Spegillinn - 01.04.1951, Side 38

Spegillinn - 01.04.1951, Side 38
74 BPEGILLINN Eithöfundar eiga alltaf að láfa falla svona skýringar, en gera ekki ráð fyrir að lesendurnir standi á einhverju sérstöku gáfnastigi, t. d. allt upp í vísitölu 75 eftir stigatölu S. Jóh. Á., en ekki þeirri finnsku.) Eini gallinn á þeim Kristjáni og Vil- hjálmi var, að þeir fóru að yrkja í ár — og vel í þokkabót, sem hleypir alltaf illu blóði í aðra. Bezt eru liðnar lausavís- ur, samanber lausavísnaþáttinn fræga, og viljum vér hota tækifærið til að þakka Vilhjálmi Þ. velvild oss lítilmótlegum auðsýnda, að flytja aðra lausavísu vora í útvarpi úr síðasta SPEGLI. En vér verðum þó að tjá Vilhjálmi Þ. það, að oss þótti ofurlítið miður að fá ekki seinni vísuna líka, þar sem stóð, að eftir væru við hvern lestur 800 vísur. Hvað margar voru eftir síðast gat Vilhjálmur Þ. því miður heldur ekki um, en þetta er merkilegt rannsóknarefni. Já, fyrirgefið, ég brá mér ofurlítið frá, eins og einn fræg- ur útvarpsmaður sagði einu sinni — og skeði það í miðjum lestri. Nei, villa Helga Sæmundssonar liggur öll í því, að hann heldur að verðlauna beri það að yrkja, þar sem verið er að verðlauna fyrir það að þegja. Hér eiga kannske við klassisk orð Skúla Þórðarsonar, er hann á að hafa mælt í vetur, er fræðslumálastjórn setti námsstjóra yfir framhaldsdeildirn- ar í Reykjavík: „Miklir helvítis aular eru þessir menn, að velja einmitt þennan mann í embættið, hann er vís til að fara að gera eitthvað“. Því að satt bezt að segja, þá hefur þjóðin ekki ráð á að skáldin okkar yrki og gefi út, því að einhverjir glæpast þá alltaf til að kaupa bækurnar, en því hefur þjóðin ekki ráð á, þegar svarta markaðsverð er ca. 35% lægra en löglegt verð í landinu. Hvað ætli að margir íslendingar geti lifað eftir venjulegum launum á einum og sama vinnustað? Ég hygg, lauslega áætlað, að varla meir en helmingur væri lifandi nú eftir samskonar vinnukerfi og fyrir stríð. Vér get- um sagt lesendum vorum það, að vér erum löngu dauðir sjálf- ir á pappírnum og vinnustaðarkerfinu, en lifum hins vegar vegna þess að vér skrifum til að skemmta yður í SPEGL- INUM. Þá þykir oss ekki taka því að minnast á, þó að veitt sé mönnum eins og Birni J. Blöndal fyrir ævisögu, þótt ekki sé hann skáld. Ef til vill hefur hann slæðzt með óvart, án þess að nefndin tæki eftir honum, eða þetta er bending til hans að skrifa ekki meira. Þá viljum vér víkja örfáum orðum að mynd- og tónlistar- mönnum, sem Helga þykir nefndin hafa flokkað alltof þétt saman. Je, hvernig á aumingja nefndin að hafa vit á þessu öllu? Vér skiljum hana mætavel. Þessir menn eru alltaf að segja sjálfir, að þeir séu þetta svo og svo góðir listamenn, hvað vel getur verið, því að annars væru þeir ekki að þessu — og svo er Steingrímur með sitt litla Líf og list að velgja upp sama grautinn, því að hann vill líka lifa. Þá er bezt að setja allt í sama pott og setja svo myndlist og tónlist einhvers staðar í miðjan flokk, t. d. þar sem Jón Leifs er, því að hann veit þetta allt bezt sjálfur, og svo draga menn helming frá til vonar og vara. Um söngmennina getur nefndin kannske dæmt með eigin eyrum og hefur hún (skv. Helga) valið Sig. Skagfield og Guðrúnu Á. Símonar. Eftir því sem vér bezt vitum syngja þau bæði hátt og lengi og getur þetta því vel staðizt hjá .nefndinni. Þá kemur Helgi inn á leikara og upplesara, og þar sem '-a er sérgrein vor, hefði Helgi eiginlega ekki átt að hætta n ,á þá braut. Nú, til leikara er þetta ekkert annað en dýrtíðaruppbót og ættu sem flestir að fá hana. Einar Páls- son vill hann láta fá nokkrar krónur í viðbót fyrir upplestur. Vér viðurkennum, að Einar var efnilegur byrjandi, þegar hann kom nýútskrifaður frá Royal Academy, en nú vildum vér helzt mega líkja honum við Helga Sæmundsson, og oss leikur grunur á, að Helgi muni ekki hafa sótt um styrk vegna upplesturs. Steingerði hefðum vér getað unnað nokkurs eins og Helgi, en þó slær hún stundum slöku við upplesturinn eða hefur aldrei lært að fullvinna kvæði. Hún tæmir þau því mið- ur of sjaldan, sem hver lærður upplesari (hér á ég ekki við „vandaðan upplestur“) á að gera. Um stílinn má aftur deila, og hafa upplesarar oft misjafnan stíl. En nefndin hefur sem sagt verið orðin þreytt á upplestri eftir að hafa lesið allar umsóknirnar, og hefur Steingerður goldið þess. Þá komum vér að spurningunni stóru, hvernig svona nefnd- ir eigi að vera, eða m. ö. o. tilhöguninni. Helgi beinir orðum sínum til nefndarinnar, nema Magnúsar Kjartanssonar, og finnst oss það hálfkratalegur hugsunarháttur, því að enda þótt M. K. sé enginn annar Sigfús Blöndal og hafi lítið vilj- að sinna bókmenntum í prófum, þá er það ekki nema kostur. 0g hann vill allt öðruvísi en hinir þrír — og það vill Helgi einmitt líka. Helga finnst það niðurlæging fyrir skáldin að sækja um styrkinn, en hvernig færi, ef því væri sleppt? Allir nefndarmennirnir hafa líklegast einhverntíma gert vísu og þá veittu þeir bara styrkinn hver öðrum. Og það væri allt í lagi, ef Helgi væri kominn í nefndina, en vér erum ekki vissir um að Ingimar sleppi sætinu baráttulaust, því að óbreyttu fyrirkomulagi á hann þar ýmissa hagsmuna að gæta. Nú, einhverntíma hafa menn reynt að láta listamennina úthluta sér sjálfum. Það þótti of mikill lækniskostnaður á eftir, svo að sú leið mun tæpast fær. Helgi vill launa ríflega en fáum vel völdum, þ. e. þeim, sem þegja. En þá fara bara allir lista- menn að steinhalda kjafti. Akademían er ekki komin og Al- þingi mun sízt koma sér betur saman og mundi slíkt lengja þingtímann það sem styrkjunum næmi eða meira. Flokks- lausir menn? Slíkt er líka óhugsandi, því að bitlingar mega aðeins ganga til flokksmanna. Vér sjáum því eigi annað ráð vænna en að sama nefndin sitji sem áður. Þeir hafa að vísu ekki sýnt vit á list, en þeir hafa sýnt, að þeir geta staðið gegn aðkasti og hnútum. Menn eru alltaf að hnýta í kommúnist- ann, þótt mikið af listinni sé kommúnistisk. Hver ætti þá að dæma hana ? Svo eru sumir súrir út í séra Ingimar, af því að hann er að hygla þarna konu sinni nokkrum þúsundum. En þetta er varla meira en með kaffinu um árið, og alltaf hefur það þótt góð viðleitni að hjálpa til að draga til búsins. RÆÐISMAÐUR vor í Tel Aviv, hr.TL Naschitz, hefur nýleg’a verið hér á ferðinni til að kynrtast landi og þjóð, og varð sú kynning til þess, að hann vill nú óður og uppvægur koma é ferðamannaskiptum milli Islands og Lands- ins helga. Er meining hans sýnilega sú, að eitthvert slangur af stranda- glópum verði eftir í hvoru landi í hverri ferð og geti þetta leitt til þjóðablöndunar. Án þess að vér viljum leggja nokkurn dóm á æskileg- heit júða-einblendinga, viljum vér benda ræðismanninum á það, að vafasamt getur orðið, hvort júðarnir batna nokkuð heldur við. slík við- skipti. FANNEY, leitarskipið, sem þykir bera nafn með rentu, og undanfarið hefur alltaf verið að leita að einhverju, varð loks fyrir því óhappi að tapa trollinu sínu í sjóinn. Er nú hið góða skip löglega afsakað frá frekari leit, og er vonandi, að síldin heyri um óhappið. Þá gæti hún tekið upp á því að fara óvarlega og einhver annar gæti kannske fundið hana.

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.