn góður, svo þið ætlið að fara að byggja
þarna í Koti. Það er nú ekkert grín að standa í byggingum
í árferðinu því arna“, sagði þingmaðurinn.
En Nonni litli gaf dauðann og djöfulinn í árferðið og sagði
sem var, að fólk yrði náttúrlega að hafa vatnshellt þak yfir
höfuðið í slæmu árferði ekki síður en góðu, og lét jafnvel á
sér skilja, að hann
vænti þess fastlega,
að þingmaðurinn
yrði Kotsatkvæðun-
um innan handar við
að útvega leyfið.
Og þingmaðurinn
sá, að þetta var lauk-
rétt hjá Nonna litla
og sagði: „Já, auð-
vitað, Jón minn, auð-
vitað geri ég það,
sem ég get, en þú
þarft að tala við Ný-
bygginganefndina, -
hún hefur mest með
þetta að gera“.
Síðan kvöddust
þeir með virktum og
þingmaðurinn klapp-
aði á öxlina á atkvæð-
inu sínu að skilnaði
og sagði: „Já, ég skal
svo sjá til, hvað ég
get gert, Jón minn góð-
ur“.
Svo fór Nonni litli að
leita uppi Nýbygginga-
nefndina. Hann stoppaði
alla karlmenn, sem hann
mætti, tók ofan og sagði:
„Góðan daginn, herra
minn. Ekki vænti ég, að
þér getið sagt mér, hvar
Nýbygginganefndin er
til húsa?“
En menn hristu bara
höfuðin og sögðu, að það
væri nú ekki heiglum
hent að þekkja eina
nefndina frá annarri hér
í bæ. Loks hitti Nonni
litli þó mann, sem vissi
hvar nefndin var og
bauðst til að rölta með
honum þangað.
„Svo þú ætlar að fara
að kvabba á Nýbygginga-
nefndinni, karlinn?“ seg-
ir fylgdarmaðurinn.
Jú, Nonni litli hélt nú
það, og það mjög mikið.
„Þú ert svo fjandi drýldinn, lasm. Áttu kannski eitthvað
undir þér?“ sagði fylgdarmaðurinn.
„Undir mér eða undir mér ekki — ég þarf að fá leyfi“,
sagði Nonni litli.
„Heyrðu, lasm“, sagði hinn og lækkaði röddina, „ertu í
Mannvirðingaflokknum ? Ef þú ert ekki í Mannvirðinga-
flokknum, þá færðu aldrei leyfið“.
„Aldrei skal ég í Mannvirðingaflokkinn", sagði Nonni litli
svo hátt, að tveir herramenn, sem voru á gangi þarna, hrukku
í kút.
„Hver andsk......, lasm. Þetta var löggan“, sagði fylgd-
armaðurinn. „Það er nefnilega bannað með lögum að gera
henni hverft við“.
„Eru engin liðamót á þeim?“ spurði Nonni litli og benti
á löggurnar tvær. „Eru hendurnar á þeim bundnar fyrir aft-
an bakið?“
En fylgdarmaðurinn sagði, að þetta væri bara hið sér-