Spegillinn - 01.04.1951, Síða 40

Spegillinn - 01.04.1951, Síða 40
76 SPEGILLINN dómara að láta taka úr sér þindina, svo að þeir geti hlaupið þindarlaust. í sambandi við dómara ætla ég að segja ykkur sögu. Einhverju sinni skoraði Sánkti Pétur á sinn óæðri and- stæðing, djöfulinn, í millilandakeppni milli Himnaríkis og Helvítis. — Ég skil ekkert í þér, Pétur, að stinga upp á þessu, því að þeim leik taparðu. — Bíddu bara og sjáðu, sagði Pétur. — Ég get nefnilega sagt þér, að hjá mér hafa lent allir beztu knattspyrnumenn- irnir. — Þetta hef ég nú heyrt fyrr, sagði myrkrahöfðinginn — en hver heldurðu að hafi dómarana? Knattspyrnan er vinsælt sport, og eins og nærri má geta þykir ungum, nýgiftum konum leiðinlegt að vera einar og mannlausar heima á sunnudögum, þegar maðurinn segist fara að horfa á einhvern knattleikinn. Oss finnst þetta í hæsta máta einkennilegt, því í fyrsta lagi er andlit á fallegri ungri konu meira aðlaðandi en skítugur leðurknöttur hopp- andi aftur og fram um völlinn, a. m. k. finnst manni það um konur annarra. Nema hvað ein unga konan sagði við mann sinn á slíkri stund, er hann rauk út úr dyrunum að horfa á kappleik: — Þú hugsar ekki Um annað en fótbolta og aftur fótbolta. Ég er viss um, að þú manst ekki einu sinni hvenær við gift- umst. — Jú, það man ég alltaf, heillin mín, svaraði maðurinn brosandí. Það var daginn, sem Fram vann Val með 2 gegn 0. Einu sinni átti maður úr Víking að taka vítispyrnu. Það var eina vonin eftir að geta fengið jafnan leik. En auðvitað sparkaði hann fram hjá markinu. Eftir leikinn gekk hann til formannsins og sagði við hann, að hann gæti sparkað sjálfum sér fyrir þennan klaufaskap. — Nei, láttu mig heldur gera það, sagði formaðurinn. — Ég er viss um, að þú hittir ekki. f>, Eiginmaður, sem var mun hugulsamari en sá áðurnefndi, - bauð konu sinni á knattspyrnukappleik. En konan lét í Ijós við eiginmann sinn, að henni þætti ámóta skemmtilegt að standa upp á endann og glápa á boltann þjóta sitt og hvað um vöilinn eins og að standa í stórþvotti. Við það væri þó hægt að einbeita sér. — En þú verður þó að viðurkenna, sagði maðurinn henn- ar, sem satt að segja átti bágt með að gefa konunni viðeig- andi svar fyrir svo átakanlegt skilningsleysi, — þú verður þó að viðurkenna, að það er ágætur hraði í leiknum. — Er það? spurði konan mildari, — þá verða þeir kann- ske búnir hálftíma fyrr? Og svo var það sendillinn, sem bað húsbónda sinn um frí til að fylgja ömmu sinni til grafar. En húsbóndinn hafði les- ið vel blöðin fyrir viðtalstímann og mundi eftir að Valur og K.R. ætluðu að heyja kappleik þá um daginn. — Ætli verði þar ekki á annað þúsund manns, sagði for- stjórinn og glotti lymskulega. — Je, það er ég viss um, sagði strákur, — amma mín átti nú aldrei miklum vinsældum að fagna. Og svo eru það frjálsar íþróttir, sem verða að teljast til sports, því að þar er mest sportið í að gera það, sem menn langar mest til. Allir þekkja sigurvegarana okkar, eins og Gunnar Huseby, Clausensbræður, Torfa Bryngeirsson, Finn- björn, Skúla o. fl. í frjálsum íþróttum er ekki annar galdur- inn en að vinna þann, sem maður keppir við. Við frjálsar íþróttir er farið eftir stigatölu. Fyrir okkur íslendinga hef- ur sýnt sig að finnska stigataflan er bezt, af því að hún er hæst. Frjálsar íþróttir stafa frá strákapörum skólaáranna, hver fljótastur er t. d. að klifra yfir brjósthæðarháa girð- ingu eða hærri og koma aftur yfir hana með fallegasta blóm- ið í garðinum. Til undirbúnings kastíþrótta verða þeir oftast snjallastir, sem geta kastað snjókúlu eða blekbyttu inn um glugga á efstu hæð í námunda við skólann. Þeir lélegri kom- ast aldrei lengra en að kasta blekbyttu á húsagaflana, sem kostar eigendurna nokkur þúsund krónur að bæta úr. En allt verða borgararnir að gera fyrir hina uppvaxandi æsku. — Skólastjóri einn, sem hafði aðeins takmarkaðan skilning á hinni nýju sálfræði, kallaði á fjóra náunga inn til sín, auð- vitað höfðu þeir allir verið að æfa sig í frjálsum íþróttum. — Hvað gerðuð þið af ykkur? spurði hann byrstur þann fyrsta. — Ég tók blóm úr garði, kveikti svo í gömlum vinnuskúr og kastaði steini í sjóinn. — En þú? spurði skólastjórinn og snéri sér að þeim næsta. — Ég sleit upp blómin í garði, kveikti í gömlum skúr og kastaði steini í sjóinn. — Nú, þetta síðasta getur ekki talizt refsivort, sagði skóla- stjórinn. — En þú? Sá þriðji hafði gert það sama og hinir. — Og hvað gerðir þú svo? spurði skólastjórinn þann fjórða. — Ég stal líka blómum og kveikti með hinum í timbur- skúrnum. — Nú, sagði skólastjórinn. — Kastaðir þú ekki líka steini í sjóinn? — Nei, því að ég er Steinn sjálfur. Séra X, óháður. HNEFLEIKAMAÐUR einn franskur, að nafni Pierre Motané, sem vann meistaratitil í létt- vigt, rétt fyrir skömmu, hefur nú ráðizt söngvari hjá skemmtiflo’dd einum, sem heldur sjómannadagskabaretta víðsvegar um Frakkla.id. Til að byrja með þótti hann ekki syngja rétt vel, en snögglega brá sv' við, að hann fékk hina ákjósanlegustu dóma í blöðunum. En ráðningin á gátunni var sú, að í millitíðinni hafði hann slegið nokkra krítíki ;;a flata og kalda. Er hér gott dæmi um heppilega samvinnu iþrótta >g lista. ÞÝZICUR KLERKUR, sem er fulltrúi utanríkismáladeildar hinanar þýzku evangolisku kirkju" (og vondandi lýðræðissinnaður), er væntnnlegur hingað í sumar lesum vér í Yísi, eftir heimild frá Ástvaldi. Á hann að flytja hér fyrirlestra, en jafnframt að athuga statusinn hjá þýzku vinnu- konunum hér, og messa dálítið yfir þeim. í sömu grein er þess getið, að hinn frægi klerkur og kafbátsforingi, Niemöller, muni cf til vill koma hér við. Þó er þn‘5 í nokkurri óvissu, svo að nokkur von er til þess, að vér sleppum við hann. DANAKÓNGUR, Friðrik, hinn níundi með því nafni, átti afmælisdag hinn 11. marz sl., og stjórnaði af því tilefni hljómsveitinni sinni af plötu í ríkisút- varpi voru. Þarna voru tekin fyrir hin erfiðustu viðfangsefni, eftir danska höfunda, en enginn sá (þ. e. heyrði) jöfri bregða. Mun það þó sízt ofmælt, er dr. Páll ísólfsson sagði í formálsorðum, að sizt sé minni vandi að stjórna hljómsveit en ríki, og tökum vér undir það, að svo óþæg getur hún verið. Finnst oss alveg einsætt — eftir þetta sýnis- horn — að sinfóníuhljómsveit vor kalsi það við Hans Hátign að taka í sig, ef hann skyldi koma hér við í væntanlegri heimsókn sinni til græn- lands í sumar.

x

Spegillinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.