Spegillinn - 01.04.1951, Page 45

Spegillinn - 01.04.1951, Page 45
5PEGILLINN 77 Kæra Gudda mín! Pabbi var mu daginn að lesa í ísafold um úthlutun skálda- og listamannástyrkjanna og sagði, að þetta væri nú meiri fjöldinn, og. það mætti mikið vera, ef allir þessir. listamenn og skáld ættu skilið að fá styrk. Mamma sagði, að hún vissi nú ekki, hvað það væri, sem ekki ætti skilið að fá styrk hér á landi nú til dags, og það væri svo sem ekkert meira, þótt menn fengju styrk út á kvæði eða sögur eða málverk heldur en, þeg- ar menn eins og þú og þínir líkar fá styrk út á súrheysgryfj- ur og kálgarða, sagði mamma. Pabbi sagði þá, að það væri nú ólíku saman að jafna; ég og mínir líkar yrkjum jörðina og vinnum að framleiðslustörfum í þágu alþjóðar, en þessi skáld og listamenn gera andskotann aldrei neitt til gagns né góðs, og sumt af þessu dóti hef ég nú aldrei heyrt nefnt, hvað þá að ég viti út á hvað það fær styrk, sagði pabbi og renndi augunum yfir blaðið, þar sem listamannaflokkarnir sex voru taldir upp, og mér sýndist hann lesa neðstu flokkana bezt, eins og hann væri að leita að nöfnum, sem hann kannaðist við. Mamma sagði, að þetta fólk hefði áreiðanlega allt saman gert eitthvað, annað hvort ort vísur eða jafnvel heil kvæði, eða þá skrifað eitthvað í óbundnu máli, t. d. ævisögu eða jafn- vel kafla úr skáldsögu, nú eða þá málað vatnslitamynd, kannski heilt olíumálverk, eða þá samið lag við eitthvert kvæði, kannski samið heila symfóníu; þú sérð, Jón minn, að það er ýmislegt fleira, sem hægt er að fá styrk út á en haug- hús og kálgarðar, að ég ekki tali nú um kamrana, sagði mamma. Pabbi hélt áfram að lesa neðstu flokkana og fór svo að telja upp nöfn, sem hann kannaðist ekkert við: Hver er Björn Blöndal, hver er Einar Jóhannesson, hver er Filippía Kristjánsdóttir? Eru þetta skáldlistarmenn, tónlistarmenn eða myndlistarmenn? Geturðu bent mér á einhver verk, sem þetta fólk hefur unnið á sviði andans? Hefur það kannski ræktað andlegan kálgarð?, eða hefur það málað mynd af kamri ?, eða hef ur það kannski samið symfóníur um súrheys- gryfjur og haughús?, sagði pabbi og var dálítið vondur. Mamma hló og. sagði, að hún kannaðist nú reyndar ekki við afrekin þessa fólks, en það yæri heldur ekki í hennar verka- hring að úthluta styrkjum á íslandi. Pabbi sagði, að sér fynd- ist fjandi hart, að maður skyldi ekki kannast agnar ögn við sína eigin listamenn, utan hvað maður sæi nafnið þeirra einu sinni á ári í einhverjum styrkjaflokknum, og það væri eins og skemmtilegra að sjá öðru hvoru eitthvað eftir þá, suma hverja, sagði pabbi. Mamma sagði þá, að afköstin virtust hafa frekar lítið að segja, t. d. hefði Steinn Steinarr gefið út víst einar 6 eða 7 ljóðabækur, en Heiðrekur frá Sandi bara 2, og samt fá þeir jafnmikinn styrk, sagði mamma. Pabbi sagði þá, að það væri nú líklega sitthvað að vera frá Sandi eða úr Saurbænum; Sandsættin væri margviðurkennd skáldaætt, en úr Saurbænum hefðu aldrei komið neinir andans menn, nema innhverfir grátljóðasmiðir og tómhyggjumenn, sagði pabbi spaklega. — Mamma sagði þá, að sér finndist ekki nema gott um það að segja, að reynt væri að styrkja skáld og listamenn, en það yrði bara að vera dálítið samræmi í styrkveitingunum, svo að óvaldir skussar fengju ekki jafnmikið eða jafnvel meira en sæmileg skáld og listamenn. — Pabbi sagði, að þetta mundi enda með því, að annar hver eða jafnvel allir íslend- ingar, sem kynnu að halda á blýanti og pensli, kæmust á skálda- og listamannalaun; það verður aldeilis glæsileg út- koma, miðað við fólkstölu, sagði pabbi og glotti. Mamma sagði þá, að það væri svo sem vandræðaástand, þetta styrkja- fargan, af því að styrkirnir lentu alltaf meira og minna á þeim, sem ekki ættu þá skilið, en hinir, sem ættu skilið að fá styrk, yrðu aftur útundan, en það er líklega ekki svo gott að ráða bót á þessu, þar sem sjónarmiðin eru svo mörg, sagði mamma. Pabbi sagði þá, að það væri langréttlátast að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um þessa listamannastyrki, þá kæmi vilji þjóðarinnar ótvírætt í ljós, en mamma sagði þá, að þjóð- in mundi þá varla gera annað en greiða atkvæði, ef hún ætti að fara að greiða atkvæði um alla málara, leikara, tónskáld, skáld og rithöfunda, ekki sízt ef allar súrheysgryf jur, öll haug- hús og allir kálgarðar og j afnvel allir óþurrkarnir yrðu teknir með í atkvæðagreiðslunni, sagði mamma. Svo hættu þau, og ég man ekkert fleira, og vertu nú bless- uð og sæl, þín Stefanía. P.S. Pabbi er búinn að yrkja 5 vísur og eitt kvæði og ætl- ar víst að sækja um skáldastyrk næst, en mamma heldur, að honum mundi láta betur að skrifa ævisögu. Sama. LEYNIÚTVARPSSTÖÐ, sem haldin er vera í sovéttinu eða einhverju leppríki þess, hefur gert allmjög vart við sig í seinni tið, og er þá ekkert að klípa utan af því, heldur hvetur þegnana eindregið til að losa sig við félaga Stalín og það fyrr en síðar. Það hlýtur að vera eihhver merkur maður, sem hér þarf að koma fyrir kattarnef, úr því að svona mikið er við haft, að setja upp heila útvarpsstöð. Hingað til hefur ekki þurft svo mikið apparat kringum það að kála einum manni.

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.