Spegillinn - 01.04.1951, Blaðsíða 31

Spegillinn - 01.04.1951, Blaðsíða 31
SPEGILLINN 67 LAUSAVISNAÞÁTTUR f y 't Nú-höfum við ákveðið að taka upp lausavísnaþátt til að hvíla hlustendur eilítið frá jazzgutlinu, symfóníum og þess- háttar dóti, sem enginn skilur og jafnvel ekki ég sjálfur. Það hefur frá upphafi verið svo, að Islendingar hafa verið mikið fyrir að yrkja og ríma og láta fólk halda að þeir væru hag- orðir. Ég hef lesið það í gömlum bókum . . . (eins og þið vit- ið er ég mikið fyrir að tala um bækur, gamlar og nýjar, og þá verð ég stundum að lesa svolítið í þeim til þess að geta komið með tilvitnanir, því þá heldur fólk að ég sé bókfróðari og skilji bækur betur en aðrir). Já, sem sagt, ég hef lesið í gömlum bókum, að íslendingar hafi alltaf verið yrkjandi, til að láta alla halda að þeir væru skáld, og þóttu þá, eins og nú, allir beztu skáldin, sem enginn skildi framleiðsluna hjá. Já, sem sagt, þá ætla ég nú að taka upp lausavísnaþáttinn í þeirri vissu, að ennþá séu til nægilega margir leirbullarar til að sjá þættinum fyrir efni. Annars mega líka vera gamlar vísur með, því þær hafa margar inni að halda sígilda og djúpa lífs- speki og sannleika, eins og t. d. þessi eftir Æra-Tobba: hvort eð er“, sagði þingmaðurinn og hvarf inn í húsið með leyfið. „Þessi fer beint í Allrahandanefndina og fær lánaðan stimpilinn, — hann verður ekki lengi, lasm“, sagði fylgdar- maðurinn og drap tittlinga framan í Nonna litla. Og það var orð að sönnu, þingmaðurinn kom mjög bráðlega aftur með nýstimpl- að leyfið í hendinni. „Þá vona ég nú, að þetta sé í fullu gildi, Jón minn góður“, sagði hann kumpán- lega og fékk Nonna litla leyfið. Nonni litli varð náttúrlega ósköp feg- inn og sagði, að það væri einhver munur að eiga góðan þing- mann, og það væri svo sem ekki von, að þeir, sem ættu lélega þingmenn, kæmust neitt áfram. „0, maður reynir að greiða fyrir vinum sínum úr dreif- býlinu, ef maður getur, Jón minn“, sagði þingmaðurinn hóg- vær og klappaði atkvæðinu sínu á öxlina. öngþveitínus Skorts. Imbrum brunbrum og amburrabramb og axindæla. Skrjúfara rjúfara skrokk í væla, skrattinn má þeim dönsku hæla. Eða margar eftir Eirík ólsen, t. d. þessi: Mold og sandur og rústaleir, eftir gömlum vanda. Gamalær var lembd í gær, svo skal nafnið standa, svo eitthvað sé tekið af handahófi eftir þá, sem mestri snilli hafa náð í lausavísnagerð, að mínum dómi (en það er efsti dómur um slíkt). Nú eigum við ennþá nokkuð af hagyrðing- um, sem geta nokkuð, þó ekki sé reiknað með afburðasnill- ingum eins og Steini Steinar, Kiljan og Þórbergi, sem teljast mega verðugir arftakar Eiríks Ólsens, þó þeir standi Æra- Tobba nokkuð að baki. Já, sem sagt er þessi þáttur tekinn upp til þess að sem flestir komi sínum afurðum í útvarp. Þó verður náttúrlega ekki farið með nema fátt eitt af því, sem mér hefur borizt, í hverjum þætti, — annars hefði ég allt of lítinn tíma til að tala sjálfur, en af því hef ég meira gaman en að þylja vísur eftir aðra. Þá gerir heldur ekkert til, þótt höfundar séu ekki nafngreindir nema fáir, því þá getur fólk- ið haldið að ég hafi gert þær sjálfur. Hérna ætla ég þá að fara með nokkrar vísur, en það er ekki nema örlítið sýnis- horn af öllum þeim sæg af vísum, sem mér hafa borizt og skipta mörgum hundruðum, og eru jafnvel sumar skráðar á þingeysku og fleiri tungumálum, sem ég skil eins vel og ís- lenzku. Þá byrja ég á lestrinum: Sumir hreppa syndagjöld, sízt með blaki linu, þegar hæstu verðlagsvöld valsa á hótelinu. Stjórnarinnar apla-álp oft er þunnur forði, marga gleður Marshallhjálp og molar af Trúmanns borði. Friðardúfan, dáfögur, dregur hræsnis vélið, þá varð hrifinn Þórbergur og þefaði undir stélið. / okkar verðlagsvanda víst eru tök óklén. Ennþá óbuguð standa Essó og Helgi Ben. Hæst ber tál í heiminum. Heimsk er sál í kommunum. Drykkur af Ála, daunillum, döprum kálar mönnunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.