Spegillinn - 01.12.1954, Blaðsíða 24
196
SPEGILLINN
cjfan
í leikhnsinálnnnm
Eftir Dúk og Disk
Leikliúsmálin á voru landi, íslandi, virðast nú loks vera
komin í örugga liöfn, síðan stofnað var félag leikdómara
í Reykjavík. Stjórn félags leikdómara skipa þrír menn,
formaður, gjaldkeri og ritari. Auk þess er einn óbreyttur
félagsmaður (Agnar Bogason) til að greiða félagsgjöld. I
lögum félagsins stendur: Tilgangur félagsins er að veita
bezta leikara ársins (sem kosinn er með hvítum og svört-
um kúlum) einhvern glaðning (úr silfri) einu sinni á ári.
(En ekki tii að láta bera á sér, eins og skæðar tungur hafa
látið sér um munn fara). Vér viljum beina athvgli manna
að dálitlum erfiðleikum við þessa góðgerðarstarfsemi (sem
félagsmaðurinn (A.B.) — og kannske stjórnin líka verður
að blæða úr eigin vasa), sem koma kunna í ljós er fram
líða stundir, nl. þeim, að ekki er alveg víst að leikararnir
skiptist bróðurlega á um að vera beztu leikarar ársins, svo
leiðis að ruslið getur lent oftar en einu sinni hjá sama
manni. Vér viljum aðeins benda góðfúslega á þetta, án
þess að taka nokkra afstöðu í málinu. En það sem stjómin