Spegillinn - 01.04.1951, Side 47
SPEGILLINN
79
Ummæli áfengisvarnanefndar:
Sþróttafélögin hafa tekið sér Bessa
*
leyfi íil að selja vín á samkomum
(ALf>-bl)
(og er reyndar enn) Hallbjörg, dóttir Högna Hallssonar, er
allan sinn búskap bjó í Dalverpi vestra. Högni var ekki við
efni, en margt var þó vel um karlinn og honum trúað fyrir
ýmsum vandamálum sveitarinnar, sem aðrir hliðruðu sér
hjá. Ætt Hallbjargar er mestmegnis bændaætt, en þó bregð-
ur fyrir ýmsum harðduglegum sjósóknurum og hákarlafor-
mönnum eins og Jóni Jónssyni í Skorunesi, sem víða er get-
ið í gömlum heimildum, en mágur Hákonar, langafa Hall-
bjargar, var sonur fósturdóttur hans. Hallbjörg gekk örlítið
i kvennaskóla í ungdæmi sínu, en þeir voru enn sjaldgæfari
þá en nú og ekki jafn fullkomnir, en þá var ekki gert ráð
fyrir að hver unglingur tæki miðskólapróf eða landspróf,
því þau voru óþekkt og engin æskulýðshöll fram undan. Samt
kom þessi litli lærdómur þessari ungu og framsæknu sveita-
stúlku að miklu haldi, því síðan hefur hún unnið ótrauðlega
að aukinni menningu á öllum sviðum. Nokkru síðar gekk hún
að eiga Hálfdán, ekki beinlínis sér til menningarauka, held-
ur öllu fremur til fjár, þótt hann væri fátækur þá, en hún sá
hvað í piltinum bjó og það reyndist rétt.
Svo var það hinn 8. marz árið 1926 að saga þessi gerðist.
Mánaðardagurinn er áreiðanlega rétt hermdur, en vegna
þess að ég hef ekki almanak frá nefndu ári og nenni ekki upp
á safn, þá er ég ekki viss um vikudaginn. Nokkru eftir síð-
degiskaffið, sem Hallbjörg drakk ein, þar sem maður hennar
gat ekki farið heim til að drekka með henni vegna fjarlægð-
ar og vöntunar á samgöngutækjum, fann hún til ógleði og
töluverðra óþæginda innvortis. Var hún orðin nokkru verri,
þegar Hálfdán kom heim, og auk líkamlegrar vanlíðunar
hvorki honum né öðrum sinnandi, því þessi lasleiki gat ekki
hent hana á óheppilegri tíma. Fyrir því voru þær ástæður,
að þetta kvöld var hún boðin til konsúlsfrúarinnar, svo þetta
hefur líklega verið laugardagskvöld, en með þessu heilsufari
voru engin líkindi til þess, að af því gæti orðið. Svo var nefni-
lega mál með vexti, að konsúlsfrúna áleit Hallbjörg svo hátt
setta, að slík aðstaða í þjóðfélaginu væri nokkuð fyrir hana
sjálfa að keppa að. Hún vann því markvisst í þá átt, að kynn-
ast henni og öðrum, er næstum því stóðu henni jafnfætis að
mannvirðingum. Vegna góðra sambanda og lægni hafði henni
nú lánazt að fá inntöku í kvenfélagið og þetta kvöld voru fé-
lagskonur boðnar í samkvæmi til konsúlsfrúarinnar, sem nú
mundi vera kallað partí.
En þennan lasleika, sem Hallbjörg áleit vera sitt mikla
óhapp, eins og sakir stóðu, skoðaði hún í allt öðru ljósi næsta
dag, því þá kom konsúlsfrúin sjálf í heimsókn til hennar, að
vita um líðanina. Varð þetta upphaf vináttu milli þeirra, sem
ekki hefur rofnað síðan, þótt nú sé í sumu skipt um hlutverk,
en það er önnur saga, og lýkur hér að segja frá þessum las-
leika Hallbjargar fyrir aldarfjórðungi síðan.
Svo sem eins og í eftirmála mætti bæta því við, að eftir
þetta vildi Hallbjörg ekki flytja úr þessu hverfi, sem þó var
ekki sérlega huggulegt á þeim tíma, og þegar velmegunin
kom og bærinn stækkaði og Gróðamelurinn var lagður, þá
lét hún Hálfdán kaupa lóðina nr. 13, sem var þeirra víðlend-
ust, og byggja þar hið alkunna hús með öllum hugsanlegum
þægindum og menningarbrag.
Bob á beygjunni.